Chloé mætti í þessum kjól á Cannes-kvikmyndahátíðinni árið 2002. Reimaða klaufin er afskaplega óklæðileg og ekki bætir hálsmenið úr skák.
Leikkonan Chloé Sevigny hefur lengi verið talin ein sú smekklegasta í bransanum. Hún fer ótroðnar slóðir við klæðaval og hefur oftar en ekki verið langt á undan straumnum.
En þeir bestu geta einnig stigið feilspor og ef litið er yfir farinn veg má sjá að ungfrú Sevigny á sína góðu og slæmu daga.
Þessi túrkisblái kjóll er líklega barn síns tíma og virðist á skjön við persónuleika Sevigny.
Leikkonan klæddist þessum formlausa kjól í veislu á vegum Dior-tískuhússins árið 2004.
Á meðan aðrir klæddust támjóum skóm klæddist Sevigny skóm með rúnnaðri tá í veislu árið 2001.
Sevigny klæðist gjarnan kjólum í þessari sídd og leyfir fallegum fótleggjunum að njóta sín. Hún klæddist þessum kjól á tískusýningu árið 2005.
Leikkonan klæðist sætum kjól við blazer-jakka á tískuvikunni í New York árið 2008.