Gylfi Þór: Sprakk út eftir stjóraskiptin í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2011 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Hoffenheim. Mynd/Nordic Photos/Bongarts Gylfi Þór Sigurðsson lenti í því annað árið í röð að lið hans skipti um þjálfara um leið og hann var búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu. Hann raðaði inn mörkum eftir stjóraskipti Reading á síðustu leiktíð. Gylfi Þór Sigurðsson fékk aðeins að byrja fjóra af þrettán fyrstu deildarleikjunum undir stjórn Ralf Rangnick hjá Hoffenheim en var loksins búinn að vinna sér fast sæti og traust þjálfarans þegar Rangnick ákvað að hætta um helgina. Gylfi mætti út til Þýskalands eftir jólafrí heim á Íslandi og á fundi með leikmönnum liðsins var tilkynnt að hinn 42 ára gamli aðstoðarþjálfari liðsins, Marco Pezzaiuoli, væri tekinn við. „Maður mætti bara á fund í morgun og þar var sagt við mig að það væri kominn nýr þjálfari. Maður eiginlega trúði því varla því ég bjóst ekki við því þegar ég fór í jólafrí að það yrði kominn nýr þjálfari þegar ég kæmi til baka," sagði Gylfi þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær.Gylfi Þór Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/Bongarts„Það tók sinn tíma að koma sér almennilega inn í þetta en ég var byrjaður að fá það á tilfinninguna rétt fyrir jól að ég myndi fá að spila miklu meira eftir áramót. Ég var búinn að spila þrjá leiki í röð og það var búið að ganga vel. Maður var farinn að hlakka til að koma aftur út og fara að spila en svo veit maður ekkert hvað gerist núna fyrst það er kominn nýr þjálfari. Maðurinn sem keypti mig er allavega farinn," sagði Gylfi en hann skoraði sjö mörk í fimmtán leikjum undir stjórn Rangnick. Gylfi segir sig og leikmennina þekkja nýja þjálfarann vel. „Hann hefur tekið æfingar á síðustu mánuðum þannig að hann þekkir liðið mjög vel. Ég býst ekki við að hann eigi eftir að breyta mjög miklu en hann kemur kannski með sínar hugmyndir inn í þetta. Vonandi heldur hann svipuðu liði og vonandi spilum við svipaðan bolta því það er búið að ganga ágætlega þrátt fyrir að við höfum verið að gera of mörg jafntefli," segir Gylfi. „Ég hef mínar hugmyndir um af hverju Rangnick fór þótt ég hafi ekki skilið allt á fundinum. Það getur verið hvað sem er, úrslitin í síðustu leikjum, að Luiz Gustavo hafi verið seldur til Bayern eða eitthvað annað. Ég er ekki alveg með það á hreinu af hverju hann fór og vil ekki vera að tala um eitthvað þar sem ég veit ekki alla söguna," segir Gylfi, sem segir það hafa ekki hjálpað til að fylgjast með gangi máli að hann týndi ferðatöskunni sinni með tölvunni innanborðs á leiðinni til Þýskalands.Gylfi Þór Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/BongartsGylfi þarf reyndar strax að pakka aftur niður í tösku því Hoffenheim er á leiðinni í æfingabúðir til Spánar. „Það verður góð ferð til Spánar á morgun (í dag) og maður verður bara að standa sig þar. Vonandi hefur hann séð það í síðustu leikjum að það hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið að spila og gefur mér tækifærið aftur. Það er snjór hérna og það er hlýrra og betra að æfa á Spáni í fimm til sjö daga. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir fyrsta leikinn okkar sem er á móti Werder Bremen á útivelli," segir Gylfi en hann lenti einnig í því á síðasta tímabili að fá nýjan þjálfara á síðasta tímabili þegar hann var hjá enska liðinu Reading. „Það þýðir ekkert annað en að líta jákvæðum augum á þessar breytingar. Þetta gerðist líka í fyrra þegar ég var hjá Reading. Ég var nýbyrjaður að spila þegar það kom nýr þjálfari inn. Þá tók varaliðsþjálfarinn við þannig að þetta hefur alveg gerst áður hjá mér. Maður verður bara að halda áfram að spila fótbolta," segir Gylfi en hann skorað 12 mörk í 22 deildarleikjum eftir að Brian McDermott tók við liði Reading á síðustu leiktíð. „Það gekk ágætlega eftir að hann kom inn og vonandi verður þetta svipað núna," sagði Gylfi að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lenti í því annað árið í röð að lið hans skipti um þjálfara um leið og hann var búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu. Hann raðaði inn mörkum eftir stjóraskipti Reading á síðustu leiktíð. Gylfi Þór Sigurðsson fékk aðeins að byrja fjóra af þrettán fyrstu deildarleikjunum undir stjórn Ralf Rangnick hjá Hoffenheim en var loksins búinn að vinna sér fast sæti og traust þjálfarans þegar Rangnick ákvað að hætta um helgina. Gylfi mætti út til Þýskalands eftir jólafrí heim á Íslandi og á fundi með leikmönnum liðsins var tilkynnt að hinn 42 ára gamli aðstoðarþjálfari liðsins, Marco Pezzaiuoli, væri tekinn við. „Maður mætti bara á fund í morgun og þar var sagt við mig að það væri kominn nýr þjálfari. Maður eiginlega trúði því varla því ég bjóst ekki við því þegar ég fór í jólafrí að það yrði kominn nýr þjálfari þegar ég kæmi til baka," sagði Gylfi þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær.Gylfi Þór Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/Bongarts„Það tók sinn tíma að koma sér almennilega inn í þetta en ég var byrjaður að fá það á tilfinninguna rétt fyrir jól að ég myndi fá að spila miklu meira eftir áramót. Ég var búinn að spila þrjá leiki í röð og það var búið að ganga vel. Maður var farinn að hlakka til að koma aftur út og fara að spila en svo veit maður ekkert hvað gerist núna fyrst það er kominn nýr þjálfari. Maðurinn sem keypti mig er allavega farinn," sagði Gylfi en hann skoraði sjö mörk í fimmtán leikjum undir stjórn Rangnick. Gylfi segir sig og leikmennina þekkja nýja þjálfarann vel. „Hann hefur tekið æfingar á síðustu mánuðum þannig að hann þekkir liðið mjög vel. Ég býst ekki við að hann eigi eftir að breyta mjög miklu en hann kemur kannski með sínar hugmyndir inn í þetta. Vonandi heldur hann svipuðu liði og vonandi spilum við svipaðan bolta því það er búið að ganga ágætlega þrátt fyrir að við höfum verið að gera of mörg jafntefli," segir Gylfi. „Ég hef mínar hugmyndir um af hverju Rangnick fór þótt ég hafi ekki skilið allt á fundinum. Það getur verið hvað sem er, úrslitin í síðustu leikjum, að Luiz Gustavo hafi verið seldur til Bayern eða eitthvað annað. Ég er ekki alveg með það á hreinu af hverju hann fór og vil ekki vera að tala um eitthvað þar sem ég veit ekki alla söguna," segir Gylfi, sem segir það hafa ekki hjálpað til að fylgjast með gangi máli að hann týndi ferðatöskunni sinni með tölvunni innanborðs á leiðinni til Þýskalands.Gylfi Þór Sigurðsson.Mynd/Nordic Photos/BongartsGylfi þarf reyndar strax að pakka aftur niður í tösku því Hoffenheim er á leiðinni í æfingabúðir til Spánar. „Það verður góð ferð til Spánar á morgun (í dag) og maður verður bara að standa sig þar. Vonandi hefur hann séð það í síðustu leikjum að það hefur gengið ágætlega þegar ég hef fengið að spila og gefur mér tækifærið aftur. Það er snjór hérna og það er hlýrra og betra að æfa á Spáni í fimm til sjö daga. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir fyrsta leikinn okkar sem er á móti Werder Bremen á útivelli," segir Gylfi en hann lenti einnig í því á síðasta tímabili að fá nýjan þjálfara á síðasta tímabili þegar hann var hjá enska liðinu Reading. „Það þýðir ekkert annað en að líta jákvæðum augum á þessar breytingar. Þetta gerðist líka í fyrra þegar ég var hjá Reading. Ég var nýbyrjaður að spila þegar það kom nýr þjálfari inn. Þá tók varaliðsþjálfarinn við þannig að þetta hefur alveg gerst áður hjá mér. Maður verður bara að halda áfram að spila fótbolta," segir Gylfi en hann skorað 12 mörk í 22 deildarleikjum eftir að Brian McDermott tók við liði Reading á síðustu leiktíð. „Það gekk ágætlega eftir að hann kom inn og vonandi verður þetta svipað núna," sagði Gylfi að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Sjá meira