AC Milan ætlar að styrkja sig i janúar og er þessa dagana að bera víurnar í hinn hollenska miðjumann FC Bayern, Mark van Bommel.
Milan hefur verið að leita að miðjumanni í talsverðan tíma og hinn 33 ára gamli Van Bommel er talinn vera maðurinn sem liðið leitar að. Hann er sterkur varnarlega og kominn vel á aldur.
Van Bommel er afar reynslumikill leikmaður og hefur meðal annars leikið með PSV og Barcelona.
Samningur hans við Bayern rennur út í sumar og ekkert hefur verið rætt um nýjan samning. Hann er því falur fyrir rétta upphæð í janúar.