Fótbolti

Brasilíumaðurinn Motta stoltur af því að spila fyrir Ítalíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Motta á landsliðsæfingu í dag.
Motta á landsliðsæfingu í dag.

Það hefur vakið talsverða athygli að Brasilíumaðurinn Thiago Motta, sem leikur með Inter, hafi ákveðið að spila með ítalska landsliðinu.

Motta fékk grænt ljós um daginn á að spila með ítalska landsliðinu en hann hafði aðeins leikið með U-23 ára liði Brasilíu.

Cesare Prandelli, landsliðsþjálfara Ítala, hefur staðfest að Motta muni vera í byrjunarliði ítalska liðsins gegn Þýskalandi á morgun.

"Að fara í ítölsku landsliðstreyjuna mun gefa mér algjörlega nýja tilfinningu. Þetta á eftir að verða frábær dagur og mér finnst ég njóta forréttinda," sagði Motta sem er afar ánægður með þetta og stoltur af því að spila fyrir ítalska landsliðið.

"Ég var fæddur í Brasilíu en mér finnst ég vera Ítali," sagði Motta en kann hann þjóðsönginn?

"Ég þekki lagið en kann ekki textann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×