Lýðræðið í vörn Þór Saari skrifar 31. desember 2011 08:00 Sé litið yfir hið pólitíska litróf hér á landi og í nágrannaríkjunum er ekki annað hægt en að fyllast áhyggjum af stöðu og vegferð lýðræðisins þessa dagana. Tæknikratar hafa verið ráðnir í vinnu sem forsætisráðherrar í stað kjörinna fulltrúa almennings í tveimur löndum og það meira að segja á Ítalíu, einu af þungavigtarríkjum Evrópusambandsins. Forsætisráðherra sem er ekki lýðræðislega kjörinn er alvarlegt mál. Lýðræðisfyrirkomulagið í mörgum öðrum Evrópulöndum er og á margan hátt brogað og erfitt er fyrir kjósendur að veita kjörnum fulltrúum aðhald og losa sig við stjórnmálamenn sem njóta ekki almenns trausts. Undantekningar eru vissulega á þessu eins og í Sviss með sína sterku hefð fyrir almennum atkvæðagreiðslum um alla mögulega hluti og á Írlandi þar sem kosningafyrirkomulagið byggir á persónukjöri sem gefur kjósendum vald til að raða sjálfir á framboðslista, en í síðustu kosningum á Írlandi var um 80 prósentum sitjandi stjórnmálamanna hafnað. Í Bandaríkjunum, þar sem forval flokkanna fyrir forsetakosningarnar á næsta ári er að hefjast, hljómar kosningabarátta repúblikana og frambjóðendurnir eins og einhvers konar geggjað leikrit úr öðrum heimi og sumir þeirra miðað við yfirlýsingar eru beinlínis hættulegir eigin samfélagi og heimsfriði. Þar í landi gerir kosningakerfi með einmenningskjördæmum það að verkum að stór hluti þjóðarinnar hefur enga fulltrúa á þingi og nánast óheft peningasöfnun hefur leitt til þess að í 96 prósentum tilvika sigrar sá frambjóðandi sem hefur meira fé milli handanna. Að vísu eru í ýmsum fylkjum ákvæði um almennar atkvæðagreiðslur að frumkvæði kjósenda en oft hefur þeim málum verið „stolið" af hagsmunaöflum með mikla fjármuni. Þó vissulega sé vandrataður meðalvegurinn milli tjáningarfrelsis og þessa aflsmunar sem peningar njóta er lýðræðið sjálft víða komið í ógöngur vegna aðgengis peninga að stjórnmálamönnum. Hér á landi búum við að áratuga hefð fyrir einhvers konar meirihlutaræði þess meirihluta sem hverju sinni nær saman í ríkisstjórnarsamstarfi og hefð fyrir minnihlutastjórnum eða samráði við það sem kallað er stjórnarandstaða þekkist varla. Mál eru oft keyrð í gegnum þingið án nægilegrar yfirferðar og oft við hávær mótmæli minnihlutans og stór hluti af vinnu Alþingis fer í að leiðrétta eldri lög sem voru á einhvern hátt broguð. Kosningafyrirkomulagið hér á landi með háum lágmarksþröskuldi fyrir kjöri og takmörkuðum áhrifum hins almenna kjósanda á uppröðun á framboðslista, aðgengi peninga að stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum sem og skorti á almennum vanhæfisreglum varðandi tengsl stjórnmálamanna, maka þeirra og fjölskyldu við fjármálaöfl og aðra sérhagsmuni hefur gert það að verkum að stjórnmál á Íslandi eru almennt talin spillt. Sé litið yfir farinn veg, aðdraganda og eftirleik Hrunsins er ljóst að sú háværa krafa um lýðræðisumbætur sem kom fram er réttmæt. Sú tilfinning að kjörnir fulltrúar misfari með umboð sitt þegar á þing er komið á rétt á sér og það er kominn tími til að almenningur fái þau tól sem til þarf til að veita stjórnmálunum meira aðhald. Hér þarf einungis að benda á nýleg dæmi um kosningaloforð og efndir þeirra og þann sorgaratburð þegar atkvæðagreiðslan um hvort tilteknir ráðherrar Hrunstjórnarinnar skyldu ákærðir og sendir fyrir Landsdóm. Þar brugðust þingmenn algjörlega siðferðilega og gengu einnig þvert gegn öllum almennum hugmyndum um vanhæfi þegar þeir greiddu atkvæði um að vernda félaga sína og vini úr Hrunstjórninni frá eðlilegri málsmeðferð fyrir dómstól. Síðan í kosningunum 2009 hefur Hreyfingin í samræmi við stefnuskrána lagt mikla áherslu á lýðræðisumbætur og lagt fram í þrígang frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur þar sem 10% kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu og þriðjungur þingmanna gæti vísað frumvörpum í þjóðaratkvæði. Einnig er gert ráð fyrir s.k. Lýðræðisstofu sem hefði almennt með skipulag og umgjörð kosninga að gera. Við höfum í tvígang lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálaflokka þar sem tekið verður fyrir framlög til flokka og persóna frá fyrirtækjum og nafnlaus framlög verða einnig bönnuð. Við tókum einnig virkan þátt í vinnu við frumvörp forsætisráðherra um persónukjör sem voru lögð fram 2009 og aftur 2010. Þau stöðvuðust vegna andstöðu innan eigin raða meirihlutans. Að auki höfum við í tvígang lagt fram frumvarp um lýðræðisvæðingu sveitarstjórna með ákvæðum um almennar atkvæðagreiðslur að kröfu íbúa og lagt til fjölgun sveitastjórnarfulltrúa en fjöldi fulltrúa í íslenskum sveitarstjórnum er hlutfallslega miklu minni en gerist í allri norðan- og vestanverðri Evrópu. Slíkar fámennar sveitarstjórnir eru ávísun á klíkumyndun, óvönduð vinnubrögð og jafnvel spillingu eins og sjá má á öllum þeim fjölda sveitarfélaga af öllum stærðum sem nú eiga í miklum vandræðum. Því er skemmst frá að segja að ekkert af þessum málum hefur náð í gegn og áhuginn fyrir þeim hjá öðrum þingmönnum fjórflokksins er lítill sem enginn. Í því samhengi verður fróðlegt að sjá hvernig drögum að nýrri stjórnarskrá reiðir af. Það er því augljóst að langt er í land með nýja umgjörð lýðræðis og stjórnmálaumhverfis hér á landi en við munum þó halda ótrauð áfram þeirri baráttu að koma þessum málum á dagskrá og halda á lofti þessum grundvallar stefnumálum, sem öðrum, eins lengi og þörf er. Ef það tekst ekki á þessu þingi þá er það einfaldlega spurning um samstöðu fólks og samvinnu fyrir næstu alþingiskosningar. Gleðilegt ár. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Sé litið yfir hið pólitíska litróf hér á landi og í nágrannaríkjunum er ekki annað hægt en að fyllast áhyggjum af stöðu og vegferð lýðræðisins þessa dagana. Tæknikratar hafa verið ráðnir í vinnu sem forsætisráðherrar í stað kjörinna fulltrúa almennings í tveimur löndum og það meira að segja á Ítalíu, einu af þungavigtarríkjum Evrópusambandsins. Forsætisráðherra sem er ekki lýðræðislega kjörinn er alvarlegt mál. Lýðræðisfyrirkomulagið í mörgum öðrum Evrópulöndum er og á margan hátt brogað og erfitt er fyrir kjósendur að veita kjörnum fulltrúum aðhald og losa sig við stjórnmálamenn sem njóta ekki almenns trausts. Undantekningar eru vissulega á þessu eins og í Sviss með sína sterku hefð fyrir almennum atkvæðagreiðslum um alla mögulega hluti og á Írlandi þar sem kosningafyrirkomulagið byggir á persónukjöri sem gefur kjósendum vald til að raða sjálfir á framboðslista, en í síðustu kosningum á Írlandi var um 80 prósentum sitjandi stjórnmálamanna hafnað. Í Bandaríkjunum, þar sem forval flokkanna fyrir forsetakosningarnar á næsta ári er að hefjast, hljómar kosningabarátta repúblikana og frambjóðendurnir eins og einhvers konar geggjað leikrit úr öðrum heimi og sumir þeirra miðað við yfirlýsingar eru beinlínis hættulegir eigin samfélagi og heimsfriði. Þar í landi gerir kosningakerfi með einmenningskjördæmum það að verkum að stór hluti þjóðarinnar hefur enga fulltrúa á þingi og nánast óheft peningasöfnun hefur leitt til þess að í 96 prósentum tilvika sigrar sá frambjóðandi sem hefur meira fé milli handanna. Að vísu eru í ýmsum fylkjum ákvæði um almennar atkvæðagreiðslur að frumkvæði kjósenda en oft hefur þeim málum verið „stolið" af hagsmunaöflum með mikla fjármuni. Þó vissulega sé vandrataður meðalvegurinn milli tjáningarfrelsis og þessa aflsmunar sem peningar njóta er lýðræðið sjálft víða komið í ógöngur vegna aðgengis peninga að stjórnmálamönnum. Hér á landi búum við að áratuga hefð fyrir einhvers konar meirihlutaræði þess meirihluta sem hverju sinni nær saman í ríkisstjórnarsamstarfi og hefð fyrir minnihlutastjórnum eða samráði við það sem kallað er stjórnarandstaða þekkist varla. Mál eru oft keyrð í gegnum þingið án nægilegrar yfirferðar og oft við hávær mótmæli minnihlutans og stór hluti af vinnu Alþingis fer í að leiðrétta eldri lög sem voru á einhvern hátt broguð. Kosningafyrirkomulagið hér á landi með háum lágmarksþröskuldi fyrir kjöri og takmörkuðum áhrifum hins almenna kjósanda á uppröðun á framboðslista, aðgengi peninga að stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum sem og skorti á almennum vanhæfisreglum varðandi tengsl stjórnmálamanna, maka þeirra og fjölskyldu við fjármálaöfl og aðra sérhagsmuni hefur gert það að verkum að stjórnmál á Íslandi eru almennt talin spillt. Sé litið yfir farinn veg, aðdraganda og eftirleik Hrunsins er ljóst að sú háværa krafa um lýðræðisumbætur sem kom fram er réttmæt. Sú tilfinning að kjörnir fulltrúar misfari með umboð sitt þegar á þing er komið á rétt á sér og það er kominn tími til að almenningur fái þau tól sem til þarf til að veita stjórnmálunum meira aðhald. Hér þarf einungis að benda á nýleg dæmi um kosningaloforð og efndir þeirra og þann sorgaratburð þegar atkvæðagreiðslan um hvort tilteknir ráðherrar Hrunstjórnarinnar skyldu ákærðir og sendir fyrir Landsdóm. Þar brugðust þingmenn algjörlega siðferðilega og gengu einnig þvert gegn öllum almennum hugmyndum um vanhæfi þegar þeir greiddu atkvæði um að vernda félaga sína og vini úr Hrunstjórninni frá eðlilegri málsmeðferð fyrir dómstól. Síðan í kosningunum 2009 hefur Hreyfingin í samræmi við stefnuskrána lagt mikla áherslu á lýðræðisumbætur og lagt fram í þrígang frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur þar sem 10% kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu og þriðjungur þingmanna gæti vísað frumvörpum í þjóðaratkvæði. Einnig er gert ráð fyrir s.k. Lýðræðisstofu sem hefði almennt með skipulag og umgjörð kosninga að gera. Við höfum í tvígang lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálaflokka þar sem tekið verður fyrir framlög til flokka og persóna frá fyrirtækjum og nafnlaus framlög verða einnig bönnuð. Við tókum einnig virkan þátt í vinnu við frumvörp forsætisráðherra um persónukjör sem voru lögð fram 2009 og aftur 2010. Þau stöðvuðust vegna andstöðu innan eigin raða meirihlutans. Að auki höfum við í tvígang lagt fram frumvarp um lýðræðisvæðingu sveitarstjórna með ákvæðum um almennar atkvæðagreiðslur að kröfu íbúa og lagt til fjölgun sveitastjórnarfulltrúa en fjöldi fulltrúa í íslenskum sveitarstjórnum er hlutfallslega miklu minni en gerist í allri norðan- og vestanverðri Evrópu. Slíkar fámennar sveitarstjórnir eru ávísun á klíkumyndun, óvönduð vinnubrögð og jafnvel spillingu eins og sjá má á öllum þeim fjölda sveitarfélaga af öllum stærðum sem nú eiga í miklum vandræðum. Því er skemmst frá að segja að ekkert af þessum málum hefur náð í gegn og áhuginn fyrir þeim hjá öðrum þingmönnum fjórflokksins er lítill sem enginn. Í því samhengi verður fróðlegt að sjá hvernig drögum að nýrri stjórnarskrá reiðir af. Það er því augljóst að langt er í land með nýja umgjörð lýðræðis og stjórnmálaumhverfis hér á landi en við munum þó halda ótrauð áfram þeirri baráttu að koma þessum málum á dagskrá og halda á lofti þessum grundvallar stefnumálum, sem öðrum, eins lengi og þörf er. Ef það tekst ekki á þessu þingi þá er það einfaldlega spurning um samstöðu fólks og samvinnu fyrir næstu alþingiskosningar. Gleðilegt ár. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun