Opið öllum en nýtist hernum 28. desember 2011 00:00 Á braut um jörðu Sex kínverskum gervitunglum verður skotið á braut um jörðu á næsta ári.Nordic photos/Getty Kínversk stjórnvöld hafa gangsett staðsetningarnet sem gegna mun sama hlutverki og GPS-staðsetningarkerfið. Kerfið verður opið almenningi eins og GPS-kerfið en mun gera kínverska herinn óháðan bandarískum gervitunglum sem hægt er að loka fyrir. Enn sem komið er virkar kerfið, sem kallast Beidou, aðeins í Kína en fyrir lok næsta árs er ætlunin að það nái til allrar Asíu. Beidou hefur verið í þróun frá árinu 2000 og áformað er að það nái til heimsins alls árið 2020. Til að svo megi verða þarf að koma miklum fjölda gervitungla á braut um jörðu. Alls verður sex nýjum gervitunglum skotið á loft á næsta ári. Forsvarsmenn Beidou-kerfisins segja skekkjumörkin um tíu metra. Talið er víst að með aðgangi sem kínverski herinn hefur að kerfinu sé nákvæmnin meiri, samkvæmt frétt BBC um málið. Kerfið nýtist meðal annars til að miða stýriflaugum, og hafa sérfræðingar bent á að með því megi gera árásir á Taívan og önnur nágrannaríki Kína. Þá er kerfið nauðsynlegt til að nota mannlausar flugvélar. Kínverjar eru þriðja þjóðin sem hefur komið sér upp tækni af þessu tagi. Auk GPS-kerfisins sem Bandaríkin eiga rekur Rússland sitt eigið kerfi, Glonass. Þá vinnur Evrópska geimvísindastofnunin að þróun staðsetningarnets sem fengið hefur nafnið Galileó.- bj Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa gangsett staðsetningarnet sem gegna mun sama hlutverki og GPS-staðsetningarkerfið. Kerfið verður opið almenningi eins og GPS-kerfið en mun gera kínverska herinn óháðan bandarískum gervitunglum sem hægt er að loka fyrir. Enn sem komið er virkar kerfið, sem kallast Beidou, aðeins í Kína en fyrir lok næsta árs er ætlunin að það nái til allrar Asíu. Beidou hefur verið í þróun frá árinu 2000 og áformað er að það nái til heimsins alls árið 2020. Til að svo megi verða þarf að koma miklum fjölda gervitungla á braut um jörðu. Alls verður sex nýjum gervitunglum skotið á loft á næsta ári. Forsvarsmenn Beidou-kerfisins segja skekkjumörkin um tíu metra. Talið er víst að með aðgangi sem kínverski herinn hefur að kerfinu sé nákvæmnin meiri, samkvæmt frétt BBC um málið. Kerfið nýtist meðal annars til að miða stýriflaugum, og hafa sérfræðingar bent á að með því megi gera árásir á Taívan og önnur nágrannaríki Kína. Þá er kerfið nauðsynlegt til að nota mannlausar flugvélar. Kínverjar eru þriðja þjóðin sem hefur komið sér upp tækni af þessu tagi. Auk GPS-kerfisins sem Bandaríkin eiga rekur Rússland sitt eigið kerfi, Glonass. Þá vinnur Evrópska geimvísindastofnunin að þróun staðsetningarnets sem fengið hefur nafnið Galileó.- bj
Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira