Nancy Sinatra nútímans 16. desember 2011 12:00 Lana Del Rey er söngkonan með dimmu röddina sem er að slá í gegn um þessar mundir með laginu Video Games. Fáir vita að hún hefur áður reynt fyrir sér í tónlistarbransanum og er dóttir milljarðamærings. Fáir hafa heyrt nafn Lönu Del Rey en fleiri hafa hins vegar heyrt lag hennar Video Games oftar en einu sinni á öldum ljósvakans upp á síðkastið. Lagið hefur slegið í gegn og tæplega tvær milljónir hlustað á myndbandið á You Tube. Í nóvember á þessu ári hélt Lana Del Rey sína fyrstu tónleika í Bretlandi og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Með Kurt Cobain, Thomas Newman og Bruce Springsteen sem sínar tónlistarfyrirmyndir vill Lana del Rey láta kalla sig Nancy Sinatra nútímans. Lana Del Rey heitir í raun Elizabeth Grant en hún hefur viðurkennt að listamannsnafnið var búið til af umboðsmönnum hennar til að selja fleiri plötur. Hún reyndi að koma sér á framfæri árið 2009 í poppbransanum en það mistókst og í ár sneri hún aftur með nýja ímynd. Meira hár, þykkari varir, betri lög og klæddí anda sjöunda áratugarins. Lana Del Rey er fædd og uppalin í New York og dóttir milljarðamæringsins Robs Grant, en sá bakgrunnur hefur valdið ímynd hennar nokkrum skaða enda skiptar skoðanir um hvort söngkonan hafi einfaldlega borgað sig áfram í tónlistarbransanum. En það verður ekki um það deilt að lagið Video Games er eitt af lögum ársins og nýjasta lag hennar, Born to Die, á eftir að klifra hátt upp listana á næstu vikum. Það bendir allt til þess að Lana Del Rey eigi eftir að fá nokkur tónlistarverðlaunin árið 2012. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Heilsan og hundarnir Heilsuvísir Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Lana Del Rey er söngkonan með dimmu röddina sem er að slá í gegn um þessar mundir með laginu Video Games. Fáir vita að hún hefur áður reynt fyrir sér í tónlistarbransanum og er dóttir milljarðamærings. Fáir hafa heyrt nafn Lönu Del Rey en fleiri hafa hins vegar heyrt lag hennar Video Games oftar en einu sinni á öldum ljósvakans upp á síðkastið. Lagið hefur slegið í gegn og tæplega tvær milljónir hlustað á myndbandið á You Tube. Í nóvember á þessu ári hélt Lana Del Rey sína fyrstu tónleika í Bretlandi og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Með Kurt Cobain, Thomas Newman og Bruce Springsteen sem sínar tónlistarfyrirmyndir vill Lana del Rey láta kalla sig Nancy Sinatra nútímans. Lana Del Rey heitir í raun Elizabeth Grant en hún hefur viðurkennt að listamannsnafnið var búið til af umboðsmönnum hennar til að selja fleiri plötur. Hún reyndi að koma sér á framfæri árið 2009 í poppbransanum en það mistókst og í ár sneri hún aftur með nýja ímynd. Meira hár, þykkari varir, betri lög og klæddí anda sjöunda áratugarins. Lana Del Rey er fædd og uppalin í New York og dóttir milljarðamæringsins Robs Grant, en sá bakgrunnur hefur valdið ímynd hennar nokkrum skaða enda skiptar skoðanir um hvort söngkonan hafi einfaldlega borgað sig áfram í tónlistarbransanum. En það verður ekki um það deilt að lagið Video Games er eitt af lögum ársins og nýjasta lag hennar, Born to Die, á eftir að klifra hátt upp listana á næstu vikum. Það bendir allt til þess að Lana Del Rey eigi eftir að fá nokkur tónlistarverðlaunin árið 2012. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Heilsan og hundarnir Heilsuvísir Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira