Skattamálið reynist Venstre harla erfitt 13. desember 2011 11:00 Helle Thorning-Schmidt og Stephen Kinnock Stephen, eiginmaður forsætisráðherra Danmerkur, er sonur Neils Kinnock, fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins.nordicphotos/AFP Grunur um óréttmæt afskipti stjórnar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, af skattamálum núverandi forsætisráðherra eru óðum að snúast upp í martröð fyrir flokk Rasmussens, hægriflokkinn Venstre sem nú er í stjórnarandstöðu. Rannsóknarnefnd fær nú það verkefni að kalla bæði Rasmussen og Troels Lund Poulsen, sem var skattaráðherra í stjórn Rasmussens, í yfirheyrslur sem hugsanlega verður sjónvarpað beint. Sérfræðingar telja líkur á að málið geti endað fyrir landsdómi, komi í ljós að skattaráðuneytið hafi misnotað völd sín til að klekkja á pólitískum andstæðingi. Forsagan er sú að sumarið 2010 birtust í dönskum fjölmiðlum upplýsingar um persónuleg skattamál Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðin forsætisráðherra landsins. Grunsemdir vöknuðu um að hún og eiginmaður hennar, Stephen Kinnock, hefðu svikið undan skatti. Þau voru hreinsuð af þeim grun fáeinum vikum síðar, en undanfarið hefur athyglin beinst að því hver lak þessum persónuupplýsingum í fjölmiðla sumarið 2010. Vaxandi grunur beinist að Peter Arnfeldt, sem var fjölmiðlafulltrúi Poulsens, þáverandi skattamálaráðherra. Alvarlegast væri ef Poulsen eða starfsmenn hans í ráðuneytinu yrðu uppvísir að því að hafa reynt að hafa bein eða óbein afskipti af skattamálum þeirra hjóna. Sjálfur neitar Poulsen þessu og Rasmussen segist ekkert vita. „Við erum öll mjög spennt að sjá hve stór skaðinn verður,“ hefur danska dagblaðið Politiken eftir ónefndum talsmanni Venstre. Dönsku dagblöðin B.T. og Ekstra Bladet sitja einnig undir gagnrýni fyrir að hafa birt upplýsingarnar sem lekið var til þeirra. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Sjá meira
Grunur um óréttmæt afskipti stjórnar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, af skattamálum núverandi forsætisráðherra eru óðum að snúast upp í martröð fyrir flokk Rasmussens, hægriflokkinn Venstre sem nú er í stjórnarandstöðu. Rannsóknarnefnd fær nú það verkefni að kalla bæði Rasmussen og Troels Lund Poulsen, sem var skattaráðherra í stjórn Rasmussens, í yfirheyrslur sem hugsanlega verður sjónvarpað beint. Sérfræðingar telja líkur á að málið geti endað fyrir landsdómi, komi í ljós að skattaráðuneytið hafi misnotað völd sín til að klekkja á pólitískum andstæðingi. Forsagan er sú að sumarið 2010 birtust í dönskum fjölmiðlum upplýsingar um persónuleg skattamál Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðin forsætisráðherra landsins. Grunsemdir vöknuðu um að hún og eiginmaður hennar, Stephen Kinnock, hefðu svikið undan skatti. Þau voru hreinsuð af þeim grun fáeinum vikum síðar, en undanfarið hefur athyglin beinst að því hver lak þessum persónuupplýsingum í fjölmiðla sumarið 2010. Vaxandi grunur beinist að Peter Arnfeldt, sem var fjölmiðlafulltrúi Poulsens, þáverandi skattamálaráðherra. Alvarlegast væri ef Poulsen eða starfsmenn hans í ráðuneytinu yrðu uppvísir að því að hafa reynt að hafa bein eða óbein afskipti af skattamálum þeirra hjóna. Sjálfur neitar Poulsen þessu og Rasmussen segist ekkert vita. „Við erum öll mjög spennt að sjá hve stór skaðinn verður,“ hefur danska dagblaðið Politiken eftir ónefndum talsmanni Venstre. Dönsku dagblöðin B.T. og Ekstra Bladet sitja einnig undir gagnrýni fyrir að hafa birt upplýsingarnar sem lekið var til þeirra. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Sjá meira