Rándýrt að fá dómara út á land Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. desember 2011 08:00 Það er mikið álag á okkar bestu dómurum. vanþakklátt starf Körfubolta- og handknattleiksdómarar þurfa oft að leggja mikið á sig til þess að vinna hið vanþakkláta starf dómarans. Sitt sýnist hverjum um laun dómaranna, en þeir eru flestir undir miklu álagi enda skortur á dómurum sem gefur til kynna að menn séu ekki að fara í dómgæslu út af peningunum. Það er að ýmsu að hyggja í rekstri íþróttafélaga og einn stór liður hjá körfubolta- og handknattleiksdeildum er dómara- og ferðakostnaður. Knattspyrnudeildir landsins þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessum útgjaldalið því KSÍ greiðir allan dómara- og ferðakostnað fyrir sín félög, en KSÍ hefur úr mun meiri peningum að spila en HSÍ og KKÍ. Það er sérstaklega dýrt fyrir HSÍ og KKÍ að senda dómara út á land, en það kostar yfir 100 þúsund krónur að senda dómara á leiki á Akureyri sem og á Sauðárkróki. Álíka dýrt er að senda dómara til Vestmannaeyja, enda þarf oftast að fljúga þangað. „Við erum nýbúnir að hækka dómarakostnaðinn hjá okkur um 15 prósent. Þetta var mikið rætt og í dag er almenn sátt um þessa verðskrá. Það þarf að greiða fyrir þessa þjónustu eins og aðra," segir Hannes Jón Jónsson, formaður KKÍ, en hann segir sitt samband hafa gert sitt besta til þess að draga úr kostnaði við leiki úti á landi. Jafn mikill kostnaður fyrir öll félögin„Við erum að senda dómara í Stykkishólm og til Sauðárkróks á bílaleigubílum og sá samningur er að spara hreyfingunni hátt í milljón á ársgrundvelli," segir Hannes, en þó svo að það sé dýrara að fá dómara út á land þýðir það ekki að viðkomandi félag þurfi að greiða meira en liðin í bænum. KKÍ er með jöfnunarsjóð og kostnaðurinn dreifist því jafnt á öll liðin. Hannes segir að nánast allir dómarar komi frá höfuðborgarsvæðinu og til að mynda séu engir dómarar á Akureyri sem geti dæmt í efstu deild. Annað vandamál sem íþróttirnar glíma við er mönnun á leikjum, enda eru dómarar með réttindi til þess að dæma í efstu deild ekki á hverju strái. „Það er stundum erfitt og það er staðreynd að við eigum ekki nóg af dómurum. Þetta eru margir leikir og það er mikið álag á okkar bestu dómurum. Okkur vantar fleiri dómara svo álagið á dómarana verði eðlilegt," segir Hannes, en hann segir ágætis þátttöku vera á dómaranámskeiðum. Sitt sýnist hverjum um þennan kostnað en Hannes bendir á að það verði að greiða ágætlega fyrir vinnuna svo dómarar haldist í starfi. „Það þarf að vera einhver gulrót en auðvitað velta menn fyrir sér hvort gjaldið sé of hátt eða of lágt. Mitt mat er að dómararnir séu að fá sanngjarnar greiðslur fyrir sína vinnu." HSÍ greiðir ferðakostnað fyrir félögin„HSÍ greiðir ferðakostnaðinn í efstu deildunum og dagpeninga. Liðin standa því eftir með eingöngu dómarakostnaðinn, sem og kostnað vegna eftirlitsdómara þegar það á við," segir Róbert Geir Gíslason hjá HSÍ um dómarakostnaðinn í handboltanum, sem er því nokkuð minni en í körfunni. Róbert segir að engu að síður finnist mönnum í hreyfingunni dómarakostnaðurinn vera of hár. HSÍ, rétt eins og KKÍ, lækkar ferðakostnað með því að senda dómara á leiki á bifreiðum í eigu sambandsins eða á bílaleigubílum. „Það er búið að gjörbreyta gjaldskránni hjá okkur á síðustu þrem árum. Við erum líka búnir að einfalda hana mikið og samræma kostnað. Það hefur ekki orðið mikil hækkun, rétt í kringum 4 prósent á þessu ári," segir Róbert Geir. TölurnarHandbolti Meistaraflokkur karla og kvenna (úrvalsdeild og 1.deild karla) Dómgæsla (per dómara): 15.140 kr. - Eftirlitsdómari: 10.280 kr. Félag greiðir 13.940 kr. vegna dómgæslu, 9.080 kr. vegna eftirlitsdómara. HSÍ greiðir 1.200 kr. vegna eftirlits og dómara. Meistarakeppni HSÍ: dómgæsla 15.140 kr. / eftirlit 10.280 kr. Deildarbikarkeppni: dómgæsla 15.140 kr. / eftirlit 10.280 kr. Bikarkeppni að 4-liða úrslitum: dómgæsla 15.140 kr. / eftirlit 10.280 kr. Bikarkeppni frá og með 4-liða úrslitum: dómgæsla 24.120 kr. / eftirlit 14.770 kr. Umspil: dómgæsla - 24.120 kr. / eftirlit 14.770 kr. Úrslitakeppni: dómgæsla - 24.120 kr. / eftirlit 14.770 kr. Utandeild: dómgæsla - 8.540 kr. 2. og 3. flokkur karla og kvenna: Íslandsmót og bikarkeppni: dómgæsla - 10.890 kr. 4. flokkur karla og kvenna: Íslandsmót og bikarkeppni: dómgæsla - 9.830 kr.Ferðakostnaður: Höfuðborgarsvæði - Selfoss: 12.650 kr. Höfuðborgarsvæði - Reykjanesbær: 8.210 kr. Kostnaður á öðrum leiðum: 111 kr/km Dagpeningar: Gisting og fæði í einn sólarhring: 20.800 kr. Gisting í einn sólarhring: 11.100 kr. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag: 9.700 kr. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag: 4.850 kr. Fæði í hálfan dag, minnst 4 tíma ferðalag: 2.000 kr.Körfubolti Ef við miðum við að dómari sé að koma alltaf frá Reykjavík þá leggur hann fram eftirfarandi reikning Leikur í Iceland Expressdeild karla á Höfuðborgarsvæðinu: Dómaralaun 13.200 + akstur innan svæðis 3.500 = 16.700 Leikur í Iceland Expressdeild karla í Reykjanesbæ: Dómaralaun 13.200 + akstur 13.000 + fæði 2.500 = 28.700 Leikur í Iceland Expressdeild karla í Stykkishólmi: Dómaralaun 13.200 + akstur 40.800 + göng 2.000 +fæði 4.850 = 60.850 Leikur í Iceland Expressdeild karla á Sauðárkrók: Dómaralaun 13.200 + akstur 71.200 + göng 2.000 +fæði 9.700 = 96.100 Leikur í 1.d.karla á Egilsstöðum ( flogið fram og til baka sama dag/kvöld ef um virkan dag er að ræða geta dómarar innheimt fjarveruálag til kl.17:00 ) Dómaralaun 9.000 + akstur innan svæðis 3.500 + fæði 4.850 + fjarveruálag 2 klst 1.600*2 = 20.550 ( við bætist svo flug sem Höttur sér um að leggja út fyrir og greiða ) Leikur í 1.d.karla á Ísafirði ( þar er yfirleitt gist þar sem ekki er flogið til/frá Ísafirði þar sem of dimmt er þegar líða tekur á daginn og ekki lýsingar á flugvellinum eins og best er á kosið) Dómaralaun 9.000 + akstur innan svæðis 3.500 + fæði 9.700 + fjarveruálag 2klst 1.600*2 = 25.400 ( við bætist svo flug og gisting sem KFÍ sér um að leggja út fyrir og greiða )Dómaralaun: Úrslitaleikur karla í Poweradebikarnum og leikir í úrslitum Iceland Expressdeildar karla 34.000 Úrslitaleikur í Poweradbikarbikar kvenna - 27.100 Leikir í úrslitum Iceland Expressdeildar kvenna - 20.300 Iceland Expressdeild karla - 13.200 Iceland Expressdeild kvenna - 9.800 1.d.karla - 9.000 2.d.karla og 1.d.kvenna - 4.700 Yngri flokkar - 4.700Aksturskostnaður: Iceland Expressdeildirnar og 1.d.karla - 3.500 innan svæðis Aðrar deildir og yngri flokkar - 2.000 kr.innan svæðis Reykjavík–Reykjanes 11.500 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald = 13.000) Reykjavík –Hveragerði 11.100 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald = 12.600 ) Reykjavík-Borgarnes 17.500 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald = 19.000 ) + göngin 2.000 = 21.000 Reykjavík-Stykkishólmur 39.300 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald = 40.800 ) + göngin 2.000 =42.800 Reykjavík- Sauðárkrókur 69.700 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald 71.200) + göngin 2.000 = 73.200Fæðiskostnaður: Reykjavík-Reykjanes 2.500 Reykjavík –Hveragerði 2.500 Reykjavík-Borgarnes 2.500 Reykjavík-Stykkishólmur 4.850 Reykjavík-Sauðárkrókur 9.700 Innlendar Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Skaut kúlunni í rassinn á kylfusveini Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Sjá meira
vanþakklátt starf Körfubolta- og handknattleiksdómarar þurfa oft að leggja mikið á sig til þess að vinna hið vanþakkláta starf dómarans. Sitt sýnist hverjum um laun dómaranna, en þeir eru flestir undir miklu álagi enda skortur á dómurum sem gefur til kynna að menn séu ekki að fara í dómgæslu út af peningunum. Það er að ýmsu að hyggja í rekstri íþróttafélaga og einn stór liður hjá körfubolta- og handknattleiksdeildum er dómara- og ferðakostnaður. Knattspyrnudeildir landsins þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessum útgjaldalið því KSÍ greiðir allan dómara- og ferðakostnað fyrir sín félög, en KSÍ hefur úr mun meiri peningum að spila en HSÍ og KKÍ. Það er sérstaklega dýrt fyrir HSÍ og KKÍ að senda dómara út á land, en það kostar yfir 100 þúsund krónur að senda dómara á leiki á Akureyri sem og á Sauðárkróki. Álíka dýrt er að senda dómara til Vestmannaeyja, enda þarf oftast að fljúga þangað. „Við erum nýbúnir að hækka dómarakostnaðinn hjá okkur um 15 prósent. Þetta var mikið rætt og í dag er almenn sátt um þessa verðskrá. Það þarf að greiða fyrir þessa þjónustu eins og aðra," segir Hannes Jón Jónsson, formaður KKÍ, en hann segir sitt samband hafa gert sitt besta til þess að draga úr kostnaði við leiki úti á landi. Jafn mikill kostnaður fyrir öll félögin„Við erum að senda dómara í Stykkishólm og til Sauðárkróks á bílaleigubílum og sá samningur er að spara hreyfingunni hátt í milljón á ársgrundvelli," segir Hannes, en þó svo að það sé dýrara að fá dómara út á land þýðir það ekki að viðkomandi félag þurfi að greiða meira en liðin í bænum. KKÍ er með jöfnunarsjóð og kostnaðurinn dreifist því jafnt á öll liðin. Hannes segir að nánast allir dómarar komi frá höfuðborgarsvæðinu og til að mynda séu engir dómarar á Akureyri sem geti dæmt í efstu deild. Annað vandamál sem íþróttirnar glíma við er mönnun á leikjum, enda eru dómarar með réttindi til þess að dæma í efstu deild ekki á hverju strái. „Það er stundum erfitt og það er staðreynd að við eigum ekki nóg af dómurum. Þetta eru margir leikir og það er mikið álag á okkar bestu dómurum. Okkur vantar fleiri dómara svo álagið á dómarana verði eðlilegt," segir Hannes, en hann segir ágætis þátttöku vera á dómaranámskeiðum. Sitt sýnist hverjum um þennan kostnað en Hannes bendir á að það verði að greiða ágætlega fyrir vinnuna svo dómarar haldist í starfi. „Það þarf að vera einhver gulrót en auðvitað velta menn fyrir sér hvort gjaldið sé of hátt eða of lágt. Mitt mat er að dómararnir séu að fá sanngjarnar greiðslur fyrir sína vinnu." HSÍ greiðir ferðakostnað fyrir félögin„HSÍ greiðir ferðakostnaðinn í efstu deildunum og dagpeninga. Liðin standa því eftir með eingöngu dómarakostnaðinn, sem og kostnað vegna eftirlitsdómara þegar það á við," segir Róbert Geir Gíslason hjá HSÍ um dómarakostnaðinn í handboltanum, sem er því nokkuð minni en í körfunni. Róbert segir að engu að síður finnist mönnum í hreyfingunni dómarakostnaðurinn vera of hár. HSÍ, rétt eins og KKÍ, lækkar ferðakostnað með því að senda dómara á leiki á bifreiðum í eigu sambandsins eða á bílaleigubílum. „Það er búið að gjörbreyta gjaldskránni hjá okkur á síðustu þrem árum. Við erum líka búnir að einfalda hana mikið og samræma kostnað. Það hefur ekki orðið mikil hækkun, rétt í kringum 4 prósent á þessu ári," segir Róbert Geir. TölurnarHandbolti Meistaraflokkur karla og kvenna (úrvalsdeild og 1.deild karla) Dómgæsla (per dómara): 15.140 kr. - Eftirlitsdómari: 10.280 kr. Félag greiðir 13.940 kr. vegna dómgæslu, 9.080 kr. vegna eftirlitsdómara. HSÍ greiðir 1.200 kr. vegna eftirlits og dómara. Meistarakeppni HSÍ: dómgæsla 15.140 kr. / eftirlit 10.280 kr. Deildarbikarkeppni: dómgæsla 15.140 kr. / eftirlit 10.280 kr. Bikarkeppni að 4-liða úrslitum: dómgæsla 15.140 kr. / eftirlit 10.280 kr. Bikarkeppni frá og með 4-liða úrslitum: dómgæsla 24.120 kr. / eftirlit 14.770 kr. Umspil: dómgæsla - 24.120 kr. / eftirlit 14.770 kr. Úrslitakeppni: dómgæsla - 24.120 kr. / eftirlit 14.770 kr. Utandeild: dómgæsla - 8.540 kr. 2. og 3. flokkur karla og kvenna: Íslandsmót og bikarkeppni: dómgæsla - 10.890 kr. 4. flokkur karla og kvenna: Íslandsmót og bikarkeppni: dómgæsla - 9.830 kr.Ferðakostnaður: Höfuðborgarsvæði - Selfoss: 12.650 kr. Höfuðborgarsvæði - Reykjanesbær: 8.210 kr. Kostnaður á öðrum leiðum: 111 kr/km Dagpeningar: Gisting og fæði í einn sólarhring: 20.800 kr. Gisting í einn sólarhring: 11.100 kr. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag: 9.700 kr. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag: 4.850 kr. Fæði í hálfan dag, minnst 4 tíma ferðalag: 2.000 kr.Körfubolti Ef við miðum við að dómari sé að koma alltaf frá Reykjavík þá leggur hann fram eftirfarandi reikning Leikur í Iceland Expressdeild karla á Höfuðborgarsvæðinu: Dómaralaun 13.200 + akstur innan svæðis 3.500 = 16.700 Leikur í Iceland Expressdeild karla í Reykjanesbæ: Dómaralaun 13.200 + akstur 13.000 + fæði 2.500 = 28.700 Leikur í Iceland Expressdeild karla í Stykkishólmi: Dómaralaun 13.200 + akstur 40.800 + göng 2.000 +fæði 4.850 = 60.850 Leikur í Iceland Expressdeild karla á Sauðárkrók: Dómaralaun 13.200 + akstur 71.200 + göng 2.000 +fæði 9.700 = 96.100 Leikur í 1.d.karla á Egilsstöðum ( flogið fram og til baka sama dag/kvöld ef um virkan dag er að ræða geta dómarar innheimt fjarveruálag til kl.17:00 ) Dómaralaun 9.000 + akstur innan svæðis 3.500 + fæði 4.850 + fjarveruálag 2 klst 1.600*2 = 20.550 ( við bætist svo flug sem Höttur sér um að leggja út fyrir og greiða ) Leikur í 1.d.karla á Ísafirði ( þar er yfirleitt gist þar sem ekki er flogið til/frá Ísafirði þar sem of dimmt er þegar líða tekur á daginn og ekki lýsingar á flugvellinum eins og best er á kosið) Dómaralaun 9.000 + akstur innan svæðis 3.500 + fæði 9.700 + fjarveruálag 2klst 1.600*2 = 25.400 ( við bætist svo flug og gisting sem KFÍ sér um að leggja út fyrir og greiða )Dómaralaun: Úrslitaleikur karla í Poweradebikarnum og leikir í úrslitum Iceland Expressdeildar karla 34.000 Úrslitaleikur í Poweradbikarbikar kvenna - 27.100 Leikir í úrslitum Iceland Expressdeildar kvenna - 20.300 Iceland Expressdeild karla - 13.200 Iceland Expressdeild kvenna - 9.800 1.d.karla - 9.000 2.d.karla og 1.d.kvenna - 4.700 Yngri flokkar - 4.700Aksturskostnaður: Iceland Expressdeildirnar og 1.d.karla - 3.500 innan svæðis Aðrar deildir og yngri flokkar - 2.000 kr.innan svæðis Reykjavík–Reykjanes 11.500 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald = 13.000) Reykjavík –Hveragerði 11.100 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald = 12.600 ) Reykjavík-Borgarnes 17.500 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald = 19.000 ) + göngin 2.000 = 21.000 Reykjavík-Stykkishólmur 39.300 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald = 40.800 ) + göngin 2.000 =42.800 Reykjavík- Sauðárkrókur 69.700 ( í IEX deildunum og 1.d.karla bætist við 1500 kr.gjald 71.200) + göngin 2.000 = 73.200Fæðiskostnaður: Reykjavík-Reykjanes 2.500 Reykjavík –Hveragerði 2.500 Reykjavík-Borgarnes 2.500 Reykjavík-Stykkishólmur 4.850 Reykjavík-Sauðárkrókur 9.700
Innlendar Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Skaut kúlunni í rassinn á kylfusveini Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Sjá meira