Boðar þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Búrma 2. desember 2011 00:00 Málin rædd Hillary Clinton snæddi kvöldverð með Aung San Suu Kyi á heimili háttsetts bandarísks erindreka í Rangoon í Búrma í gær, og mun eiga formlegan fund með henni í dag.Nordicphotos/AFP Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Búrma að halda áfram úrbótum í lýðræðisátt og sleppa öllum pólitískum föngum úr haldi nú þegar. Hún boðaði í gær tilslakanir á refsiaðgerðum gegn landinu. Clinton kom í opinbera heimsókn til Búrma í gær. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn háttsetts útsendara bandarískra stjórnvalda til Búrma í hálfa öld. Með heimsókninni segir hún Bandaríkin viðurkenna að herforingjastjórnin í landinu hafi á undanförnum árum gert mikilvægar breytingar í lýðræðisátt. Clinton sagði þó mikið vanta upp á hjá stjórnvöldum í landinu. Hún hvatti herforingjastjórnina til að hætta ofsóknum gegn minnihlutahópum, og slíta öll hernaðarleg tengsl landsins við Norður-Kóreu. „Einn pólitískur fangi er einum of mikið,“ sagði Clinton. Skömmu síðar hitti hún einn af frægustu pólitísku föngum samtímans, friðarverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, Henni var sleppt úr stofufangelsi í fyrra eftir tveggja áratuga frelsisskerðingu. Clinton snæddi kvöldmat með Suu Kyi, og afhenti henni bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Clinton og Suu Kyi munu eiga formlegri fund í dag. Fyrr í gær átti Clinton fund með Thein Sein, forseta Búrma. Þar afhenti hún bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir áhuga á að styrkja tengsl landanna geri stjórnvöld í Burma nauðsynlegar umbætur í lýðræðisátt. Hún sagði samskipti landanna þó ekki komin á það stig að bandarísk stjórnvöld íhugi að aflétta viðskiptaþvingunum sem hafa verið í gildi áratugum saman. Bandarísk stjórnvöld muni þó verðlauna leiðtoga landsins fyrir frekari umbætur í lýðræðisátt. „Ég kom til að meta hvort nú sé rétti tíminn til að snúa við blaðinu í samskiptum þjóða okkar,“ sagði Clinton. Meðal þeirra tilslakana sem hún tilkynnti um í gær var að heimila aukið samstarf Búrma við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þá sagði hún bandarísk stjórnvöld muna og beita sér fyrir því að verkefni Sameinuðu þjóðanna í Búrma sem snúa að heilbrigðismálum og baráttunni við eiturlyf verði efld. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Búrma að halda áfram úrbótum í lýðræðisátt og sleppa öllum pólitískum föngum úr haldi nú þegar. Hún boðaði í gær tilslakanir á refsiaðgerðum gegn landinu. Clinton kom í opinbera heimsókn til Búrma í gær. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn háttsetts útsendara bandarískra stjórnvalda til Búrma í hálfa öld. Með heimsókninni segir hún Bandaríkin viðurkenna að herforingjastjórnin í landinu hafi á undanförnum árum gert mikilvægar breytingar í lýðræðisátt. Clinton sagði þó mikið vanta upp á hjá stjórnvöldum í landinu. Hún hvatti herforingjastjórnina til að hætta ofsóknum gegn minnihlutahópum, og slíta öll hernaðarleg tengsl landsins við Norður-Kóreu. „Einn pólitískur fangi er einum of mikið,“ sagði Clinton. Skömmu síðar hitti hún einn af frægustu pólitísku föngum samtímans, friðarverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, Henni var sleppt úr stofufangelsi í fyrra eftir tveggja áratuga frelsisskerðingu. Clinton snæddi kvöldmat með Suu Kyi, og afhenti henni bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta. Clinton og Suu Kyi munu eiga formlegri fund í dag. Fyrr í gær átti Clinton fund með Thein Sein, forseta Búrma. Þar afhenti hún bréf frá Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann lýsir áhuga á að styrkja tengsl landanna geri stjórnvöld í Burma nauðsynlegar umbætur í lýðræðisátt. Hún sagði samskipti landanna þó ekki komin á það stig að bandarísk stjórnvöld íhugi að aflétta viðskiptaþvingunum sem hafa verið í gildi áratugum saman. Bandarísk stjórnvöld muni þó verðlauna leiðtoga landsins fyrir frekari umbætur í lýðræðisátt. „Ég kom til að meta hvort nú sé rétti tíminn til að snúa við blaðinu í samskiptum þjóða okkar,“ sagði Clinton. Meðal þeirra tilslakana sem hún tilkynnti um í gær var að heimila aukið samstarf Búrma við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þá sagði hún bandarísk stjórnvöld muna og beita sér fyrir því að verkefni Sameinuðu þjóðanna í Búrma sem snúa að heilbrigðismálum og baráttunni við eiturlyf verði efld. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira