Draumur að rætast að fá að hitta poppkónginn 25. nóvember 2011 10:30 Páll Óskar ætlar að hitta þá Daryl Brown og Craig Murray þegar þeir koma til Íslands. Þetta ástralska par er miklir Frostrósa-aðdáendur og eru hér á góðri stundu með Regínu Ósk og Friðriki Ómari. xxx „Ég held alveg sérstaklega upp á Pál Óskar. Ég hef haft áhuga á tónlistinni hans síðan 1987 og Eurovision síðan hann flutti Minn hinsti dans. Í raun og veru er það hann sem vakti hjá mér áhuga á íslenskri tónlist og þá sérstaklega Eurovision.“ Þetta segir Craig Murray, einlægur ástralskur Íslandsvinur og tónleikagestur Frostrósa, sem langar alveg sérstaklega til að hitta Pál Óskar Hjálmtýsson þegar hann og sambýlingur hans, Daryl Brown, koma hingað til Íslands skömmu fyrir jól. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst reyndu Murray og Brown að fá fund hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, hún væri nánast í guðatölu hjá þeim. Murray upplýsir að hann hafi sent aðstoðarmanni Jóhönnu fyrirspurn um hvort þeir gætu fengið mynd af sér með íslenska forsætisráðherranum. „En það reyndist ekki vera hægt,“ segir Murray, sem fær hins vegar þann draum sinn uppfylltan að hitta Pál Óskar. Því þegar Fréttablaðið hafði samband við íslensku poppstjörnuna stóð ekki á honum. „Auðvitað, ég tek þeim opnum örmum og geri vel við þá. Eru þeir ekki miklir Eurovision-aðdáendur?“ segir Páll. Murray átti ekki orð þegar Fréttablaðið flutti honum þessi tíðindi og ástralski Eurovision-aðdáandinn sagðist vera hamingjusamasti maður Ástralíu um þessar mundir. Fundur þeirra þriggja á eflaust eftir að vera rúsínan í pylsuendanum því þeir Murray og Brown eiga 20 ára sambýlisafmæli þegar þeir koma hingað og Murray sjálfur verður fimmtugur meðan á Íslandsdvölinni stendur. Þeir félagar verða á tónleikum Frostrósa á Akureyri hinn 17. desember og ætla síðan að drekka í sig hina rammíslensku jólastemningu fyrir norðan og á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að við munum skemmta okkur konunglega þegar við komum,“ segir Murray. freyrgigja@frettabladid.is Íslandsvinir Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
xxx „Ég held alveg sérstaklega upp á Pál Óskar. Ég hef haft áhuga á tónlistinni hans síðan 1987 og Eurovision síðan hann flutti Minn hinsti dans. Í raun og veru er það hann sem vakti hjá mér áhuga á íslenskri tónlist og þá sérstaklega Eurovision.“ Þetta segir Craig Murray, einlægur ástralskur Íslandsvinur og tónleikagestur Frostrósa, sem langar alveg sérstaklega til að hitta Pál Óskar Hjálmtýsson þegar hann og sambýlingur hans, Daryl Brown, koma hingað til Íslands skömmu fyrir jól. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst reyndu Murray og Brown að fá fund hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, hún væri nánast í guðatölu hjá þeim. Murray upplýsir að hann hafi sent aðstoðarmanni Jóhönnu fyrirspurn um hvort þeir gætu fengið mynd af sér með íslenska forsætisráðherranum. „En það reyndist ekki vera hægt,“ segir Murray, sem fær hins vegar þann draum sinn uppfylltan að hitta Pál Óskar. Því þegar Fréttablaðið hafði samband við íslensku poppstjörnuna stóð ekki á honum. „Auðvitað, ég tek þeim opnum örmum og geri vel við þá. Eru þeir ekki miklir Eurovision-aðdáendur?“ segir Páll. Murray átti ekki orð þegar Fréttablaðið flutti honum þessi tíðindi og ástralski Eurovision-aðdáandinn sagðist vera hamingjusamasti maður Ástralíu um þessar mundir. Fundur þeirra þriggja á eflaust eftir að vera rúsínan í pylsuendanum því þeir Murray og Brown eiga 20 ára sambýlisafmæli þegar þeir koma hingað og Murray sjálfur verður fimmtugur meðan á Íslandsdvölinni stendur. Þeir félagar verða á tónleikum Frostrósa á Akureyri hinn 17. desember og ætla síðan að drekka í sig hina rammíslensku jólastemningu fyrir norðan og á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að við munum skemmta okkur konunglega þegar við komum,“ segir Murray. freyrgigja@frettabladid.is
Íslandsvinir Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira