Morðingi Heidi Thisland-Jensen var dæmdur til fimmtán ára fangelsisvistar í Mandal í Noregi í gær.
Maðurinn, sem er fyrrverandi kærasti Heidi, stakk hana til bana í mars síðastliðnum og hefur játað á sig brotið. Auk fangelsisvistar er manninum gert að greiða syni hennar, Leif Magnúsi Grétarssyni, hálfa milljón norskra króna.
Leif Magnús, sem er átta ára gamall, fluttist til föðurfjölskyldu sinnar í Vestmannaeyjum þegar móðir hans lést.
