Á fleiri félög en hinir bankarnir 11. nóvember 2011 06:00 Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og verður stuðst við þá tölu. Alls átti bankinn sjálfur beina eignaraðild að sex félögum á þeim tíma sem tölur FME voru teknar saman. Stærstu eignirnar eru 29,6% hlutur í Reitum, 19% hlutur í Icelandic Group, 10,9% hlutur í Hampiðjunni og 6,3% hlutur í Marel. Til viðbótar seldi bankinn dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) í upphafi árs. Með Vestia fylgdi stór hluti í Icelandic Group, 79% hlutur í Skýrr, 100% hlutur í Húsasmiðjunni, 79% hlutur í Vodafone og 100% hlutur í Plastprent. Auk þess á FSÍ tæplega 20% hlut í Icelandair Group, um 55% hlut í N1 og 40% í Promens. Eign Landsbankans í FSÍ er talið sem eitt félag í tölum FME. Bankinn á auk þess Fjárfestingafélagið Horn. Það átti 10 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum sínum. Síðan þá hefur þeim fækkað um eina. Fjögur félaga í eigu Horns starfa einvörðungu erlendis. Hin eru Eimskip (37,3%), Promens (49,8%), Egla (17,5% en félagið er í slitum), Intrum Justitia (33,3%) og Eyrir Invest (27,5%) sem á meðal annars 34,7% hlut í Marel. Til stendur að skrá Horn á markað snemma á næsta ári. Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans utan um stærri fasteignir, á 18 félög. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að mörg þeirra séu „ekki annað en heiti á eignarhaldsfélögum um ákveðin þróunarverkefni sem Reginn ehf. hefur á sinni könnu“. Stefnt er að því að skrá Regin á markað á næsta ári og losa félagið þannig frá Landsbankanum. Þriðja dótturfélagið, Hömlur ehf., átti síðan 15 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum um eignir bankanna. Síðan hafa tvö þeirra, Björgun ehf. og Pizza-Pizza ehf. (Dominos á Íslandi), verið seld út úr félaginu að öllu leyti. Við þetta má svo bæta að Landsbankinn eignaðist hlut í nokkrum fyrirtækjum þegar hann tók yfir SpKef fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum eiga þau það þó sameiginlegt að vera nánast öll í slitum. Sum þeirra eru í samkeppnisrekstri en bankinn „stefnir að því að losa sig frá þeim félögum hið fyrsta“. Fréttir Tengdar fréttir Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og verður stuðst við þá tölu. Alls átti bankinn sjálfur beina eignaraðild að sex félögum á þeim tíma sem tölur FME voru teknar saman. Stærstu eignirnar eru 29,6% hlutur í Reitum, 19% hlutur í Icelandic Group, 10,9% hlutur í Hampiðjunni og 6,3% hlutur í Marel. Til viðbótar seldi bankinn dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) í upphafi árs. Með Vestia fylgdi stór hluti í Icelandic Group, 79% hlutur í Skýrr, 100% hlutur í Húsasmiðjunni, 79% hlutur í Vodafone og 100% hlutur í Plastprent. Auk þess á FSÍ tæplega 20% hlut í Icelandair Group, um 55% hlut í N1 og 40% í Promens. Eign Landsbankans í FSÍ er talið sem eitt félag í tölum FME. Bankinn á auk þess Fjárfestingafélagið Horn. Það átti 10 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum sínum. Síðan þá hefur þeim fækkað um eina. Fjögur félaga í eigu Horns starfa einvörðungu erlendis. Hin eru Eimskip (37,3%), Promens (49,8%), Egla (17,5% en félagið er í slitum), Intrum Justitia (33,3%) og Eyrir Invest (27,5%) sem á meðal annars 34,7% hlut í Marel. Til stendur að skrá Horn á markað snemma á næsta ári. Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans utan um stærri fasteignir, á 18 félög. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að mörg þeirra séu „ekki annað en heiti á eignarhaldsfélögum um ákveðin þróunarverkefni sem Reginn ehf. hefur á sinni könnu“. Stefnt er að því að skrá Regin á markað á næsta ári og losa félagið þannig frá Landsbankanum. Þriðja dótturfélagið, Hömlur ehf., átti síðan 15 eignir þegar FME kallaði eftir upplýsingum um eignir bankanna. Síðan hafa tvö þeirra, Björgun ehf. og Pizza-Pizza ehf. (Dominos á Íslandi), verið seld út úr félaginu að öllu leyti. Við þetta má svo bæta að Landsbankinn eignaðist hlut í nokkrum fyrirtækjum þegar hann tók yfir SpKef fyrr á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum eiga þau það þó sameiginlegt að vera nánast öll í slitum. Sum þeirra eru í samkeppnisrekstri en bankinn „stefnir að því að losa sig frá þeim félögum hið fyrsta“.
Fréttir Tengdar fréttir Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. 11. nóvember 2011 05:00