Nýsköpun í atvinnumálum Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. nóvember 2011 06:00 Áhersla ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í atvinnumálum hefur m.a. verið að styðja við nýsköpun og vöxt sprotafyrirtækja sem lið í að auka fjölbreytni og leggja grunn að heilbrigðum og sjálfbærum vexti efnahagslífsins. Slík nýsköpun er ekki og á ekki að vera bundin við einkageirann og þannig voru t.d. afhent á dögunum fyrstu verðlaunin og viðurkenningar fyrir nýsköpun í starfsemi og rekstri hjá hinu opinbera. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að umhverfi sprota– og nýsköpunarfyrirtækja verði bætt með breytingu á skattalögum þannig að styðja megi við bakið á rannsóknar- og og þróunarstarfi. Við þetta hefur verið staðið og nú liggur árangurinn eftir fyrsta heila árið fyrir. Í október 2009 lagði undirritaður fram frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki í formi skattaafsláttar. Frumvarpið varð að lögum nr. 152/2009 og er markmið þeirra að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja. Lögin tóku gildi á árinu 2010 og ná þá í fyrsta sinn til heils rekstrarárs. Áhrif skattafsláttarins koma hins vegar ekki fram fyrr en nú í lok október 2011 við álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2010. Í grófum dráttum er afslátturinn allt að 20% af útlögðum kostnaði vegna rannsókna og þróunar hjá nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem fengið hafa staðfestingu Rannís sem slík, þó upp að ákveðnu hámarki. Afslátturinn er útborganlegur að því marki sem hann er hærri fjárhæð en þau opinberu gjöld sem lögð eru á umsækjanda skattafsláttarins eftir hefðbundna skuldajöfnun. Nú liggur fyrir að heildarfjárhæð skattafsláttarins vegna umsvifa á þessu sviði á árinu 2010 nam hátt í hálfum milljarði króna. Alls áttu 53 lögaðilar rétt á skattafslætti vegna kostnaðar við nýsköpun á árinu 2010 samkvæmt álagningu ársins 2011. Flest fyrirtækin, eða 48 talsins, fengu alla afsláttarfjárhæðina endurgreidda, eða samtals 440,9 m.kr. Af fyrirtækjunum 53 eru 39 skráð í Reykjavík, 13 í skattumdæmi Reykjaness og eitt fyrirtæki á Vestfjörðum. Meðalafsláttur á fyrirtæki er 9,2 m.kr. sem þýðir að meðalstærð verkefnis er 46 m.kr. Þegar rýnt er í skiptingu skattafsláttarins eftir atvinnugreinum má sjá svart á hvítu þá ánægjulegu staðreynd að fyrirtæki sem starfa við nýsköpun og hlotið hafa skattafsláttinn starfa á mjög fjölbreyttu sviði. Mjög mörg þeirra fást við hugbúnaðargerð eða hugbúnaðartengda starfsemi og taka þau til sín yfir 40% allra endurgreiðslnanna. Einnig er gróska t.d. í rannsóknar- og þróunarstarfi í líftækni, verkfræði og tækjaframleiðslu á búnaði til prófana og leiðsagnar og verkefnum á sviði matvælaframleiðslu og sorpsöfnunar. Svona mætti lengi áfram telja. En stuðningur við nýsköpun er að sjálfsögðu ekki eingöngu fólginn í skattafslætti vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Allt starfsumhverfið og stuðningskerfið skiptir þar máli. En, skattafslátturinn er viðbót og með honum eykst stuðningur ríkissjóðs verulega við nýsköpunarfyrirtæki, ekki síst í ljósi þess að stærstur hluti fjárhæðarinnar er greiddur út sem beinn styrkur. Til samanburðar er framlag ríkissjóðs til Tækniþróunarsjóðs, sem einnig hefur það hlutverk að styðja við rannsóknir, þróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, samtals 720 m.kr. í fjárlögum ársins 2011. Það þýðir að skattafslátturinn nemur tveimur þriðju hlutum af framlagi Tækniþróunarsjóðs og eykur þar með beint framlag ríkisins til nýsköpunarfyrirtækja um rúmlega 67% á þessu ári. Samanlögð framlög ríkisins til rannsókna, þróunar og nýsköpunar í þágu atvinnulífsins gegnum þennan tvíþætta farveg, nema því 1.205,6 m.kr. á árinu 2011. Með öðrum orðum, það verður tæpast annað sagt en að umrædd lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki hafi náð yfirlýstum tilgangi sínum um að örva nýsköpun, fjölga störfum og stuðla að verðmætaaukningu í efnahagslífinu. Landfræðileg dreifing umsækjenda er að vísu nokkurt umhugsunarefni en vonandi fjölgar enn í hópi þeirra sem nýta sér þennan möguleika í ár og fyrirtæki úr öllum landshlutum verða með þegar gert verður upp að ári. Á tímum þegar samfélagsleg umræða einkennist á köflum óhóflega mikið af sundurlyndi og bölmóði, ekki síst í umfjöllun um atvinnumál, er ekki úr vegi að vekja athygli á því sem vel er að takast. Hér hefur ríkisstjórnin sannarlega staðið við sitt og mætt jákvæðu andrúmslofti og samstarfsvilja þeirra sem mest sýsla við nýsköpunar- og þróunarmál. Þannig þarf að sameina kraftana á fleiri sviðum og leggja sameiginlega lóð á vogarskálar uppbyggingar og bjartsýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áhersla ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í atvinnumálum hefur m.a. verið að styðja við nýsköpun og vöxt sprotafyrirtækja sem lið í að auka fjölbreytni og leggja grunn að heilbrigðum og sjálfbærum vexti efnahagslífsins. Slík nýsköpun er ekki og á ekki að vera bundin við einkageirann og þannig voru t.d. afhent á dögunum fyrstu verðlaunin og viðurkenningar fyrir nýsköpun í starfsemi og rekstri hjá hinu opinbera. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að umhverfi sprota– og nýsköpunarfyrirtækja verði bætt með breytingu á skattalögum þannig að styðja megi við bakið á rannsóknar- og og þróunarstarfi. Við þetta hefur verið staðið og nú liggur árangurinn eftir fyrsta heila árið fyrir. Í október 2009 lagði undirritaður fram frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki í formi skattaafsláttar. Frumvarpið varð að lögum nr. 152/2009 og er markmið þeirra að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja. Lögin tóku gildi á árinu 2010 og ná þá í fyrsta sinn til heils rekstrarárs. Áhrif skattafsláttarins koma hins vegar ekki fram fyrr en nú í lok október 2011 við álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2010. Í grófum dráttum er afslátturinn allt að 20% af útlögðum kostnaði vegna rannsókna og þróunar hjá nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem fengið hafa staðfestingu Rannís sem slík, þó upp að ákveðnu hámarki. Afslátturinn er útborganlegur að því marki sem hann er hærri fjárhæð en þau opinberu gjöld sem lögð eru á umsækjanda skattafsláttarins eftir hefðbundna skuldajöfnun. Nú liggur fyrir að heildarfjárhæð skattafsláttarins vegna umsvifa á þessu sviði á árinu 2010 nam hátt í hálfum milljarði króna. Alls áttu 53 lögaðilar rétt á skattafslætti vegna kostnaðar við nýsköpun á árinu 2010 samkvæmt álagningu ársins 2011. Flest fyrirtækin, eða 48 talsins, fengu alla afsláttarfjárhæðina endurgreidda, eða samtals 440,9 m.kr. Af fyrirtækjunum 53 eru 39 skráð í Reykjavík, 13 í skattumdæmi Reykjaness og eitt fyrirtæki á Vestfjörðum. Meðalafsláttur á fyrirtæki er 9,2 m.kr. sem þýðir að meðalstærð verkefnis er 46 m.kr. Þegar rýnt er í skiptingu skattafsláttarins eftir atvinnugreinum má sjá svart á hvítu þá ánægjulegu staðreynd að fyrirtæki sem starfa við nýsköpun og hlotið hafa skattafsláttinn starfa á mjög fjölbreyttu sviði. Mjög mörg þeirra fást við hugbúnaðargerð eða hugbúnaðartengda starfsemi og taka þau til sín yfir 40% allra endurgreiðslnanna. Einnig er gróska t.d. í rannsóknar- og þróunarstarfi í líftækni, verkfræði og tækjaframleiðslu á búnaði til prófana og leiðsagnar og verkefnum á sviði matvælaframleiðslu og sorpsöfnunar. Svona mætti lengi áfram telja. En stuðningur við nýsköpun er að sjálfsögðu ekki eingöngu fólginn í skattafslætti vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Allt starfsumhverfið og stuðningskerfið skiptir þar máli. En, skattafslátturinn er viðbót og með honum eykst stuðningur ríkissjóðs verulega við nýsköpunarfyrirtæki, ekki síst í ljósi þess að stærstur hluti fjárhæðarinnar er greiddur út sem beinn styrkur. Til samanburðar er framlag ríkissjóðs til Tækniþróunarsjóðs, sem einnig hefur það hlutverk að styðja við rannsóknir, þróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, samtals 720 m.kr. í fjárlögum ársins 2011. Það þýðir að skattafslátturinn nemur tveimur þriðju hlutum af framlagi Tækniþróunarsjóðs og eykur þar með beint framlag ríkisins til nýsköpunarfyrirtækja um rúmlega 67% á þessu ári. Samanlögð framlög ríkisins til rannsókna, þróunar og nýsköpunar í þágu atvinnulífsins gegnum þennan tvíþætta farveg, nema því 1.205,6 m.kr. á árinu 2011. Með öðrum orðum, það verður tæpast annað sagt en að umrædd lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki hafi náð yfirlýstum tilgangi sínum um að örva nýsköpun, fjölga störfum og stuðla að verðmætaaukningu í efnahagslífinu. Landfræðileg dreifing umsækjenda er að vísu nokkurt umhugsunarefni en vonandi fjölgar enn í hópi þeirra sem nýta sér þennan möguleika í ár og fyrirtæki úr öllum landshlutum verða með þegar gert verður upp að ári. Á tímum þegar samfélagsleg umræða einkennist á köflum óhóflega mikið af sundurlyndi og bölmóði, ekki síst í umfjöllun um atvinnumál, er ekki úr vegi að vekja athygli á því sem vel er að takast. Hér hefur ríkisstjórnin sannarlega staðið við sitt og mætt jákvæðu andrúmslofti og samstarfsvilja þeirra sem mest sýsla við nýsköpunar- og þróunarmál. Þannig þarf að sameina kraftana á fleiri sviðum og leggja sameiginlega lóð á vogarskálar uppbyggingar og bjartsýni.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun