Jafnvægi í náttúrunni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Veiðinytjar eru eðlilegur þáttur í mannvist á Íslandi. Ég hef stundað fugla- og fiskveiðar og horft á veiðar á sjávar- og landspendýrum. Enda þótt veiðisaga landsins einkennist af athöfnum sem miða að ásættanlegri mataröflun og útivist er þar líka annað að finna; allt frá sorglegum veiðiþjófnaði eða drápum á friðuðum dýrum til athafna sem miða að því að fækka því sem okkur hefur orðið tamt að kalla meindýr eða varg. Þegar kemur að fuglum eða spendýrum er t.d. átt við hrafn, ref og háhyrning. Hugmyndafræðin er þessi: Ef við drepum ekki nógu marga einstaklinga ræna þeir af okkur bráð eða spilla landbúnaði. Einfalt og klárt. Um leið er að mestu litið framhjá þeim flóknu ferlum í náttúrunni sem stjórna því að ein tegund (sem hefur átt sér langtíma þróun í landinu) hvorki útrýmir né knésetur margar aðrar. Það var meginatriði í grein minni 12. okt. sem Árni Lund gerir rökstuddar og hógværar athugasemdir við. Og þess vegna dró ég upp mynd af Íslandi fyrir landnám þar sem ekki eigruðu tugþúsundir svangra refa um rjúpnalaust land og þúsundir arna skyggðu ekki á sólarljósið. Sambýli gæsa og refa í Þjórsárverum er dæmi um raunveruleikann. Æti refa er sennilega ekki sú stærð sem margir halda. Innbyrðis atferli dýra og eðli þeirra skýrir af hverju örfá hundruð arna, örfá þúsund fálka og smyrla, allmörg þúsund refa og óteljandi tugþúsundir alls konar fugla gætu þrifist á 90.000 ferkílómetrum lands, að undanskildum jöklunum. Fyrir 9.000 refi er 10 ferkílómetra veiðisvæði til reiðu hverju dýri, fullorðnu jafnt sem yrðlingi, vilji menn einfalda málið. Vissulega hefur maðurinn áhrif á fyrrgreint jafnvægi með athöfnum, jafnvel svo að tiltekinn stofn stækkar eða minnkar, en það gerir líka veðurfar og margt fleira. Ég hef ekki lagt til að refadrápi sé alveg hætt, heldur hvatt til þess að stofninn fái lífsrými sem hæfir þessum frumbyggja, en skilgreini það ekki því til þess skortir mig þekkingu. Refastofninn var kominn í 2.000 dýr þegar rannsóknir hófust. Það hefði dugað til að setja hann á válista á meginlandi Evrópu. Nú er hann sagður milli 8.000 og 10.000 dýr. Líklega telja dýrafræðingar hámarkið nálgast. Væri áhugavert að þeir blönduðu sér í upplýstar umræður um rándýr, menn, sauðfé og fugla. Fráleitt er að kenna stærri refastofni um umtalsverðar breytingar í íslenskri fuglafánu. Á þeim eru auðvitað fjölmargar skýringar og á tófan þar aðeins einn hlut að máli og alls ekki stærstan. Hann eigum við að þola. Það var inntakið í greininni. Ágreiningur okkar Árna kristallast í einni setningu hans: „Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum.“ Ég tel að rjúpur og refir þrífist ágætlega í bland báðum megin á fjallinu, því það sanni reynsla úr flestum löndum, t.d. Grænlandi, ásamt rannsóknum á sambýli rándýra og bráðar. Staðhæfingar um samstiga refafár og fuglauðn á Hornströndum og enn fremur um mikla viðvist fugla þar sem refaveiðar eru mestar gætu verið orðum auknar. Hvað Hornstrandir varðar bið ég um talnastudd rök með hliðsjón af rannsóknum á fæðuframboði fyrir fugla og vegferð þeirra á vetrarsetustöðum. Hvað staðbundið og blómlegt fuglalíf og fáa refi varðar mætti biðja um skýringar á því af hverju aðrir umhverfisþættir en refafjöldi eru undanskildir mati á fuglafánunni og af hverju til eru svæði með bærilega mörgum refum og býsna frjóu fuglalífi, sbr. Þingvallaþjóðgarð og nágrenni hans. Nútíminn hefur kennt að skipulagðar og oft óafturkræfar aðgerðir í vistkerfum til að þvinga fram gjörbreytt vægi milli ólíkra þátta eru andstæðar skynsamlegu sambýli manna og lífríkisins í kringum þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Veiðinytjar eru eðlilegur þáttur í mannvist á Íslandi. Ég hef stundað fugla- og fiskveiðar og horft á veiðar á sjávar- og landspendýrum. Enda þótt veiðisaga landsins einkennist af athöfnum sem miða að ásættanlegri mataröflun og útivist er þar líka annað að finna; allt frá sorglegum veiðiþjófnaði eða drápum á friðuðum dýrum til athafna sem miða að því að fækka því sem okkur hefur orðið tamt að kalla meindýr eða varg. Þegar kemur að fuglum eða spendýrum er t.d. átt við hrafn, ref og háhyrning. Hugmyndafræðin er þessi: Ef við drepum ekki nógu marga einstaklinga ræna þeir af okkur bráð eða spilla landbúnaði. Einfalt og klárt. Um leið er að mestu litið framhjá þeim flóknu ferlum í náttúrunni sem stjórna því að ein tegund (sem hefur átt sér langtíma þróun í landinu) hvorki útrýmir né knésetur margar aðrar. Það var meginatriði í grein minni 12. okt. sem Árni Lund gerir rökstuddar og hógværar athugasemdir við. Og þess vegna dró ég upp mynd af Íslandi fyrir landnám þar sem ekki eigruðu tugþúsundir svangra refa um rjúpnalaust land og þúsundir arna skyggðu ekki á sólarljósið. Sambýli gæsa og refa í Þjórsárverum er dæmi um raunveruleikann. Æti refa er sennilega ekki sú stærð sem margir halda. Innbyrðis atferli dýra og eðli þeirra skýrir af hverju örfá hundruð arna, örfá þúsund fálka og smyrla, allmörg þúsund refa og óteljandi tugþúsundir alls konar fugla gætu þrifist á 90.000 ferkílómetrum lands, að undanskildum jöklunum. Fyrir 9.000 refi er 10 ferkílómetra veiðisvæði til reiðu hverju dýri, fullorðnu jafnt sem yrðlingi, vilji menn einfalda málið. Vissulega hefur maðurinn áhrif á fyrrgreint jafnvægi með athöfnum, jafnvel svo að tiltekinn stofn stækkar eða minnkar, en það gerir líka veðurfar og margt fleira. Ég hef ekki lagt til að refadrápi sé alveg hætt, heldur hvatt til þess að stofninn fái lífsrými sem hæfir þessum frumbyggja, en skilgreini það ekki því til þess skortir mig þekkingu. Refastofninn var kominn í 2.000 dýr þegar rannsóknir hófust. Það hefði dugað til að setja hann á válista á meginlandi Evrópu. Nú er hann sagður milli 8.000 og 10.000 dýr. Líklega telja dýrafræðingar hámarkið nálgast. Væri áhugavert að þeir blönduðu sér í upplýstar umræður um rándýr, menn, sauðfé og fugla. Fráleitt er að kenna stærri refastofni um umtalsverðar breytingar í íslenskri fuglafánu. Á þeim eru auðvitað fjölmargar skýringar og á tófan þar aðeins einn hlut að máli og alls ekki stærstan. Hann eigum við að þola. Það var inntakið í greininni. Ágreiningur okkar Árna kristallast í einni setningu hans: „Hugmyndir sumra um að hægt sé að hafa mikið af rjúpu öðru megin á fjallinu og marga refi hinum megin ganga einfaldlega ekki upp, sbr. refafriðlandið á Hornströndum.“ Ég tel að rjúpur og refir þrífist ágætlega í bland báðum megin á fjallinu, því það sanni reynsla úr flestum löndum, t.d. Grænlandi, ásamt rannsóknum á sambýli rándýra og bráðar. Staðhæfingar um samstiga refafár og fuglauðn á Hornströndum og enn fremur um mikla viðvist fugla þar sem refaveiðar eru mestar gætu verið orðum auknar. Hvað Hornstrandir varðar bið ég um talnastudd rök með hliðsjón af rannsóknum á fæðuframboði fyrir fugla og vegferð þeirra á vetrarsetustöðum. Hvað staðbundið og blómlegt fuglalíf og fáa refi varðar mætti biðja um skýringar á því af hverju aðrir umhverfisþættir en refafjöldi eru undanskildir mati á fuglafánunni og af hverju til eru svæði með bærilega mörgum refum og býsna frjóu fuglalífi, sbr. Þingvallaþjóðgarð og nágrenni hans. Nútíminn hefur kennt að skipulagðar og oft óafturkræfar aðgerðir í vistkerfum til að þvinga fram gjörbreytt vægi milli ólíkra þátta eru andstæðar skynsamlegu sambýli manna og lífríkisins í kringum þá.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar