Til varnar stjórnmálum Hjálmar Sveinsson skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Það er afar vinsælt nú um stundir að úthúða stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum. Fyrir því er reyndar löng hefð, en síðustu misserin hefur andúðin náð áður óþekktum hæðum. Það er eins og búið sé að gefa skotleyfi á stjórnmálamenn og þeir virðast frekar varnarlausir. Sá siður hefur til að mynda fest sig í sessi að hrópa ókvæðisorð að íslenskum alþingismönnum á leið sinni úr Dómkirkjunni í Alþingishúsið og grýta í þá eggjum. SjálfsfyrirlitninginEkki er nóg með að eggjum rigni yfir alþingismenn. Í kommentakerfum vefmiðlanna er á hverjum degi heimtað að hreinsað verði út úr Alþingi. Í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins er meirihluti íslenskra stjórnmálamanna í borginni og á Alþingi kallaður fífl, fábjánar, trúðar, heimskingjar, svikarar, lygarar, dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Eflaust eru eigendur og útgefandi blaðsins ánægðir með stefnu og stíl ritstjórnarinnar. Ég held samt að enginn taki mark á þessu ofstæki og blinda hatri í bland við útúrsnúninga, uppnefni og einhverju sem virðist eiga að vera húmor. Þessi skrif gjaldfella sig sjálf. Við lifum í samfélagi sem gjaldfellir sjálft sig á hverjum einasta degi. Fyrirlitningin á stjórnmálastéttinni reynist stundum vera, þegar nánar er að gáð, tilbrigði við sjálfsfyrirlitningu. Auðvitað er gagnrýnið aðhald nauðsynlegt og það eru bara lélegir stjórnmálamenn sem kveinka sér undan harðri málefnalegri gagnrýni. Það verður líka að segjast fullum fetum að stjórnmálastéttin stóð sig ekki sérlega vel á vaktinni árin fyrir hrun íslenska fjármálakerfisins. Hrunið tók eitt og annað með sér í fallinu. Þar á meðal traustið til stjórnmálanna. Traustsskorturinn sýnir sig meðal annars í því að í skoðanakönnun eftir skoðanakönnun segjast aðeins 11 til 13 prósent bera mikið traust til Alþingis. Það er áhyggjuefni í landi þar sem þingræði er meginstoð stjórnskipunarinnar. ForsetagjáinVið þessar aðstæður hefur forseti Íslands tekið sér stöðu á áður óþekktum stað sem hann sjálfur hefur fundið og skilgreint sem „gjá milli þings og þjóðar". Í þessari gjá hefur honum tekist að skapa sér ótrúlega mikið svigrúm. Þar hefur hann, sem var áður hugmyndafræðingur og guðfaðir íslensku bankaútrásarinnar, tekið sér það hlutverk að vernda þjóðina fyrir þinginu og erlendu kúgunarvaldi. Hann hefur skipt þjóðfélaginu í tvö lið, þjóðina og þingið. Hann er í liðinu með þjóðinni gegn þinginu. Við þingsetningu um daginn notaði hann tækifærið til að skamma þingið duglega á meðan forsetafrúin klifraði yfir grindverkið við Alþingishúsið og kyssti fólkið. Sem betur fer fylgdu sjónvarpsvélar henni, þannig að við sem sátum heima í stofu fengum að fylgjast með. Í sjónvarpinu var talað við einn mótmælandann sem virtist afar ánægður með forsetahjónin, eins og von er, en svo benti hann á Alþingishúsið og sagði: „Ég vil þetta dót í burtu". Þessi uppákoma, þessi þróun er umhugsunarverð. Andúðin gangvart þinginu, stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum kann að vera skiljanleg í ljósi þess sem gerst hefur. Og það verður að segjast eins og er að þingmenn hafa átt það til með málflutningi sínum og málþófi að gera okkur erfitt fyrir að bera virðingu fyrir þeim og þinginu. En það er ekki mjög góð hugmynd að hreinsa út úr þinghúsinu eða að koma öllu því dóti sem þar er í burtu, nema með lýðræðislegum kosningum. Undanfarin fjögur ár hafa átt sér stað tvennar kosningar til þings og veruleg endurnýjun í liði þingmanna. En það virðist engu breyta um álit þingsins og stjórnmálanna. Það eru ekki nema 19 mánuðir í næstu þingkosningar. Kosningakerfið er einmitt hugsað til að koma í veg fyrir að það myndist gjá milli þings og þjóðar. FulltrúalýðræðiðÞað gleymist í öllu umrótinu að fulltrúalýðræðið sem við búum við er merkilegt fyrirbæri og í raun snilldarleg lausn á útfærslu lýðræðisins og meðferð valdsins. Lýðræðið þýðir bókstaflega að fólkið ráði en það geta ekki allir ráðið alltaf og alls staðar. Lausnin er sú að við kjósum fulltrúa á þing og í sveitarstjórnir til að framfylgja þeirri pólitísku stefnu sem við fylgjum. Þetta kerfi byggir á málamiðlunum milli ólíkra skoðana, milli meirihluta og minnihluta, milli þeirra sem hafa mikil völd og þeirra sem hafa engin völd. Það hefur búið til stjórnmálaflokka, stjórnmálastefnur og þann hóp af fólki sem kallast stjórnmálamenn. Það er síkvikt og býsna skilvirkt og hefur reynst mjög farsælt. En það felur í sér vissa veikleika og getur verið varnarlaust gangvart ákveðnum ógnum. Vandinn hefur meðal annars verið sá síðastliðin 20 ár að samfélögin urðu sífellt hnattvæddari, þar með talið líf einstaklinganna, félagasamtök, alls kyns stofnanir og auðvitað viðskiptalífið sem leiðir hnattvæðinguna. En stjórnmálin voru að miklu leyti bundin við afmörkuð svæði sveitarfélaga og þjóðríkja. Af þessu skapaðist ójafnvægi svæðisbundinna stjórnmála og hnattvæddra afla. Þetta ójafnvægi hefur leitt til þess að hefðbundið fulltrúalýðræði mátti sín æ minna gagnvart krafti og kröfum fjármála- og viðskiptalífsins. Það varð meðal annars til þess að stjórnmálamenn, og framar öllu forseti Íslands, töldu sér trú um að ekki væru til aðrir valkostir en að láta hagsmuni fjármagnseigenda og fyrirtækja ráða ferðinni. Samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins á Íslandi, ríkti hér á landi „pólitísk lömunarveiki" gagnvart fjármálavaldinu í aðdraganda hrunsins. Lækning á þessari lömunarveiki stendur nú yfir. Þar þarf að gæta jafnvægis. Við þurfum virkt fjármálakerfi og skilvirka bankastarfsemi. Og við þurfum lifandi stjórnmál; framsýna, málefnalega, sanngjarna og hugrakka stjórnmálamenn og áhugaverða, andríka, öfluga, opna stjórnmálaflokka. Við höfum ekki góða reynslu af pólitískri lömunarveiki, þröngum flokkshagsmunum, hreppapólitík, málþófi, útúrsnúningum og lýðskrumi. Við þurfum ekki minni stjórnmál. Við þurfum meiri og betri stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er afar vinsælt nú um stundir að úthúða stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum. Fyrir því er reyndar löng hefð, en síðustu misserin hefur andúðin náð áður óþekktum hæðum. Það er eins og búið sé að gefa skotleyfi á stjórnmálamenn og þeir virðast frekar varnarlausir. Sá siður hefur til að mynda fest sig í sessi að hrópa ókvæðisorð að íslenskum alþingismönnum á leið sinni úr Dómkirkjunni í Alþingishúsið og grýta í þá eggjum. SjálfsfyrirlitninginEkki er nóg með að eggjum rigni yfir alþingismenn. Í kommentakerfum vefmiðlanna er á hverjum degi heimtað að hreinsað verði út úr Alþingi. Í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins er meirihluti íslenskra stjórnmálamanna í borginni og á Alþingi kallaður fífl, fábjánar, trúðar, heimskingjar, svikarar, lygarar, dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Eflaust eru eigendur og útgefandi blaðsins ánægðir með stefnu og stíl ritstjórnarinnar. Ég held samt að enginn taki mark á þessu ofstæki og blinda hatri í bland við útúrsnúninga, uppnefni og einhverju sem virðist eiga að vera húmor. Þessi skrif gjaldfella sig sjálf. Við lifum í samfélagi sem gjaldfellir sjálft sig á hverjum einasta degi. Fyrirlitningin á stjórnmálastéttinni reynist stundum vera, þegar nánar er að gáð, tilbrigði við sjálfsfyrirlitningu. Auðvitað er gagnrýnið aðhald nauðsynlegt og það eru bara lélegir stjórnmálamenn sem kveinka sér undan harðri málefnalegri gagnrýni. Það verður líka að segjast fullum fetum að stjórnmálastéttin stóð sig ekki sérlega vel á vaktinni árin fyrir hrun íslenska fjármálakerfisins. Hrunið tók eitt og annað með sér í fallinu. Þar á meðal traustið til stjórnmálanna. Traustsskorturinn sýnir sig meðal annars í því að í skoðanakönnun eftir skoðanakönnun segjast aðeins 11 til 13 prósent bera mikið traust til Alþingis. Það er áhyggjuefni í landi þar sem þingræði er meginstoð stjórnskipunarinnar. ForsetagjáinVið þessar aðstæður hefur forseti Íslands tekið sér stöðu á áður óþekktum stað sem hann sjálfur hefur fundið og skilgreint sem „gjá milli þings og þjóðar". Í þessari gjá hefur honum tekist að skapa sér ótrúlega mikið svigrúm. Þar hefur hann, sem var áður hugmyndafræðingur og guðfaðir íslensku bankaútrásarinnar, tekið sér það hlutverk að vernda þjóðina fyrir þinginu og erlendu kúgunarvaldi. Hann hefur skipt þjóðfélaginu í tvö lið, þjóðina og þingið. Hann er í liðinu með þjóðinni gegn þinginu. Við þingsetningu um daginn notaði hann tækifærið til að skamma þingið duglega á meðan forsetafrúin klifraði yfir grindverkið við Alþingishúsið og kyssti fólkið. Sem betur fer fylgdu sjónvarpsvélar henni, þannig að við sem sátum heima í stofu fengum að fylgjast með. Í sjónvarpinu var talað við einn mótmælandann sem virtist afar ánægður með forsetahjónin, eins og von er, en svo benti hann á Alþingishúsið og sagði: „Ég vil þetta dót í burtu". Þessi uppákoma, þessi þróun er umhugsunarverð. Andúðin gangvart þinginu, stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum kann að vera skiljanleg í ljósi þess sem gerst hefur. Og það verður að segjast eins og er að þingmenn hafa átt það til með málflutningi sínum og málþófi að gera okkur erfitt fyrir að bera virðingu fyrir þeim og þinginu. En það er ekki mjög góð hugmynd að hreinsa út úr þinghúsinu eða að koma öllu því dóti sem þar er í burtu, nema með lýðræðislegum kosningum. Undanfarin fjögur ár hafa átt sér stað tvennar kosningar til þings og veruleg endurnýjun í liði þingmanna. En það virðist engu breyta um álit þingsins og stjórnmálanna. Það eru ekki nema 19 mánuðir í næstu þingkosningar. Kosningakerfið er einmitt hugsað til að koma í veg fyrir að það myndist gjá milli þings og þjóðar. FulltrúalýðræðiðÞað gleymist í öllu umrótinu að fulltrúalýðræðið sem við búum við er merkilegt fyrirbæri og í raun snilldarleg lausn á útfærslu lýðræðisins og meðferð valdsins. Lýðræðið þýðir bókstaflega að fólkið ráði en það geta ekki allir ráðið alltaf og alls staðar. Lausnin er sú að við kjósum fulltrúa á þing og í sveitarstjórnir til að framfylgja þeirri pólitísku stefnu sem við fylgjum. Þetta kerfi byggir á málamiðlunum milli ólíkra skoðana, milli meirihluta og minnihluta, milli þeirra sem hafa mikil völd og þeirra sem hafa engin völd. Það hefur búið til stjórnmálaflokka, stjórnmálastefnur og þann hóp af fólki sem kallast stjórnmálamenn. Það er síkvikt og býsna skilvirkt og hefur reynst mjög farsælt. En það felur í sér vissa veikleika og getur verið varnarlaust gangvart ákveðnum ógnum. Vandinn hefur meðal annars verið sá síðastliðin 20 ár að samfélögin urðu sífellt hnattvæddari, þar með talið líf einstaklinganna, félagasamtök, alls kyns stofnanir og auðvitað viðskiptalífið sem leiðir hnattvæðinguna. En stjórnmálin voru að miklu leyti bundin við afmörkuð svæði sveitarfélaga og þjóðríkja. Af þessu skapaðist ójafnvægi svæðisbundinna stjórnmála og hnattvæddra afla. Þetta ójafnvægi hefur leitt til þess að hefðbundið fulltrúalýðræði mátti sín æ minna gagnvart krafti og kröfum fjármála- og viðskiptalífsins. Það varð meðal annars til þess að stjórnmálamenn, og framar öllu forseti Íslands, töldu sér trú um að ekki væru til aðrir valkostir en að láta hagsmuni fjármagnseigenda og fyrirtækja ráða ferðinni. Samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins á Íslandi, ríkti hér á landi „pólitísk lömunarveiki" gagnvart fjármálavaldinu í aðdraganda hrunsins. Lækning á þessari lömunarveiki stendur nú yfir. Þar þarf að gæta jafnvægis. Við þurfum virkt fjármálakerfi og skilvirka bankastarfsemi. Og við þurfum lifandi stjórnmál; framsýna, málefnalega, sanngjarna og hugrakka stjórnmálamenn og áhugaverða, andríka, öfluga, opna stjórnmálaflokka. Við höfum ekki góða reynslu af pólitískri lömunarveiki, þröngum flokkshagsmunum, hreppapólitík, málþófi, útúrsnúningum og lýðskrumi. Við þurfum ekki minni stjórnmál. Við þurfum meiri og betri stjórnmál.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun