Hreyfing sem meðferð 2. nóvember 2011 22:30 Jón Steinar Jónsson læknir. Tilraunaverkefni með hreyfiseðla, þar sem sjúklingar fá ávísun á hreyfingu frá lækni, stendur nú yfir á fimm heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hófst í vor og mun Jón Steinar Jónsson, læknir á Heilsugæslunni í Garðabæ, kynna fyrirkomulagið á Fræðadögum Heilsugæslunnar sem verða haldnir dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi. „Fyrirkomulagið hefur verið að ryðja sér til rúms í Skandinavíu og eru Svíar leiðandi á því sviði. Hugmyndin er að koma hreyfingu á sem meðferð en ekki einungis almennri ráðgjöf eða tilmælum. Ástæðan er sú að rannsóknarniðurstöður hafa safnast upp sem sýna að hreyfing virkar sem meðferð við ýmsum sjúkdómum," segir Jón Steinar. Hann segir það lengi hafa verið þekkt að hreyfingarleysi sé áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma eins og reykingar og of hátt kólestreról. „Heilbrigðiskerfið hefur hins vegar ekki tekið á því með beinum hætti ef frá er talin hjartaendurhæfing á Reykjalundi og HL- stöðinni." Jón Steinar segir að farið hafi verið að ræða hreyfiseðla á vettvangi stjórnmálanna fyrir nokkrum árum en lítið hafi orðið ágengt í þeim efnum. „Við í Garðabæ tókum af skarið og gerðum eigin tilraun fyrir nokkrum árum. „Það sem við lærðum af henni var að fólk vissi ekki um hvað var að ræða og fór mikill tími í að kynna úrræðið. Eins að það þyrfti öfluga eftirfylgni," segir Jón Steinar. Sjúkraþjálfunarstöðin Styrkur tók við keflinu fyrir nokkru. Hún sótti um styrk til Velferðarráðuneytisins í því skyni að setja verkefnið aftur af stað og er nú í samvinnu við heilsugæslustöðvarnar í Garðabæ, Glæsibæ, Grafarvogi, Efra-Breiðholti og Árbæ. Úrræðið virkar að sögn Jóns Steinars þannig að sjúklingi með tiltekið vandamál er boðið upp á hreyfiseðil. „Þetta getur verið sjúklingur með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, offitu, stoðkerfissjúkdóma eða geðsjúkdóma svo dæmi séu nefnd. Fallist hann á að nýta sér úrræðið fylgir viðtal við sjúkraþjálfara. Hann og sjúklingurinn koma sér saman um æskilega hreyfingu og hversu mikil hún skal vera, sem getur verið mjög mismunandi eftir eðli vandans. Sjúkraþjálfarinn veitir síðan nauðsynlegt aðhald auk þess sem sjúklingurinn mætir í eftirlit hjá lækni alveg eins og ef hann hefði fengið ávísun á lyf við of háum blóðþrýstingi." Jón Steinar segir hugmyndina ekki endilega að hreyfingin komi í staðinn fyrir aðra meðferð. Hún geti hins vegar verið hluti af meðferð og átt þátt í að minnka lyfjagjöf, svo dæmi séu nefnd. Tilraunaverkefnið stendur í ár. „Markmiðið er ekki að sýna fram á að úrræðið virki, enda búið að því. Hugmyndin er að þróa það frekar og koma því almennilega á koppinn," segir Jón Steinar. Hann segir um ódýran kost að ræða og að ávinningurinn sé ótvíræður. „Áhrifin eru einna mest ef fólk er að fara úr engri hreyfingu í einhverja hreyfingu en minni ef fólk fer úr hreyfingu í maraþonvinnu. Markhópurinn er því það fólk sem hreyfir sig lítið eða ekkert." vera@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Tilraunaverkefni með hreyfiseðla, þar sem sjúklingar fá ávísun á hreyfingu frá lækni, stendur nú yfir á fimm heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið hófst í vor og mun Jón Steinar Jónsson, læknir á Heilsugæslunni í Garðabæ, kynna fyrirkomulagið á Fræðadögum Heilsugæslunnar sem verða haldnir dagana 10. og 11. nóvember næstkomandi. „Fyrirkomulagið hefur verið að ryðja sér til rúms í Skandinavíu og eru Svíar leiðandi á því sviði. Hugmyndin er að koma hreyfingu á sem meðferð en ekki einungis almennri ráðgjöf eða tilmælum. Ástæðan er sú að rannsóknarniðurstöður hafa safnast upp sem sýna að hreyfing virkar sem meðferð við ýmsum sjúkdómum," segir Jón Steinar. Hann segir það lengi hafa verið þekkt að hreyfingarleysi sé áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma eins og reykingar og of hátt kólestreról. „Heilbrigðiskerfið hefur hins vegar ekki tekið á því með beinum hætti ef frá er talin hjartaendurhæfing á Reykjalundi og HL- stöðinni." Jón Steinar segir að farið hafi verið að ræða hreyfiseðla á vettvangi stjórnmálanna fyrir nokkrum árum en lítið hafi orðið ágengt í þeim efnum. „Við í Garðabæ tókum af skarið og gerðum eigin tilraun fyrir nokkrum árum. „Það sem við lærðum af henni var að fólk vissi ekki um hvað var að ræða og fór mikill tími í að kynna úrræðið. Eins að það þyrfti öfluga eftirfylgni," segir Jón Steinar. Sjúkraþjálfunarstöðin Styrkur tók við keflinu fyrir nokkru. Hún sótti um styrk til Velferðarráðuneytisins í því skyni að setja verkefnið aftur af stað og er nú í samvinnu við heilsugæslustöðvarnar í Garðabæ, Glæsibæ, Grafarvogi, Efra-Breiðholti og Árbæ. Úrræðið virkar að sögn Jóns Steinars þannig að sjúklingi með tiltekið vandamál er boðið upp á hreyfiseðil. „Þetta getur verið sjúklingur með hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, offitu, stoðkerfissjúkdóma eða geðsjúkdóma svo dæmi séu nefnd. Fallist hann á að nýta sér úrræðið fylgir viðtal við sjúkraþjálfara. Hann og sjúklingurinn koma sér saman um æskilega hreyfingu og hversu mikil hún skal vera, sem getur verið mjög mismunandi eftir eðli vandans. Sjúkraþjálfarinn veitir síðan nauðsynlegt aðhald auk þess sem sjúklingurinn mætir í eftirlit hjá lækni alveg eins og ef hann hefði fengið ávísun á lyf við of háum blóðþrýstingi." Jón Steinar segir hugmyndina ekki endilega að hreyfingin komi í staðinn fyrir aðra meðferð. Hún geti hins vegar verið hluti af meðferð og átt þátt í að minnka lyfjagjöf, svo dæmi séu nefnd. Tilraunaverkefnið stendur í ár. „Markmiðið er ekki að sýna fram á að úrræðið virki, enda búið að því. Hugmyndin er að þróa það frekar og koma því almennilega á koppinn," segir Jón Steinar. Hann segir um ódýran kost að ræða og að ávinningurinn sé ótvíræður. „Áhrifin eru einna mest ef fólk er að fara úr engri hreyfingu í einhverja hreyfingu en minni ef fólk fer úr hreyfingu í maraþonvinnu. Markhópurinn er því það fólk sem hreyfir sig lítið eða ekkert." vera@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent