Ungum manni var bjargað úr rústum í Tyrklandi fjórum dögum eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Talið er að 534 hafi látist í skjálftanum og þúsundir manna misstu heimili sín.
Greint er frá því í tyrkneskum fjölmiðlum að manninum hafi verið flogið til nálægrar borgar til aðhlynningar. Hann hafði orðið fyrir miklu vökvatapi en var annars við ágæta heilsu.
Um 2.300 manns slösuðust í skjálftanum og búið er að bjarga 186 manns úr rústunum. Um 2.000 byggingar eru ónýtar og segja yfirvöld að um 3.700 séu í óíbúðarhæfu ástandi.- sv
Manni bjargað eftir fjóra daga
