Bíll á breskum númerum tilbúinn til smygls á úrum 27. október 2011 03:30 Blaðamannafundur lögreglu, vopnað rán, Frank Michelsen úrsmiði Allt þýfið úr vopnuðu ráni í Michelsen úrsmiðum 17. október síðastliðinn fannst í bíl á breskum númeraplötum í gær. Búið var að búa bílinn undir að smygla þýfinu úr landi, en það var vel falið víðs vegar um bílinn. 49 úrum var stolið og er virði þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórir pólskir menn eru taldir hafa komið gagngert hingað til lands til að fremja ránið. Einn maðurinn var handtekinn á gistiheimili í borginni á sama tíma og bíllinn var tekinn í gær. Hinir þrír mennirnir fóru úr landi með flugi að morgni þriðjudagsins 18., innan við sólarhring eftir að þeir frömdu ránið. Þeir komu sömu leið um það bil viku fyrir ránið. Maðurinn sem var handtekinn í gær tók ekki beinan þátt í ráninu en hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi. Hann kom hingað til lands með Norrænu einum til tveimur dögum seinna en hinir mennirnir og virðist hafa ætlað með þýfið úr landi sömu leið. Mennirnir notuðu því fjóra bíla til verksins, þrjá sem var stolið hér á landi og svo þann á bresku númerunum. Bíll á breskum númerum var valinn til þess að hylja slóð mannanna. Allir eru mennirnir pólskir og á fertugsaldri. Lögregla upplýsti á blaðamannafundi í gær að rökstuddur grunur hefði verið kominn upp um hverjir hefðu verið að verki innan við tveimur sólarhringum frá ráninu. Ræningjarnir þrír sem komust úr landi eru nú eftirlýstir um Evrópu, en þeir flugu héðan til Kaupmannahafnar. Náist þeir verður farið fram á að þeir verði framseldir hingað til lands. Lögreglunni er ekki kunnugt um að mennirnir hafi nokkur tengsl við Ísland né hafi nokkurn tímann komið hingað áður. Verið er að kanna hvort mennirnir séu á sakaskrá eða hafi verið viðriðnir svipuð rán í öðrum löndum. Lögregla lýsti í síðustu viku eftir manni sem sást á öryggismyndavélum fyrir utan verslunina. Sá maður var einn þeirra sem fóru úr landi, en ábendingar sem bárust lögreglu um hann skiptu ekki sköpum. Það mun hafa vakið athygli lögreglu að fólk skyldi ekki þekkja manninn, og þótti það til vitnis um að hann hefði ekki dvalið hér lengi. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglu að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi, en það hafði ekki verið gert í gærkvöldi. thorunn@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Allt þýfið úr vopnuðu ráni í Michelsen úrsmiðum 17. október síðastliðinn fannst í bíl á breskum númeraplötum í gær. Búið var að búa bílinn undir að smygla þýfinu úr landi, en það var vel falið víðs vegar um bílinn. 49 úrum var stolið og er virði þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórir pólskir menn eru taldir hafa komið gagngert hingað til lands til að fremja ránið. Einn maðurinn var handtekinn á gistiheimili í borginni á sama tíma og bíllinn var tekinn í gær. Hinir þrír mennirnir fóru úr landi með flugi að morgni þriðjudagsins 18., innan við sólarhring eftir að þeir frömdu ránið. Þeir komu sömu leið um það bil viku fyrir ránið. Maðurinn sem var handtekinn í gær tók ekki beinan þátt í ráninu en hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi. Hann kom hingað til lands með Norrænu einum til tveimur dögum seinna en hinir mennirnir og virðist hafa ætlað með þýfið úr landi sömu leið. Mennirnir notuðu því fjóra bíla til verksins, þrjá sem var stolið hér á landi og svo þann á bresku númerunum. Bíll á breskum númerum var valinn til þess að hylja slóð mannanna. Allir eru mennirnir pólskir og á fertugsaldri. Lögregla upplýsti á blaðamannafundi í gær að rökstuddur grunur hefði verið kominn upp um hverjir hefðu verið að verki innan við tveimur sólarhringum frá ráninu. Ræningjarnir þrír sem komust úr landi eru nú eftirlýstir um Evrópu, en þeir flugu héðan til Kaupmannahafnar. Náist þeir verður farið fram á að þeir verði framseldir hingað til lands. Lögreglunni er ekki kunnugt um að mennirnir hafi nokkur tengsl við Ísland né hafi nokkurn tímann komið hingað áður. Verið er að kanna hvort mennirnir séu á sakaskrá eða hafi verið viðriðnir svipuð rán í öðrum löndum. Lögregla lýsti í síðustu viku eftir manni sem sást á öryggismyndavélum fyrir utan verslunina. Sá maður var einn þeirra sem fóru úr landi, en ábendingar sem bárust lögreglu um hann skiptu ekki sköpum. Það mun hafa vakið athygli lögreglu að fólk skyldi ekki þekkja manninn, og þótti það til vitnis um að hann hefði ekki dvalið hér lengi. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglu að krafist yrði gæsluvarðhalds yfir manninum sem er í haldi, en það hafði ekki verið gert í gærkvöldi. thorunn@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent