Norðmenn ráða för í samstarfi um þyrlur 26. október 2011 04:30 Rándýrt tæki Þegar rætt var um samstarfið á fyrstu stigum þess árið 2007 voru einkum tvær þyrlutegundir nefndar til sögunnar sem mögulegur kostur. Önnur var AgustaWestland EH1 og hin Sikorsky S-92. Sú síðari sést hér á myndinni. Ögmundur Jónasson Íslendingar hafa boðið út þyrlukaup í samstarfi við Norðmenn og munu, að því gefnu að Norðmenn samþykki eitthvert tilboð, eignast björgunarþyrlu fyrir árið 2020 sem gæti kostað fimm milljarða. Útboðið var auglýst í Noregi á mánudag. Samkvæmt því hyggjast Norðmenn kaupa minnst sextán leitar- og björgunarþyrlur, með möguleika á að fjölga þeim um sex, og Íslendingar eina þyrlu með möguleika á að fjölga þeim í þrjár. „Við erum að tala um gríðarlegar fjárfestingar í slíkum þyrlum en með því að fara inn í þennan pakka með Norðmönnum náum við betri kjörum en við gerum ella,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hins vegar kveði samningurinn á um að ekki komi til neinna fjárútláta fyrir Íslendinga fyrr en árið 2015. Þyrlan verði afhent á árunum 2018 til 2020. Samstarfssamningur um útboðið var fyrst gerður í nóvember árið 2007. Þá stóð til að Íslendingar keyptu þrjár til fjórar þyrlur. En felst einhver skuldbinding í því fyrir Íslendinga að taka þátt í þessu útboði? „Já, við erum að skuldbinda okkur til að festa kaup á þyrlu,“ segir Ögmundur. „Síðan er mögulegt að Norðmenn fái ekki niðurstöðu sem þeir sætti sig við – og þar með við líka.“ Með öðrum orðum felur samkomulagið í sér að við fylgjum Norðmönnum að máli; ef þeir taki tilboði gerum við það líka. „Við treystum þarna á Norðmenn,“ segir Ögmundur. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fagnar tíðindunum. „Landhelgisgæslan fagnar því mjög að hafist skuli vera handa við langtímalausn á þyrlumálum Íslendinga,“ segir hann. stigur@frettabladid.isGeorg Lárusson Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Ögmundur Jónasson Íslendingar hafa boðið út þyrlukaup í samstarfi við Norðmenn og munu, að því gefnu að Norðmenn samþykki eitthvert tilboð, eignast björgunarþyrlu fyrir árið 2020 sem gæti kostað fimm milljarða. Útboðið var auglýst í Noregi á mánudag. Samkvæmt því hyggjast Norðmenn kaupa minnst sextán leitar- og björgunarþyrlur, með möguleika á að fjölga þeim um sex, og Íslendingar eina þyrlu með möguleika á að fjölga þeim í þrjár. „Við erum að tala um gríðarlegar fjárfestingar í slíkum þyrlum en með því að fara inn í þennan pakka með Norðmönnum náum við betri kjörum en við gerum ella,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hins vegar kveði samningurinn á um að ekki komi til neinna fjárútláta fyrir Íslendinga fyrr en árið 2015. Þyrlan verði afhent á árunum 2018 til 2020. Samstarfssamningur um útboðið var fyrst gerður í nóvember árið 2007. Þá stóð til að Íslendingar keyptu þrjár til fjórar þyrlur. En felst einhver skuldbinding í því fyrir Íslendinga að taka þátt í þessu útboði? „Já, við erum að skuldbinda okkur til að festa kaup á þyrlu,“ segir Ögmundur. „Síðan er mögulegt að Norðmenn fái ekki niðurstöðu sem þeir sætti sig við – og þar með við líka.“ Með öðrum orðum felur samkomulagið í sér að við fylgjum Norðmönnum að máli; ef þeir taki tilboði gerum við það líka. „Við treystum þarna á Norðmenn,“ segir Ögmundur. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fagnar tíðindunum. „Landhelgisgæslan fagnar því mjög að hafist skuli vera handa við langtímalausn á þyrlumálum Íslendinga,“ segir hann. stigur@frettabladid.isGeorg Lárusson
Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira