Norðmenn ráða för í samstarfi um þyrlur 26. október 2011 04:30 Rándýrt tæki Þegar rætt var um samstarfið á fyrstu stigum þess árið 2007 voru einkum tvær þyrlutegundir nefndar til sögunnar sem mögulegur kostur. Önnur var AgustaWestland EH1 og hin Sikorsky S-92. Sú síðari sést hér á myndinni. Ögmundur Jónasson Íslendingar hafa boðið út þyrlukaup í samstarfi við Norðmenn og munu, að því gefnu að Norðmenn samþykki eitthvert tilboð, eignast björgunarþyrlu fyrir árið 2020 sem gæti kostað fimm milljarða. Útboðið var auglýst í Noregi á mánudag. Samkvæmt því hyggjast Norðmenn kaupa minnst sextán leitar- og björgunarþyrlur, með möguleika á að fjölga þeim um sex, og Íslendingar eina þyrlu með möguleika á að fjölga þeim í þrjár. „Við erum að tala um gríðarlegar fjárfestingar í slíkum þyrlum en með því að fara inn í þennan pakka með Norðmönnum náum við betri kjörum en við gerum ella,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hins vegar kveði samningurinn á um að ekki komi til neinna fjárútláta fyrir Íslendinga fyrr en árið 2015. Þyrlan verði afhent á árunum 2018 til 2020. Samstarfssamningur um útboðið var fyrst gerður í nóvember árið 2007. Þá stóð til að Íslendingar keyptu þrjár til fjórar þyrlur. En felst einhver skuldbinding í því fyrir Íslendinga að taka þátt í þessu útboði? „Já, við erum að skuldbinda okkur til að festa kaup á þyrlu,“ segir Ögmundur. „Síðan er mögulegt að Norðmenn fái ekki niðurstöðu sem þeir sætti sig við – og þar með við líka.“ Með öðrum orðum felur samkomulagið í sér að við fylgjum Norðmönnum að máli; ef þeir taki tilboði gerum við það líka. „Við treystum þarna á Norðmenn,“ segir Ögmundur. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fagnar tíðindunum. „Landhelgisgæslan fagnar því mjög að hafist skuli vera handa við langtímalausn á þyrlumálum Íslendinga,“ segir hann. stigur@frettabladid.isGeorg Lárusson Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Sjá meira
Ögmundur Jónasson Íslendingar hafa boðið út þyrlukaup í samstarfi við Norðmenn og munu, að því gefnu að Norðmenn samþykki eitthvert tilboð, eignast björgunarþyrlu fyrir árið 2020 sem gæti kostað fimm milljarða. Útboðið var auglýst í Noregi á mánudag. Samkvæmt því hyggjast Norðmenn kaupa minnst sextán leitar- og björgunarþyrlur, með möguleika á að fjölga þeim um sex, og Íslendingar eina þyrlu með möguleika á að fjölga þeim í þrjár. „Við erum að tala um gríðarlegar fjárfestingar í slíkum þyrlum en með því að fara inn í þennan pakka með Norðmönnum náum við betri kjörum en við gerum ella,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hins vegar kveði samningurinn á um að ekki komi til neinna fjárútláta fyrir Íslendinga fyrr en árið 2015. Þyrlan verði afhent á árunum 2018 til 2020. Samstarfssamningur um útboðið var fyrst gerður í nóvember árið 2007. Þá stóð til að Íslendingar keyptu þrjár til fjórar þyrlur. En felst einhver skuldbinding í því fyrir Íslendinga að taka þátt í þessu útboði? „Já, við erum að skuldbinda okkur til að festa kaup á þyrlu,“ segir Ögmundur. „Síðan er mögulegt að Norðmenn fái ekki niðurstöðu sem þeir sætti sig við – og þar með við líka.“ Með öðrum orðum felur samkomulagið í sér að við fylgjum Norðmönnum að máli; ef þeir taki tilboði gerum við það líka. „Við treystum þarna á Norðmenn,“ segir Ögmundur. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, fagnar tíðindunum. „Landhelgisgæslan fagnar því mjög að hafist skuli vera handa við langtímalausn á þyrlumálum Íslendinga,“ segir hann. stigur@frettabladid.isGeorg Lárusson
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Sjá meira