Dvínandi vonir um að fólk finnist á lífi 25. október 2011 00:00 Leitað í rústunum Ættingjar fylgdust með leitinni milli vonar og ótta.nordicphotos/AFP Sex manns var bjargað úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í austanverðu Tyrklandi í gær. Fjórum var bjargað úr rústum sama húss eftir að einn þeirra náði að hringja eftir hjálp úr farsíma sínum og greina frá því hvar hann var. Tveir til viðbótar fundust eftir að hafa verið grafnir undir braki í 27 klukkustundir. Vitað var um nærri 300 látna í gær en óttast var að jarðskjálftinn á sunnudag, sem mældist 7,2 stig að styrkleika, hefði kostað allt að þúsund manns lífið. 1.300 hið minnsta eru slasaðir eftir skjálftann. Fólk reyndi að bera kennsl á ástvini sína, en líkum var raðað upp til að það væri mögulegt. Verst varð borgin Ercis úti, en þar búa 75 þúsund manns. Um það bil 80 fjölbýlishús hrundu þar til grunna. Þar er bæði rafmagnslaust og vatnslaust en leitað var að fólki í rústum fram á nótt með hjálp rafknúinna flóðljósa. Jarðskjálftinn reið yfir í austanverðu landinu, skammt frá landamærum Írans, en á þessum slóðum eru jarðskjálftar algengir. Meira en 200 eftirskjálftar hafa orðið á þessum slóðum, sá stærsti um sex stig. Björgunarsveitir hafa sett upp tjöld og neyðarskýli handa þeim þúsundum manna sem misst hafa heimili sín eða telja ekki óhætt að snúa heim aftur alveg strax. Þúsundir eyddu einnig annarri nóttinni í röð undir berum himni í köldu veðri. Meira en tvö þúsund manns sinntu leitarstörfum í borginni og höfðu leitarhunda sér til aðstoðar. Í borginni Van hrundu einnig margar byggingar. Forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan skoðaði sig um í borginni í gær og sagði að nánast öll hús sem byggð hafi verið úr leir hefðu hrunið eða skemmst. Rúmlega tuttugu rústabjörgunarsveitir buðu fram aðstoð sína strax á sunnudag, þar á meðal íslenska sveitin. Þá höfðu leiðtogar margra ríkja boðið fram aðstoð, en forsætisráðherra Tyrklands afþakkaði aðstoð og sagði Tyrki ráða við björgunarstörfin enn sem komið væri. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi í rústunum eru litlar, meðal annars vegna kuldans. gudsteinn@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Sex manns var bjargað úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í austanverðu Tyrklandi í gær. Fjórum var bjargað úr rústum sama húss eftir að einn þeirra náði að hringja eftir hjálp úr farsíma sínum og greina frá því hvar hann var. Tveir til viðbótar fundust eftir að hafa verið grafnir undir braki í 27 klukkustundir. Vitað var um nærri 300 látna í gær en óttast var að jarðskjálftinn á sunnudag, sem mældist 7,2 stig að styrkleika, hefði kostað allt að þúsund manns lífið. 1.300 hið minnsta eru slasaðir eftir skjálftann. Fólk reyndi að bera kennsl á ástvini sína, en líkum var raðað upp til að það væri mögulegt. Verst varð borgin Ercis úti, en þar búa 75 þúsund manns. Um það bil 80 fjölbýlishús hrundu þar til grunna. Þar er bæði rafmagnslaust og vatnslaust en leitað var að fólki í rústum fram á nótt með hjálp rafknúinna flóðljósa. Jarðskjálftinn reið yfir í austanverðu landinu, skammt frá landamærum Írans, en á þessum slóðum eru jarðskjálftar algengir. Meira en 200 eftirskjálftar hafa orðið á þessum slóðum, sá stærsti um sex stig. Björgunarsveitir hafa sett upp tjöld og neyðarskýli handa þeim þúsundum manna sem misst hafa heimili sín eða telja ekki óhætt að snúa heim aftur alveg strax. Þúsundir eyddu einnig annarri nóttinni í röð undir berum himni í köldu veðri. Meira en tvö þúsund manns sinntu leitarstörfum í borginni og höfðu leitarhunda sér til aðstoðar. Í borginni Van hrundu einnig margar byggingar. Forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan skoðaði sig um í borginni í gær og sagði að nánast öll hús sem byggð hafi verið úr leir hefðu hrunið eða skemmst. Rúmlega tuttugu rústabjörgunarsveitir buðu fram aðstoð sína strax á sunnudag, þar á meðal íslenska sveitin. Þá höfðu leiðtogar margra ríkja boðið fram aðstoð, en forsætisráðherra Tyrklands afþakkaði aðstoð og sagði Tyrki ráða við björgunarstörfin enn sem komið væri. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi í rústunum eru litlar, meðal annars vegna kuldans. gudsteinn@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira