Allir þessir hinir Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. október 2011 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins vitnar í Kristin H. Gunnarsson (12.10) sem svo að oft gleymist að þótt allir (!) hafi það heldur verra en fyrir hrun, er ekki nema (!) fimmtungur í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánum sínum (upphr. ATG). Þetta notar ritstjórinn til þess að lýsa eftir umræðu um lánamál heimila á grunni blákaldra staðreynda. Eina telur hann vera þá að allar lagfæringar á lánum lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi og bláköld staðreynd sem almenningur hefur ekki vitað. Væri þá, Ólafur og Kristinn, eins með lagfæringar á lánum bólufyrirtækja og nokkur hundruð hrunvalda sem lánastofnanir taka á sig? Almenningur hefur væntanlega ekki heldur skilið að þær lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Líklega hefur alþýða manna aldrei fattað að almenningur leysir samfélagið að mestu út úr kreppum, með fé sínu og vinnu. Stórmerkilegt. Gæti verið að hasarinn í samfélaginu út af kröfum um leiðréttingu fasteignaskulda stafi af því að almenningi (miklum meirihluta) finnst byrðunum misskipt? Skilvísu lánagreiðendurnir, sem ritstjórinn og fyrrverandi alþingismaðurinn minnast á, gætu hafa frétt að lánastofnanir, einkum bankar, eignuðust lánasöfn á útsölu. Þau söfn höfðu hækkað í einu vetfangi um 20-30% eða meir. Svo sér fólkið eignahluta sinn í fasteigninni minnka hægt og bítandi meðan svigrúm til afskrifta er sagt lítið eða ekkert – um leið og það borgar skilvíslega til lánastofnunar sem hagnast þokkalega (nema kannski Íbúðalánasjóður). Heldur einhver í alvöru að skuldendur líti einfaldlega á þetta sem sjálfsagða samfélagsskyldu og viti ekki hvað kröfur um leiðréttingu þýða? Hve margir af „hinum“ eiga að bætast í hóp fólks „í alvarlegum skuldavanda“, áður en eitthvað verður að gert fyrir þessa „hina“? Þegar kröfum um önnur vinnubrögð við skuldajöfnun er mætt með barnalegum mótbárum um að kostnaðurinn lendi á skattborgurum, er einmitt verið að þvæla málinu út í kviksyndið sem ritstjórinn varar við. Auðvitað vita allir að samfélagið borgar það sem þar er gert. Meira að segja skuldlausir einstaklingar taka þátt í að borga kreppuna. Eða hvað? Um dreifingu greiðslna er að ræða þegar tekist er á um afskriftir lána eða niðurskurð þjónustu. Deilum um hvernig þær skuli dreifast! Gagnrýni ritstjórans og fyrrverandi alþingismannsins missir marks. Margir stjórnmálamenn og þorri almennings heimtar ekki sömu lífskjör og 2007, eins og tvímenningarnir halda fram. Fólk krefst einfaldlega réttlætis í greiðslubyrðaburðinn. Kominn er tími til að fleiri ráðamenn og fjölmiðlungar fatti það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins vitnar í Kristin H. Gunnarsson (12.10) sem svo að oft gleymist að þótt allir (!) hafi það heldur verra en fyrir hrun, er ekki nema (!) fimmtungur í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánum sínum (upphr. ATG). Þetta notar ritstjórinn til þess að lýsa eftir umræðu um lánamál heimila á grunni blákaldra staðreynda. Eina telur hann vera þá að allar lagfæringar á lánum lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi og bláköld staðreynd sem almenningur hefur ekki vitað. Væri þá, Ólafur og Kristinn, eins með lagfæringar á lánum bólufyrirtækja og nokkur hundruð hrunvalda sem lánastofnanir taka á sig? Almenningur hefur væntanlega ekki heldur skilið að þær lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Líklega hefur alþýða manna aldrei fattað að almenningur leysir samfélagið að mestu út úr kreppum, með fé sínu og vinnu. Stórmerkilegt. Gæti verið að hasarinn í samfélaginu út af kröfum um leiðréttingu fasteignaskulda stafi af því að almenningi (miklum meirihluta) finnst byrðunum misskipt? Skilvísu lánagreiðendurnir, sem ritstjórinn og fyrrverandi alþingismaðurinn minnast á, gætu hafa frétt að lánastofnanir, einkum bankar, eignuðust lánasöfn á útsölu. Þau söfn höfðu hækkað í einu vetfangi um 20-30% eða meir. Svo sér fólkið eignahluta sinn í fasteigninni minnka hægt og bítandi meðan svigrúm til afskrifta er sagt lítið eða ekkert – um leið og það borgar skilvíslega til lánastofnunar sem hagnast þokkalega (nema kannski Íbúðalánasjóður). Heldur einhver í alvöru að skuldendur líti einfaldlega á þetta sem sjálfsagða samfélagsskyldu og viti ekki hvað kröfur um leiðréttingu þýða? Hve margir af „hinum“ eiga að bætast í hóp fólks „í alvarlegum skuldavanda“, áður en eitthvað verður að gert fyrir þessa „hina“? Þegar kröfum um önnur vinnubrögð við skuldajöfnun er mætt með barnalegum mótbárum um að kostnaðurinn lendi á skattborgurum, er einmitt verið að þvæla málinu út í kviksyndið sem ritstjórinn varar við. Auðvitað vita allir að samfélagið borgar það sem þar er gert. Meira að segja skuldlausir einstaklingar taka þátt í að borga kreppuna. Eða hvað? Um dreifingu greiðslna er að ræða þegar tekist er á um afskriftir lána eða niðurskurð þjónustu. Deilum um hvernig þær skuli dreifast! Gagnrýni ritstjórans og fyrrverandi alþingismannsins missir marks. Margir stjórnmálamenn og þorri almennings heimtar ekki sömu lífskjör og 2007, eins og tvímenningarnir halda fram. Fólk krefst einfaldlega réttlætis í greiðslubyrðaburðinn. Kominn er tími til að fleiri ráðamenn og fjölmiðlungar fatti það.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun