Allir þessir hinir Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. október 2011 07:00 Ritstjóri Fréttablaðsins vitnar í Kristin H. Gunnarsson (12.10) sem svo að oft gleymist að þótt allir (!) hafi það heldur verra en fyrir hrun, er ekki nema (!) fimmtungur í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánum sínum (upphr. ATG). Þetta notar ritstjórinn til þess að lýsa eftir umræðu um lánamál heimila á grunni blákaldra staðreynda. Eina telur hann vera þá að allar lagfæringar á lánum lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi og bláköld staðreynd sem almenningur hefur ekki vitað. Væri þá, Ólafur og Kristinn, eins með lagfæringar á lánum bólufyrirtækja og nokkur hundruð hrunvalda sem lánastofnanir taka á sig? Almenningur hefur væntanlega ekki heldur skilið að þær lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Líklega hefur alþýða manna aldrei fattað að almenningur leysir samfélagið að mestu út úr kreppum, með fé sínu og vinnu. Stórmerkilegt. Gæti verið að hasarinn í samfélaginu út af kröfum um leiðréttingu fasteignaskulda stafi af því að almenningi (miklum meirihluta) finnst byrðunum misskipt? Skilvísu lánagreiðendurnir, sem ritstjórinn og fyrrverandi alþingismaðurinn minnast á, gætu hafa frétt að lánastofnanir, einkum bankar, eignuðust lánasöfn á útsölu. Þau söfn höfðu hækkað í einu vetfangi um 20-30% eða meir. Svo sér fólkið eignahluta sinn í fasteigninni minnka hægt og bítandi meðan svigrúm til afskrifta er sagt lítið eða ekkert – um leið og það borgar skilvíslega til lánastofnunar sem hagnast þokkalega (nema kannski Íbúðalánasjóður). Heldur einhver í alvöru að skuldendur líti einfaldlega á þetta sem sjálfsagða samfélagsskyldu og viti ekki hvað kröfur um leiðréttingu þýða? Hve margir af „hinum“ eiga að bætast í hóp fólks „í alvarlegum skuldavanda“, áður en eitthvað verður að gert fyrir þessa „hina“? Þegar kröfum um önnur vinnubrögð við skuldajöfnun er mætt með barnalegum mótbárum um að kostnaðurinn lendi á skattborgurum, er einmitt verið að þvæla málinu út í kviksyndið sem ritstjórinn varar við. Auðvitað vita allir að samfélagið borgar það sem þar er gert. Meira að segja skuldlausir einstaklingar taka þátt í að borga kreppuna. Eða hvað? Um dreifingu greiðslna er að ræða þegar tekist er á um afskriftir lána eða niðurskurð þjónustu. Deilum um hvernig þær skuli dreifast! Gagnrýni ritstjórans og fyrrverandi alþingismannsins missir marks. Margir stjórnmálamenn og þorri almennings heimtar ekki sömu lífskjör og 2007, eins og tvímenningarnir halda fram. Fólk krefst einfaldlega réttlætis í greiðslubyrðaburðinn. Kominn er tími til að fleiri ráðamenn og fjölmiðlungar fatti það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins vitnar í Kristin H. Gunnarsson (12.10) sem svo að oft gleymist að þótt allir (!) hafi það heldur verra en fyrir hrun, er ekki nema (!) fimmtungur í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánum sínum (upphr. ATG). Þetta notar ritstjórinn til þess að lýsa eftir umræðu um lánamál heimila á grunni blákaldra staðreynda. Eina telur hann vera þá að allar lagfæringar á lánum lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Þetta eru auðvitað mikil tíðindi og bláköld staðreynd sem almenningur hefur ekki vitað. Væri þá, Ólafur og Kristinn, eins með lagfæringar á lánum bólufyrirtækja og nokkur hundruð hrunvalda sem lánastofnanir taka á sig? Almenningur hefur væntanlega ekki heldur skilið að þær lenda fyrr eða síðar á skattborgurunum. Líklega hefur alþýða manna aldrei fattað að almenningur leysir samfélagið að mestu út úr kreppum, með fé sínu og vinnu. Stórmerkilegt. Gæti verið að hasarinn í samfélaginu út af kröfum um leiðréttingu fasteignaskulda stafi af því að almenningi (miklum meirihluta) finnst byrðunum misskipt? Skilvísu lánagreiðendurnir, sem ritstjórinn og fyrrverandi alþingismaðurinn minnast á, gætu hafa frétt að lánastofnanir, einkum bankar, eignuðust lánasöfn á útsölu. Þau söfn höfðu hækkað í einu vetfangi um 20-30% eða meir. Svo sér fólkið eignahluta sinn í fasteigninni minnka hægt og bítandi meðan svigrúm til afskrifta er sagt lítið eða ekkert – um leið og það borgar skilvíslega til lánastofnunar sem hagnast þokkalega (nema kannski Íbúðalánasjóður). Heldur einhver í alvöru að skuldendur líti einfaldlega á þetta sem sjálfsagða samfélagsskyldu og viti ekki hvað kröfur um leiðréttingu þýða? Hve margir af „hinum“ eiga að bætast í hóp fólks „í alvarlegum skuldavanda“, áður en eitthvað verður að gert fyrir þessa „hina“? Þegar kröfum um önnur vinnubrögð við skuldajöfnun er mætt með barnalegum mótbárum um að kostnaðurinn lendi á skattborgurum, er einmitt verið að þvæla málinu út í kviksyndið sem ritstjórinn varar við. Auðvitað vita allir að samfélagið borgar það sem þar er gert. Meira að segja skuldlausir einstaklingar taka þátt í að borga kreppuna. Eða hvað? Um dreifingu greiðslna er að ræða þegar tekist er á um afskriftir lána eða niðurskurð þjónustu. Deilum um hvernig þær skuli dreifast! Gagnrýni ritstjórans og fyrrverandi alþingismannsins missir marks. Margir stjórnmálamenn og þorri almennings heimtar ekki sömu lífskjör og 2007, eins og tvímenningarnir halda fram. Fólk krefst einfaldlega réttlætis í greiðslubyrðaburðinn. Kominn er tími til að fleiri ráðamenn og fjölmiðlungar fatti það.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar