Todmobile hefur sent frá sér lagið Sjúklegt sjóv. Það er eftir gítarleikarann Þorvald Bjarna og textinn eftir Andreu Gylfadóttur. Lagið verður á sjöundu plötu hljómsveitarinnar, 7, sem kemur út 10. nóvember. Andrea og Eyþór Ingi Gunnlaugsson skipta söngnum á plötunni á milli sín og þeir Benedikt Brynleifsson og Ólafur Hólm, sem hefur lengi spilað með Nýdönsk, sjá báðir um trommuleikinn. Föstudagskvöldið 18. nóvember leikur Todmobile í fyrsta sinn í Hörpu, eða í Eldborgarsalnum, og er miðasala hafin á þá tónleika.
