Bönkum meinað að greiða arð og bónus 14. október 2011 00:00 Stefan Füle og José Manuel Barroso Kynntu nýja leið út úr kreppunni meðan Slóvakía lét bíða eftir samþykki síðustu úrræða.fréttablaðið/AP Bankar eiga hvorki að greiða út arð né kaupauka fyrr en varasjóðir þeirra eru orðnir nógu digrir til að standast þær nýju kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til þeirra. Þetta sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á miðvikudag þegar hann kynnti nýjar og enn öflugri aðgerðir til bjargar Grikklandi, evrunni og bönkum aðildarríkjanna. Meðal annars á að taka af allan vafa um að Evrópusambandið veiti Grikkjum þá aðstoð, sem þarf til að halda efnahagslífi Grikklands gangandi. Þá á að efla enn frekar neyðarsjóð ESB og hraða stækkun hans. Enn fremur á að grípa til samhæfðra aðgerða til að styrkja banka í Evrópusambandinu, meðal annars með því að aðstoða þá við að útvega sér fé í nægilega stóra varasjóði. Öll sautján ríki evrusvæðisins þurfa að samþykkja þessar nýju tillögur áður en hægt verður að hrinda þeim í framkvæmd, sem er langt og strangt ferli Síðast í gær samþykkti Slóvakía þær aðgerðir, sem ákveðið var að ráðast í síðasta sumar, en þær fólust meðal annars í verulegri stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Stjórnarandstaðan í Slóvakíu hafði fellt þær á þriðjudag, með þeim afleiðingum að ríkisstjórn landsins hrökklaðist frá völdum, en eftir það var þinginu ekkert að vanbúnaði að samþykkja stækkun neyðarsjóðsins. - gb Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Bankar eiga hvorki að greiða út arð né kaupauka fyrr en varasjóðir þeirra eru orðnir nógu digrir til að standast þær nýju kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til þeirra. Þetta sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á miðvikudag þegar hann kynnti nýjar og enn öflugri aðgerðir til bjargar Grikklandi, evrunni og bönkum aðildarríkjanna. Meðal annars á að taka af allan vafa um að Evrópusambandið veiti Grikkjum þá aðstoð, sem þarf til að halda efnahagslífi Grikklands gangandi. Þá á að efla enn frekar neyðarsjóð ESB og hraða stækkun hans. Enn fremur á að grípa til samhæfðra aðgerða til að styrkja banka í Evrópusambandinu, meðal annars með því að aðstoða þá við að útvega sér fé í nægilega stóra varasjóði. Öll sautján ríki evrusvæðisins þurfa að samþykkja þessar nýju tillögur áður en hægt verður að hrinda þeim í framkvæmd, sem er langt og strangt ferli Síðast í gær samþykkti Slóvakía þær aðgerðir, sem ákveðið var að ráðast í síðasta sumar, en þær fólust meðal annars í verulegri stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Stjórnarandstaðan í Slóvakíu hafði fellt þær á þriðjudag, með þeim afleiðingum að ríkisstjórn landsins hrökklaðist frá völdum, en eftir það var þinginu ekkert að vanbúnaði að samþykkja stækkun neyðarsjóðsins. - gb
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira