Duttu í Airwaves-lukkupott 13. október 2011 10:30 yacht Bandaríska hljómsveitin Yacht hefur mikinn áhuga á yfirskilvitlegum hlutum.fréttablaðið/stefán caged animals Fyrsta plata hljómsveitarinnar er væntanleg í næsta mánuði. fréttablaðið/Stefán Þrjár bandaríska hljómsveitir unnu samkeppni um að spila á hátíðinni Iceland Airwaves. Þær dvelja hér á landi í heila viku og verður allur kostnaður þeirra greiddur. Þrjár bandarískar hljómsveitir, Yacht, Young Magic og Caged Animals, unnu samkeppni á vegum Reyka Vodka um að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Keppnin kallaðist Breakthrough at Airwaves og og sendu 170 flytjendur inn umsóknir. Þessar þrjár útvöldu hljómsveitir unnu vikuferð til Íslands þar sem allur kostnaður verður greiddur og koma þær fram á hátíðinni ásamt Björk, Beach House, Agent Fresco, John Grant og fleiri spennandi listamönnum. Vincent Cacchione, söngvari og gítarleikari Caged Animals, er hæstánægður með að hafa komist til Íslands. „Ég tek eiginlega aldrei þátt í neinum samkeppnum því ég hef það alltaf á tilfinningunni að ég muni tapa en af einhverjum ástæðum sýndi vinur minn mér tölvupóst um þessa samkeppni. Ég hafði góða tilfinningu fyrir henni og sendi inn þrjú lög. Tveimur mánuðum síðar var haft samband við okkur og þá kom í ljós að við höfðum unnið. Það var alveg frábært, eitt það svalasta sem við höfum lent í,“ segir Cacchione. Indípoppsveitin Caged Animals er hugarfóstur Cacchione, sem byrjaði fyrir einu og hálfu ári að taka upp lög heima hjá sér. Hann setti nokkur þeirra á netið og þá byrjaði boltinn að rúlla. Tónlistarbloggarar tóku við sér og eftir það samdi hann við breska útgáfufyrirtækið Lucky Number Music. Í framhaldinu safnaði hann saman í hljómsveit fyrir sjö mánuðum og byrjaði að spila opinberlega. Fyrsta platan, Caged Animals Eat Their Own, er væntanleg í byrjun nóvember. Meðal áhrifavalda sveitarinnar eru The Velvet Underground, plötur Phils Spector frá sjöunda áratugnum og doowop-plötur frá sjötta áratugnum. Jona Bechtolt og Claire L. Evans skipa hljómsveitina Yacht, sem spilar dansvænt stuðpopp. „Við erum mjög spennt yfir því að vera hérna. Okkur hefur langað til að taka þátt í þessari hátíð síðan við fréttum fyrst af henni fyrir mörgum árum,“ segja þau í símaspjalli við blaðamann. Yacht var stofnuð árið 2002 sem sólóverkefni Bechtolt en síðan hafa fleiri bæst í hópinn, þar á meðal Evans. Yacht hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum og nefnist sú síðasta Shangri-La. Spurð um áhrifavalda sína segjast þau ekki líta til annarra hljómsveita í þeim efnum heldur frekar til eigin lífsreynslu og yfirskilvitlegra hluta. „Síðustu tvær plöturnar voru að mestu teknar upp í borginni Marfa í Texas. Þar er að finna yfirskilvitlegan hlut sem kallast leyndardómsfulla Marfa-ljósið. Því svipar að einhverju leyti til norðurljósanna en á sér enga vísindalega skýringu,“ segja þau og bæta við að mjög gaman sé að dvelja í borginni. Yacht og Caged Animals spila báðar á Airwaves í kvöld. Yacht verður á Nasa en Caged Animals í Iðnó. Young Magic verður svo á Nasa annað kvöld. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
caged animals Fyrsta plata hljómsveitarinnar er væntanleg í næsta mánuði. fréttablaðið/Stefán Þrjár bandaríska hljómsveitir unnu samkeppni um að spila á hátíðinni Iceland Airwaves. Þær dvelja hér á landi í heila viku og verður allur kostnaður þeirra greiddur. Þrjár bandarískar hljómsveitir, Yacht, Young Magic og Caged Animals, unnu samkeppni á vegum Reyka Vodka um að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Keppnin kallaðist Breakthrough at Airwaves og og sendu 170 flytjendur inn umsóknir. Þessar þrjár útvöldu hljómsveitir unnu vikuferð til Íslands þar sem allur kostnaður verður greiddur og koma þær fram á hátíðinni ásamt Björk, Beach House, Agent Fresco, John Grant og fleiri spennandi listamönnum. Vincent Cacchione, söngvari og gítarleikari Caged Animals, er hæstánægður með að hafa komist til Íslands. „Ég tek eiginlega aldrei þátt í neinum samkeppnum því ég hef það alltaf á tilfinningunni að ég muni tapa en af einhverjum ástæðum sýndi vinur minn mér tölvupóst um þessa samkeppni. Ég hafði góða tilfinningu fyrir henni og sendi inn þrjú lög. Tveimur mánuðum síðar var haft samband við okkur og þá kom í ljós að við höfðum unnið. Það var alveg frábært, eitt það svalasta sem við höfum lent í,“ segir Cacchione. Indípoppsveitin Caged Animals er hugarfóstur Cacchione, sem byrjaði fyrir einu og hálfu ári að taka upp lög heima hjá sér. Hann setti nokkur þeirra á netið og þá byrjaði boltinn að rúlla. Tónlistarbloggarar tóku við sér og eftir það samdi hann við breska útgáfufyrirtækið Lucky Number Music. Í framhaldinu safnaði hann saman í hljómsveit fyrir sjö mánuðum og byrjaði að spila opinberlega. Fyrsta platan, Caged Animals Eat Their Own, er væntanleg í byrjun nóvember. Meðal áhrifavalda sveitarinnar eru The Velvet Underground, plötur Phils Spector frá sjöunda áratugnum og doowop-plötur frá sjötta áratugnum. Jona Bechtolt og Claire L. Evans skipa hljómsveitina Yacht, sem spilar dansvænt stuðpopp. „Við erum mjög spennt yfir því að vera hérna. Okkur hefur langað til að taka þátt í þessari hátíð síðan við fréttum fyrst af henni fyrir mörgum árum,“ segja þau í símaspjalli við blaðamann. Yacht var stofnuð árið 2002 sem sólóverkefni Bechtolt en síðan hafa fleiri bæst í hópinn, þar á meðal Evans. Yacht hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum og nefnist sú síðasta Shangri-La. Spurð um áhrifavalda sína segjast þau ekki líta til annarra hljómsveita í þeim efnum heldur frekar til eigin lífsreynslu og yfirskilvitlegra hluta. „Síðustu tvær plöturnar voru að mestu teknar upp í borginni Marfa í Texas. Þar er að finna yfirskilvitlegan hlut sem kallast leyndardómsfulla Marfa-ljósið. Því svipar að einhverju leyti til norðurljósanna en á sér enga vísindalega skýringu,“ segja þau og bæta við að mjög gaman sé að dvelja í borginni. Yacht og Caged Animals spila báðar á Airwaves í kvöld. Yacht verður á Nasa en Caged Animals í Iðnó. Young Magic verður svo á Nasa annað kvöld. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira