Spears fær falleinkunn í Svíþjóð 13. október 2011 12:00 Kynþokkafull EINS OG STRÆTÓSTOPPISTÖÐ Í RIGNINGU Sænskir og danskir gagnrýnendur fara ekki fögrum orðum um tónleika Britney Spears fyrr í vikunni.nordicphotos/getty Poppprinsessan Britney Spears fær skelfilega dóma hjá dönskum og sænskum fjölmiðlum eftir tónleika sína þar í vikunni. Það var á mánudaginn sem Spears tróð upp í Herning í Danmörku og sögðu danskir gagnrýnendur hana vera jafn kynþokkafulla á sviði og „strætóstoppistöð í rigningu“. Blaðamaður Ekstra Bladet segir tónleikagesti ekki hafa fengið neitt fyrir peninginn, en uppselt var á tónleika Spears. „Ég finn til með söngkonunni, sem verður 30 ára í desember. Hún leit út eins og gömul táningsstjarna sem vildi frekar vera heima í íþróttagalla að borða franskar og horfa á lélega bíómynd.“ Tónleikarnir fá tvær stjörnur af sex mögulegum en önnur blöð gefa tónleikunum falleinkunn. Gagnrýnandi Aftonbladet í Svíþjóð tekur í sama streng eftir tónleika Spears í Malmö og lýsir söngkonunni sem „svefndrukknum uppvakningi“. Í kjölfarið á þessum dómum er víst að Spears verður að taka sig saman í andlitinu fyrir næstu tónleika hennar í Stokkhólmi á sunnudag ef bjarga á orðspori hennar í Skandinavíu. Lífið Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Poppprinsessan Britney Spears fær skelfilega dóma hjá dönskum og sænskum fjölmiðlum eftir tónleika sína þar í vikunni. Það var á mánudaginn sem Spears tróð upp í Herning í Danmörku og sögðu danskir gagnrýnendur hana vera jafn kynþokkafulla á sviði og „strætóstoppistöð í rigningu“. Blaðamaður Ekstra Bladet segir tónleikagesti ekki hafa fengið neitt fyrir peninginn, en uppselt var á tónleika Spears. „Ég finn til með söngkonunni, sem verður 30 ára í desember. Hún leit út eins og gömul táningsstjarna sem vildi frekar vera heima í íþróttagalla að borða franskar og horfa á lélega bíómynd.“ Tónleikarnir fá tvær stjörnur af sex mögulegum en önnur blöð gefa tónleikunum falleinkunn. Gagnrýnandi Aftonbladet í Svíþjóð tekur í sama streng eftir tónleika Spears í Malmö og lýsir söngkonunni sem „svefndrukknum uppvakningi“. Í kjölfarið á þessum dómum er víst að Spears verður að taka sig saman í andlitinu fyrir næstu tónleika hennar í Stokkhólmi á sunnudag ef bjarga á orðspori hennar í Skandinavíu.
Lífið Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira