Ellen og Tobbi: Hann sér framtíð tískunnar fyrir sér í þrívídd 13. október 2011 09:30 Knúsaður af Gaga Nicola Formichetti er maðurinn á bak við frumlega búninga tónlistarkonunnar Lady Gaga og ber samstarfinu við CCP vel söguna í heimildarmyndinni. Heimildarmynd um Formichetti Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason gerðu heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans CCP og stílistans fræga Nicola Formichetti. Myndin hefur vakið mikla athygli og er komin inn á síðuna Dazed Digital. „Þetta var skemmtilegt ferli og gaman að vinna að þessari mynd með CCP, sem fjallar á margan hátt um framtíð tískunnar,“ segir Ellen Loftsdóttir, en hún leikstýrði nýverið heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans og stílistans Nicola Formichetti, ásamt kærasta sínum Þorbirni Ingasyni. Samstarf CCP við stílistann var í tengslum við tískuvikuna í New York þar, sem Formichetti kynnti til sögunnar þrívíddartískusýningu með fyrirsætunni Rick Genest, sem betur er þekktur sem Zombie Boy, í aðalhlutverki. Nicola Formichetti er einn frægasti stílisti í heimi, listrænn stjórnandi Thierry Mugler tískuhússins og stílisti tónlistarkonunar Lady Gaga. Hann er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað nokkrum sinnum. „CCP hafði samband við okkur um að gera þessa mynd, þar sem þau vildu fá fólk með innsæi í heim tískunnar í samstarf. Þetta verkefni við Formichetti er meira tengt tísku en fyrirtækið hefur nokkurn tíma gert. Það var líka gaman fyrir okkur að upplifa alla þá tæknilegu þekkingu sem CCP er búið að þróa með sér undanfarin ár,“ segir Ellen. Hún og Þorbjörn starfa bæði fyrir vinnustofuna Narva og hafa meðal annars gert heimildarmyndir, tískumyndir og tónlistarmyndbönd, en Ellen hefur unnið sem stílisti bæði hér heima og erlendis í nokkur ár. „Þegar ég frétti hvern heimildarmyndin var um varð ég mjög ánægð, þar sem ég hef fylgst með Formichetti í næstum tíu ár og ber mikla virðingu fyrir hans störfum,“ segir hún og bætir við að það sé í raun Formichetti að þakka að Lady Gaga sé fræg í dag, enda hafi búningar hennar vakið óskipta athygli gegnum tíðina. Ellen og Tobbi fylgdu stílistanum eftir á tískuvikunni í New York og tóku viðtöl við yfirmenn CCP og fyrirsætuna Zombie Boy. Heimildarmyndin var síðan birt á vefsíðunni Dazed Digital fyrr í vikunni og hefur vakið mikið athygli, enda talar Formichetti blákalt um að framtíð tískunnar sé á tölvuskjánum. „Formichetti sér framtíðina tískunnar fyrir sér í þrívídd, sem er frekar rosalegt. Hann vill meina að eftir nokkur ár eigi allir eftir að eiga útgáfu af sjálfum sér í tölvunni, sem við eigum frekar eftir að vilja klæða upp. Það er eiginlega fáránlegt að segja það en gæti verið þróunin,“ segir Ellen áður en hún brunar af stað á frumsýningu íslensku myndarinnar Borgríki, en hún sá einmitt um búningana í þeirri mynd. alfrun@frettabladid.is Íslandsvinir Lífið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Heimildarmynd um Formichetti Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason gerðu heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans CCP og stílistans fræga Nicola Formichetti. Myndin hefur vakið mikla athygli og er komin inn á síðuna Dazed Digital. „Þetta var skemmtilegt ferli og gaman að vinna að þessari mynd með CCP, sem fjallar á margan hátt um framtíð tískunnar,“ segir Ellen Loftsdóttir, en hún leikstýrði nýverið heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans og stílistans Nicola Formichetti, ásamt kærasta sínum Þorbirni Ingasyni. Samstarf CCP við stílistann var í tengslum við tískuvikuna í New York þar, sem Formichetti kynnti til sögunnar þrívíddartískusýningu með fyrirsætunni Rick Genest, sem betur er þekktur sem Zombie Boy, í aðalhlutverki. Nicola Formichetti er einn frægasti stílisti í heimi, listrænn stjórnandi Thierry Mugler tískuhússins og stílisti tónlistarkonunar Lady Gaga. Hann er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað nokkrum sinnum. „CCP hafði samband við okkur um að gera þessa mynd, þar sem þau vildu fá fólk með innsæi í heim tískunnar í samstarf. Þetta verkefni við Formichetti er meira tengt tísku en fyrirtækið hefur nokkurn tíma gert. Það var líka gaman fyrir okkur að upplifa alla þá tæknilegu þekkingu sem CCP er búið að þróa með sér undanfarin ár,“ segir Ellen. Hún og Þorbjörn starfa bæði fyrir vinnustofuna Narva og hafa meðal annars gert heimildarmyndir, tískumyndir og tónlistarmyndbönd, en Ellen hefur unnið sem stílisti bæði hér heima og erlendis í nokkur ár. „Þegar ég frétti hvern heimildarmyndin var um varð ég mjög ánægð, þar sem ég hef fylgst með Formichetti í næstum tíu ár og ber mikla virðingu fyrir hans störfum,“ segir hún og bætir við að það sé í raun Formichetti að þakka að Lady Gaga sé fræg í dag, enda hafi búningar hennar vakið óskipta athygli gegnum tíðina. Ellen og Tobbi fylgdu stílistanum eftir á tískuvikunni í New York og tóku viðtöl við yfirmenn CCP og fyrirsætuna Zombie Boy. Heimildarmyndin var síðan birt á vefsíðunni Dazed Digital fyrr í vikunni og hefur vakið mikið athygli, enda talar Formichetti blákalt um að framtíð tískunnar sé á tölvuskjánum. „Formichetti sér framtíðina tískunnar fyrir sér í þrívídd, sem er frekar rosalegt. Hann vill meina að eftir nokkur ár eigi allir eftir að eiga útgáfu af sjálfum sér í tölvunni, sem við eigum frekar eftir að vilja klæða upp. Það er eiginlega fáránlegt að segja það en gæti verið þróunin,“ segir Ellen áður en hún brunar af stað á frumsýningu íslensku myndarinnar Borgríki, en hún sá einmitt um búningana í þeirri mynd. alfrun@frettabladid.is
Íslandsvinir Lífið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira