Courtney Love hefur undirritað samning við bókaforlagið William Morrow um útgáfu sjálfsævisögu. Í bókinni fjallar hún um hjónaband sitt við Kurt Cobain, fyrrum söngvara Nirvana, og feril sinn sem rokkstjarna og leikkona.
Einnig fjallar hún um sambönd sín við aðrar stjörnur og dótturina Frances Bean. Fyrr á þessu ári sagði rithöfundurinn Neil Strauss frá því að Love hefði boðið honum að sjúga ösku Cobains uppi í nefið á sér er hann ræddi við hana á heimili hennar í tengslum við bók sína Everyone Loves You When You Are Dead: Journeys into Fame and Madness.
