The Saturdays til landsins 30. september 2011 13:00 Vinsælar The Saturdays er ein vinsælasta hljómsveitin í Bretlandi um þessar mundir. Stúlkurnar eru fastir gestir á forsíðum slúðurblaðanna og hafa oftar en ekki átt vingott við þekkta enska íþróttamenn.NordicPhotos/Getty Enska stúlknasveitin The Saturdays er væntanleg til Íslands um helgina. Stelpurnar ætla að taka upp myndband við nýjan slagara sinn, My Heart Takes Over, sem er nýkominn út. Einar Sveinn, markaðsstjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus sem mun þjónusta tökuliðið, segir að þetta hafi borið frekar brátt að. „Þær ætla að gera þetta í nágrenni við Reykjavík, þetta er ekkert stórt enda eru menn farnir að draga úr kostnaði við gerð myndbanda. Og engir Íslendingar koma fyrir í myndbandinu,“ segir Einar. „Þær eru bara að leita að fallegum landslagsmyndum fyrir hverja og eina.“ The Saturdays hafa notið töluverðra vinsælda hér á landi, verið spilaðar á FM 957 og náð þar inn á lista samkvæmt upplýsingum frá dagskrárstjóra stöðvarinnar, Heiðari Austmann. Sara Nassim, framleiðandi hjá Pegasus, segir þau binda vonir við að veðrið verði ögn skárra um helgina en það hafi verið undanfarna daga. The Saturdays verða hér á landi í þrjá daga og með þeim kemur heill her af stílistum og förðunarfræðingum. „Þetta er svona hefðbundið íslenskt myndband á þessum dæmigerðu íslensku tökustöðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við verðum töluvert á ferðinni,“ segir Sara en leikstjóri myndbandsins er Elisha Smith-Leverock sem hefur meðal annars gert myndbönd fyrir Bombay Bicycle Club. Þetta er í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma sem breskar poppstjörnur velja Ísland. Elliot John Gleave, betur þekktur sem Example, var staddur hér á landi fyrir viku og gerði myndband með Pegasus þar sem fyrirsætan Svala Lind Þórðardóttir, Fjölnir Geir Bragason og Þorsteinn Bachmann voru í stórum hlutverkum. The Saturdays er ein stærsta stúlknasveit Bretlands um þessar mundir og liðsmenn hennar eru æði oft á forsíðum bresku slúðurblaðanna. Þekktust þeirra er Frankie Sandford en hún var sögð eiga í ástarsambandi við örvfætta bakvörðinn Ashley Cole þegar hann var kvæntur söngkonunni Cheryl Cole. Sandford er núna á föstu með öðrum knattspyrnukappa, sem einnig er örvfættur og leikur stöðu bakvarðar, en hann heitir Wayne Bridge og er á mála hjá Manchester City í Úrvalsdeildinni. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Sjá meira
Enska stúlknasveitin The Saturdays er væntanleg til Íslands um helgina. Stelpurnar ætla að taka upp myndband við nýjan slagara sinn, My Heart Takes Over, sem er nýkominn út. Einar Sveinn, markaðsstjóri framleiðslufyrirtækisins Pegasus sem mun þjónusta tökuliðið, segir að þetta hafi borið frekar brátt að. „Þær ætla að gera þetta í nágrenni við Reykjavík, þetta er ekkert stórt enda eru menn farnir að draga úr kostnaði við gerð myndbanda. Og engir Íslendingar koma fyrir í myndbandinu,“ segir Einar. „Þær eru bara að leita að fallegum landslagsmyndum fyrir hverja og eina.“ The Saturdays hafa notið töluverðra vinsælda hér á landi, verið spilaðar á FM 957 og náð þar inn á lista samkvæmt upplýsingum frá dagskrárstjóra stöðvarinnar, Heiðari Austmann. Sara Nassim, framleiðandi hjá Pegasus, segir þau binda vonir við að veðrið verði ögn skárra um helgina en það hafi verið undanfarna daga. The Saturdays verða hér á landi í þrjá daga og með þeim kemur heill her af stílistum og förðunarfræðingum. „Þetta er svona hefðbundið íslenskt myndband á þessum dæmigerðu íslensku tökustöðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við verðum töluvert á ferðinni,“ segir Sara en leikstjóri myndbandsins er Elisha Smith-Leverock sem hefur meðal annars gert myndbönd fyrir Bombay Bicycle Club. Þetta er í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma sem breskar poppstjörnur velja Ísland. Elliot John Gleave, betur þekktur sem Example, var staddur hér á landi fyrir viku og gerði myndband með Pegasus þar sem fyrirsætan Svala Lind Þórðardóttir, Fjölnir Geir Bragason og Þorsteinn Bachmann voru í stórum hlutverkum. The Saturdays er ein stærsta stúlknasveit Bretlands um þessar mundir og liðsmenn hennar eru æði oft á forsíðum bresku slúðurblaðanna. Þekktust þeirra er Frankie Sandford en hún var sögð eiga í ástarsambandi við örvfætta bakvörðinn Ashley Cole þegar hann var kvæntur söngkonunni Cheryl Cole. Sandford er núna á föstu með öðrum knattspyrnukappa, sem einnig er örvfættur og leikur stöðu bakvarðar, en hann heitir Wayne Bridge og er á mála hjá Manchester City í Úrvalsdeildinni. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Már Gunnars genginn út Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Sjá meira