Hafnfirsku veiðifélagi helst illa á sófasettum 30. september 2011 06:00 Við djúpavatn Einhvers staðar situr nú einhver í íburðarmiklu en illa fengnu ítölsku sófasetti sem þar til um síðustu helgi var helsta stofustássið í húsi Stangveiðifélags Hafnarfjarðar við Djúpavatn á Reykjanesi.mYND/hALLDÓR gUNNARSSON „Koníaksbrúnu, vönduðu leðursófasetti var stolið frá okkur,“ segir Hans Unnþór Ólason, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar (SVH), sem um helgina varð fyrir barðinu á þjófum sem heimsóttu veiðihús félagsins við Djúpavatn. Ekki er lengra síðan en í fyrra að öðru leðursófasetti var stolið úr einu veiðihúsa Stangveiðifélags Hafnarfjarðar. Það var við Hlíðarvatn. „Það var notað, flöskugrænt sófasett – alveg forljótt. Ég hélt við værum örugg því enginn myndi vilja grænt sófasett en það var nú samt tekið,“ segir Vilborg Reynisdóttir, gjaldkeri félagsins og má glöggt heyra að gjaldkeranum blöskrar smekkleysi þjófanna sem voru á ferð við Hlíðarvatn í fyrra. Sófasettið í veiðihúsinu við Hlíðarvatn var keypt notað en það sem var í Djúpavatni var að sögn Hans keypt nýtt út úr búð og það var dýrt jafnvel þótt afsláttur hafi fengist. Veiðifélagið fær engar tryggingarbætur þar sem lykill fyrir veiðimenn er geymdur við húsið. Alvanalegt er að veiðihús séu ólæst á sumrin. „Þetta er því tilfinnanlegt tjón fyrir okkur,“ segir Hans. Vilborg segir hrikalegt að menn geti einfaldlega valsað um og tekið hluti ófrjálsri hendi. „Þeir hafa þurft að vera sterkir og með stóran bíl. Þetta sófasett í Djúpavatni var þannig að ég hélt að það þyrfti að rífa húsið til að koma því inn, það var svo stórt,“ segir hún. Þjófnaðurinn úr húsinu við Djúpavatn uppgötvaðist á þriðjudag þegar umsjónarmaður fór til að ganga frá veiðihúsinu fyrir veturinn. „Hann kom að opnum svaladyrunum með gardínurnar blaktandi út,“ segir Vilborg sem kveður síðast vitað um mannaferðir þar áður við húsið á fimmtudaginn í síðustu viku. Djúpavatn er vestan við Sveifluháls á Reykjanesi. Hans segir það nánast árvisst að farið sé inn í veiðihús sem ýmis félög eru með við Hlíðarvatn. „Þeir hafa jafnvel stolið hnífaparabökkunum úr skúffunum og mjólkurglösum úr skápunum. En það er langt síðan við höfum lent í svona hremmingum í Djúpavatni. Tvisvar sinnum var húsið þó nánast tæmt. Þá voru teknir ofnar, eldavélar og sófar – allur pakkinn.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
„Koníaksbrúnu, vönduðu leðursófasetti var stolið frá okkur,“ segir Hans Unnþór Ólason, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar (SVH), sem um helgina varð fyrir barðinu á þjófum sem heimsóttu veiðihús félagsins við Djúpavatn. Ekki er lengra síðan en í fyrra að öðru leðursófasetti var stolið úr einu veiðihúsa Stangveiðifélags Hafnarfjarðar. Það var við Hlíðarvatn. „Það var notað, flöskugrænt sófasett – alveg forljótt. Ég hélt við værum örugg því enginn myndi vilja grænt sófasett en það var nú samt tekið,“ segir Vilborg Reynisdóttir, gjaldkeri félagsins og má glöggt heyra að gjaldkeranum blöskrar smekkleysi þjófanna sem voru á ferð við Hlíðarvatn í fyrra. Sófasettið í veiðihúsinu við Hlíðarvatn var keypt notað en það sem var í Djúpavatni var að sögn Hans keypt nýtt út úr búð og það var dýrt jafnvel þótt afsláttur hafi fengist. Veiðifélagið fær engar tryggingarbætur þar sem lykill fyrir veiðimenn er geymdur við húsið. Alvanalegt er að veiðihús séu ólæst á sumrin. „Þetta er því tilfinnanlegt tjón fyrir okkur,“ segir Hans. Vilborg segir hrikalegt að menn geti einfaldlega valsað um og tekið hluti ófrjálsri hendi. „Þeir hafa þurft að vera sterkir og með stóran bíl. Þetta sófasett í Djúpavatni var þannig að ég hélt að það þyrfti að rífa húsið til að koma því inn, það var svo stórt,“ segir hún. Þjófnaðurinn úr húsinu við Djúpavatn uppgötvaðist á þriðjudag þegar umsjónarmaður fór til að ganga frá veiðihúsinu fyrir veturinn. „Hann kom að opnum svaladyrunum með gardínurnar blaktandi út,“ segir Vilborg sem kveður síðast vitað um mannaferðir þar áður við húsið á fimmtudaginn í síðustu viku. Djúpavatn er vestan við Sveifluháls á Reykjanesi. Hans segir það nánast árvisst að farið sé inn í veiðihús sem ýmis félög eru með við Hlíðarvatn. „Þeir hafa jafnvel stolið hnífaparabökkunum úr skúffunum og mjólkurglösum úr skápunum. En það er langt síðan við höfum lent í svona hremmingum í Djúpavatni. Tvisvar sinnum var húsið þó nánast tæmt. Þá voru teknir ofnar, eldavélar og sófar – allur pakkinn.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira