Hafnfirsku veiðifélagi helst illa á sófasettum 30. september 2011 06:00 Við djúpavatn Einhvers staðar situr nú einhver í íburðarmiklu en illa fengnu ítölsku sófasetti sem þar til um síðustu helgi var helsta stofustássið í húsi Stangveiðifélags Hafnarfjarðar við Djúpavatn á Reykjanesi.mYND/hALLDÓR gUNNARSSON „Koníaksbrúnu, vönduðu leðursófasetti var stolið frá okkur,“ segir Hans Unnþór Ólason, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar (SVH), sem um helgina varð fyrir barðinu á þjófum sem heimsóttu veiðihús félagsins við Djúpavatn. Ekki er lengra síðan en í fyrra að öðru leðursófasetti var stolið úr einu veiðihúsa Stangveiðifélags Hafnarfjarðar. Það var við Hlíðarvatn. „Það var notað, flöskugrænt sófasett – alveg forljótt. Ég hélt við værum örugg því enginn myndi vilja grænt sófasett en það var nú samt tekið,“ segir Vilborg Reynisdóttir, gjaldkeri félagsins og má glöggt heyra að gjaldkeranum blöskrar smekkleysi þjófanna sem voru á ferð við Hlíðarvatn í fyrra. Sófasettið í veiðihúsinu við Hlíðarvatn var keypt notað en það sem var í Djúpavatni var að sögn Hans keypt nýtt út úr búð og það var dýrt jafnvel þótt afsláttur hafi fengist. Veiðifélagið fær engar tryggingarbætur þar sem lykill fyrir veiðimenn er geymdur við húsið. Alvanalegt er að veiðihús séu ólæst á sumrin. „Þetta er því tilfinnanlegt tjón fyrir okkur,“ segir Hans. Vilborg segir hrikalegt að menn geti einfaldlega valsað um og tekið hluti ófrjálsri hendi. „Þeir hafa þurft að vera sterkir og með stóran bíl. Þetta sófasett í Djúpavatni var þannig að ég hélt að það þyrfti að rífa húsið til að koma því inn, það var svo stórt,“ segir hún. Þjófnaðurinn úr húsinu við Djúpavatn uppgötvaðist á þriðjudag þegar umsjónarmaður fór til að ganga frá veiðihúsinu fyrir veturinn. „Hann kom að opnum svaladyrunum með gardínurnar blaktandi út,“ segir Vilborg sem kveður síðast vitað um mannaferðir þar áður við húsið á fimmtudaginn í síðustu viku. Djúpavatn er vestan við Sveifluháls á Reykjanesi. Hans segir það nánast árvisst að farið sé inn í veiðihús sem ýmis félög eru með við Hlíðarvatn. „Þeir hafa jafnvel stolið hnífaparabökkunum úr skúffunum og mjólkurglösum úr skápunum. En það er langt síðan við höfum lent í svona hremmingum í Djúpavatni. Tvisvar sinnum var húsið þó nánast tæmt. Þá voru teknir ofnar, eldavélar og sófar – allur pakkinn.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
„Koníaksbrúnu, vönduðu leðursófasetti var stolið frá okkur,“ segir Hans Unnþór Ólason, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar (SVH), sem um helgina varð fyrir barðinu á þjófum sem heimsóttu veiðihús félagsins við Djúpavatn. Ekki er lengra síðan en í fyrra að öðru leðursófasetti var stolið úr einu veiðihúsa Stangveiðifélags Hafnarfjarðar. Það var við Hlíðarvatn. „Það var notað, flöskugrænt sófasett – alveg forljótt. Ég hélt við værum örugg því enginn myndi vilja grænt sófasett en það var nú samt tekið,“ segir Vilborg Reynisdóttir, gjaldkeri félagsins og má glöggt heyra að gjaldkeranum blöskrar smekkleysi þjófanna sem voru á ferð við Hlíðarvatn í fyrra. Sófasettið í veiðihúsinu við Hlíðarvatn var keypt notað en það sem var í Djúpavatni var að sögn Hans keypt nýtt út úr búð og það var dýrt jafnvel þótt afsláttur hafi fengist. Veiðifélagið fær engar tryggingarbætur þar sem lykill fyrir veiðimenn er geymdur við húsið. Alvanalegt er að veiðihús séu ólæst á sumrin. „Þetta er því tilfinnanlegt tjón fyrir okkur,“ segir Hans. Vilborg segir hrikalegt að menn geti einfaldlega valsað um og tekið hluti ófrjálsri hendi. „Þeir hafa þurft að vera sterkir og með stóran bíl. Þetta sófasett í Djúpavatni var þannig að ég hélt að það þyrfti að rífa húsið til að koma því inn, það var svo stórt,“ segir hún. Þjófnaðurinn úr húsinu við Djúpavatn uppgötvaðist á þriðjudag þegar umsjónarmaður fór til að ganga frá veiðihúsinu fyrir veturinn. „Hann kom að opnum svaladyrunum með gardínurnar blaktandi út,“ segir Vilborg sem kveður síðast vitað um mannaferðir þar áður við húsið á fimmtudaginn í síðustu viku. Djúpavatn er vestan við Sveifluháls á Reykjanesi. Hans segir það nánast árvisst að farið sé inn í veiðihús sem ýmis félög eru með við Hlíðarvatn. „Þeir hafa jafnvel stolið hnífaparabökkunum úr skúffunum og mjólkurglösum úr skápunum. En það er langt síðan við höfum lent í svona hremmingum í Djúpavatni. Tvisvar sinnum var húsið þó nánast tæmt. Þá voru teknir ofnar, eldavélar og sófar – allur pakkinn.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira