Vegna mikillar eftirspurnar verða haldnir tónleikar til heiðurs Freddie Mercury, fyrrum söngvara Queen, í menningarhúsinu Hofi á Akureyri 18. nóvember. Nú þegar er uppselt á þrenna Mercury-tónleika sem verða í Hörpu 23. og 24. nóvember.
Stórskotalið hljóðfæraleikara og söngvara mun á tónleikunum minnast Mercury, sem lést 24. nóvember 1991. Tónlistina í Hofi flytja þau Matthías Matthíasson, Friðrik Ómar, Magni og Hulda Björk Garðarsdóttir, auk sérstakra norðlenskra gesta, Vals Hvanndalsbróður og Svenna Þórs. Miðasala á tónleikana hefst á morgun.
