Skattastefna eða skammtímareddingar? Almar Guðmundsson skrifar 29. september 2011 06:00 Nú styttist í birtingu fjárlaga fyrir árið 2012. Tekjuhlið fjárlaga hefur tekið mjög miklum breytingum á síðustu þremur árum. Vissulega lá ljóst fyrir eftir bankahrun að ná þyrfti tökum á ríkisfjármálum og að auka þyrfti tekjuöflun ríkissjóðs samfara því. Á því tel ég að ríki nokkuð góður skilningur meðal einstaklinga og fyrirtækja. En það er ekki sama hvernig það er framkvæmt. Og það er ekki sama hvaða framtíðarsýn (ef einhver) er sett fram samhliða slíkum aðgerðum. Framganga stjórnvalda undanfarin misseri í skattamálum og gjaldtöku er gagnrýniverð. Það skortir alla framtíðarsýn og aðgerðir virðast einna helst miðast við að bjarga tekjum næstu 12 mánaða – stundum með léttvægri röksemdafærslu og nær alltaf er meira flækjustig leiðin sem valin er.Heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu?Í apríl á síðasta ári skipaði fjármálaráðherra starfshóp sem fékk það verkefni „að móta og setja fram heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu“. Hópurinn átti að skila af sér tillögum fyrir lok árs 2010. Um er að ræða mjög þarft verkefni sem flestir hagsmunaaðilar sýndu mikinn áhuga. Starfshópurinn skilaði áfangaskýrslu í september í fyrra, sem var fyrst og fremst útfærsla á hugmyndum sem komu til framkvæmda í fjárlögum fyrir árið í ár. Undirritaður situr í svokallaðri samráðsnefnd sem vinna á samhliða starfshópnum. Sú nefnd hefur ekki komið saman í eitt ár. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu mun starfshópurinn vera enn að störfum, en það fer lítið fyrir þeirri vinnu út á við og gagnvart samráðsnefndinni. Það er auðvitað með hreinum ólíkindum að þremur árum eftir að forsendur í efnahagslífi og hagstjórn gerbreyttust skulu stjórnvöld enn ekki hafa markað sér framtíðarsýn í skattamálum. Skammtímareddingar munu því enn á ný vera lykilstefið á tekjuhlið fjárlaga fyrir árið 2012.Skattar og hagstjórnarmarkmiðStjórn ríkisfjármála er annar af lykilþáttum í hagstjórn hvers lands, ásamt peningastefnu. Rekstur og afkoma hins opinbera hafa áhrif á hagkerfið og viðgang þess. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Skattar – ásamt vöxtum – eru líklega sá verðmælikvarði í hagkerfinu sem hefur mest áhrif á hegðun fyrirtækja og einstaklinga og því eðlilegt að skoða áhrif þeirra. Þannig hefur gífurleg hækkun tryggingagjalds launa áhrif á atvinnusköpun. Spegilmynd hærri tekna ríkissjóðs, hærri launakostnaður fyrirtækja, dregur úr hvatanum til að ráða fólk í vinnu. Hærra tryggingagjald skilar ríkinu vissulega miklum tekjum – en líka kostnaði í formi hærra atvinnuleysis en ella. Sömu sögu er að segja um hærri fjármagnstekjuskatt, breytingar á skattlagningu arðs og álagningu nýs eignarskatts (betur þekktur undir fegrunarheitinu „auðlegðarskattur“). Samhengi þessara þátta – og reyndar fleiri – gera það ekki sérlega fýsilegt að fjárfesta í atvinnustarfsemi. Það er dýr lexía í hagstjórn á tímum efnahagssamdráttar þegar skattar hvetja hvorki til fjárfestinga né til aukinnar atvinnu. Það bitnar auðvitað mest á ríkissjóði sjálfum, enda vaxa skattstofnar hægt – ef eitthvað – við þessar aðstæður. Á ýmsum sviðum er það svo áhyggjuefni að hækkandi skattar færa ýmsa starfsemi út úr hagkerfinu. Svört vinna, heimabrugg og ýmislegt annað virðist vera að skjóta upp kollinum í ríkari mæli. Það getur ekki verið skynsöm skattastefna að efla neðanjarðarhagkerfið."Computer says no!“Skattar, tollar og gjöld eru að nokkru leyti frumskógur, sem er ekki mjög skiljanlegur almennum neytendum. Sá sem hætti við að kaupa sér brauðrist og keypti sér samlokugrill í staðinn verður að sætta sig við að kaupa grillið með 20% vörugjaldi. Brauðristin er undanþegin vörugjaldi, enda engin ástæða til að rukka fyrir lóðrétta ristun. Kúamjólk ber engin vörugjöld, en af sojamjólk greiðast 16 kr. á hvern lítra. Ipod touch lófatölva, þar sem hægt er að senda tölvupóst og vafra um netið, ber 25% vörugjald enda skilgreind sem „afspilunartæki“ (með ansi mögnuðum „auka“eiginleikum). Í síðasttalda tilvikinu og fleirum er niðurstaðan sú að verslun á viðkomandi vörum færist úr landi, með tilheyrandi (beinum og óbeinum) tekjumissi fyrir ríkissjóð. Hvenær kemur ríkisstjórn eða stjórnmálamenn sem vilja einfalda kerfið, afnema vörugjöld og nota eingöngu virðisaukaskatt? Það kerfi er einfalt og allir skilja það. Það kerfi byggir ekki á ójafnræði milli einstakra vöruflokka og jafnvel milli staðkvæmdarvara. Ríkið yrði vissulega af tekjum á jaðrinum en á móti færist verslun aftur til Íslands. Kannski finnst stjórnmálamönnum allt í lagi að svarið verði áfram eins og hjá félögunum í Little Brittain: „Sorry, computer says no!“.Einfalt kerfi – einföld framtíðarsýnÉg vil gera þá kröfu að skattkerfið sé sem einfaldast og skýrast gagnvart þeim sem mestra hagsmuna hafa að gæta: skattgreiðendum sjálfum. Ofangreint sýnir að það eru fjöldamargar ambögur á skattkerfinu – en á móti er ljóst að ýmsar breytingar eru vissulega vandasamar og fela í sér svör við pólitískum spurningum. Við hljótum samt að vilja að kerfið sé talið sanngjarnt og skiljanlegt. Ef það flækist fyrir okkur að móta framtíðarsýn, þá heldur flækjustig skattkerfisins áfram að aukast. Við töpum öll á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú styttist í birtingu fjárlaga fyrir árið 2012. Tekjuhlið fjárlaga hefur tekið mjög miklum breytingum á síðustu þremur árum. Vissulega lá ljóst fyrir eftir bankahrun að ná þyrfti tökum á ríkisfjármálum og að auka þyrfti tekjuöflun ríkissjóðs samfara því. Á því tel ég að ríki nokkuð góður skilningur meðal einstaklinga og fyrirtækja. En það er ekki sama hvernig það er framkvæmt. Og það er ekki sama hvaða framtíðarsýn (ef einhver) er sett fram samhliða slíkum aðgerðum. Framganga stjórnvalda undanfarin misseri í skattamálum og gjaldtöku er gagnrýniverð. Það skortir alla framtíðarsýn og aðgerðir virðast einna helst miðast við að bjarga tekjum næstu 12 mánaða – stundum með léttvægri röksemdafærslu og nær alltaf er meira flækjustig leiðin sem valin er.Heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu?Í apríl á síðasta ári skipaði fjármálaráðherra starfshóp sem fékk það verkefni „að móta og setja fram heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu“. Hópurinn átti að skila af sér tillögum fyrir lok árs 2010. Um er að ræða mjög þarft verkefni sem flestir hagsmunaaðilar sýndu mikinn áhuga. Starfshópurinn skilaði áfangaskýrslu í september í fyrra, sem var fyrst og fremst útfærsla á hugmyndum sem komu til framkvæmda í fjárlögum fyrir árið í ár. Undirritaður situr í svokallaðri samráðsnefnd sem vinna á samhliða starfshópnum. Sú nefnd hefur ekki komið saman í eitt ár. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu mun starfshópurinn vera enn að störfum, en það fer lítið fyrir þeirri vinnu út á við og gagnvart samráðsnefndinni. Það er auðvitað með hreinum ólíkindum að þremur árum eftir að forsendur í efnahagslífi og hagstjórn gerbreyttust skulu stjórnvöld enn ekki hafa markað sér framtíðarsýn í skattamálum. Skammtímareddingar munu því enn á ný vera lykilstefið á tekjuhlið fjárlaga fyrir árið 2012.Skattar og hagstjórnarmarkmiðStjórn ríkisfjármála er annar af lykilþáttum í hagstjórn hvers lands, ásamt peningastefnu. Rekstur og afkoma hins opinbera hafa áhrif á hagkerfið og viðgang þess. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Skattar – ásamt vöxtum – eru líklega sá verðmælikvarði í hagkerfinu sem hefur mest áhrif á hegðun fyrirtækja og einstaklinga og því eðlilegt að skoða áhrif þeirra. Þannig hefur gífurleg hækkun tryggingagjalds launa áhrif á atvinnusköpun. Spegilmynd hærri tekna ríkissjóðs, hærri launakostnaður fyrirtækja, dregur úr hvatanum til að ráða fólk í vinnu. Hærra tryggingagjald skilar ríkinu vissulega miklum tekjum – en líka kostnaði í formi hærra atvinnuleysis en ella. Sömu sögu er að segja um hærri fjármagnstekjuskatt, breytingar á skattlagningu arðs og álagningu nýs eignarskatts (betur þekktur undir fegrunarheitinu „auðlegðarskattur“). Samhengi þessara þátta – og reyndar fleiri – gera það ekki sérlega fýsilegt að fjárfesta í atvinnustarfsemi. Það er dýr lexía í hagstjórn á tímum efnahagssamdráttar þegar skattar hvetja hvorki til fjárfestinga né til aukinnar atvinnu. Það bitnar auðvitað mest á ríkissjóði sjálfum, enda vaxa skattstofnar hægt – ef eitthvað – við þessar aðstæður. Á ýmsum sviðum er það svo áhyggjuefni að hækkandi skattar færa ýmsa starfsemi út úr hagkerfinu. Svört vinna, heimabrugg og ýmislegt annað virðist vera að skjóta upp kollinum í ríkari mæli. Það getur ekki verið skynsöm skattastefna að efla neðanjarðarhagkerfið."Computer says no!“Skattar, tollar og gjöld eru að nokkru leyti frumskógur, sem er ekki mjög skiljanlegur almennum neytendum. Sá sem hætti við að kaupa sér brauðrist og keypti sér samlokugrill í staðinn verður að sætta sig við að kaupa grillið með 20% vörugjaldi. Brauðristin er undanþegin vörugjaldi, enda engin ástæða til að rukka fyrir lóðrétta ristun. Kúamjólk ber engin vörugjöld, en af sojamjólk greiðast 16 kr. á hvern lítra. Ipod touch lófatölva, þar sem hægt er að senda tölvupóst og vafra um netið, ber 25% vörugjald enda skilgreind sem „afspilunartæki“ (með ansi mögnuðum „auka“eiginleikum). Í síðasttalda tilvikinu og fleirum er niðurstaðan sú að verslun á viðkomandi vörum færist úr landi, með tilheyrandi (beinum og óbeinum) tekjumissi fyrir ríkissjóð. Hvenær kemur ríkisstjórn eða stjórnmálamenn sem vilja einfalda kerfið, afnema vörugjöld og nota eingöngu virðisaukaskatt? Það kerfi er einfalt og allir skilja það. Það kerfi byggir ekki á ójafnræði milli einstakra vöruflokka og jafnvel milli staðkvæmdarvara. Ríkið yrði vissulega af tekjum á jaðrinum en á móti færist verslun aftur til Íslands. Kannski finnst stjórnmálamönnum allt í lagi að svarið verði áfram eins og hjá félögunum í Little Brittain: „Sorry, computer says no!“.Einfalt kerfi – einföld framtíðarsýnÉg vil gera þá kröfu að skattkerfið sé sem einfaldast og skýrast gagnvart þeim sem mestra hagsmuna hafa að gæta: skattgreiðendum sjálfum. Ofangreint sýnir að það eru fjöldamargar ambögur á skattkerfinu – en á móti er ljóst að ýmsar breytingar eru vissulega vandasamar og fela í sér svör við pólitískum spurningum. Við hljótum samt að vilja að kerfið sé talið sanngjarnt og skiljanlegt. Ef það flækist fyrir okkur að móta framtíðarsýn, þá heldur flækjustig skattkerfisins áfram að aukast. Við töpum öll á því.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun