SVÞ gagnrýna tolla- og innflutningsstefnu 27. september 2011 05:00 Vill auka vöruinnflutning Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, segir mikil tækifæri felast í lækkun tolla og vörugjalda sem gæti örvað verslun og atvinnulíf hér á landi. Fréttablaðið/Vilhelm Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. Yfirskrift fundarins var „Ryðjum hindrunum úr vegi“ og voru allir frummælendur gagnrýnir á stefnu stjórnvalda, sem þeir sögðu að stæði fjárfestingu og framþróun fyrir þrifum. Meðal annars sagði Grímur Sæmundsson, varaformaður SA, í erindi sínu að hægt væri að bæta þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að vinna bug á atvinnuleysi, en nú eru um ellefu þúsund Íslendingar á atvinnuleysisbótum. Þá sagði Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, að aðstæður hér á landi væru síst til þess fallnar að laða að erlenda fjárfestingu. Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, átaldi einnig stjórnina fyrir vinnubrögð í málefnum sjávarútvegsins, sem stæði fjárfestingum i stéttinni fyrir þrifum. Inntakið í framsögu Margrétar var að stefna stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum og núverandi landbúnaðarkerfi skaðaði alla. Tækifærin væru þó til staðar, fyrst af öllu í ferðamannaiðnaði. „Í öðru lagi viljum við flytja inn verslun Íslendinga sem hið opinbera flytur úr landi með skattlagningu,“ sagði Margrét og vísaði þar til vörugjalda sem lögð eru á ýmis raftæki, byggingarvörur og föt, sem leiði til þess að almenningur hér á landi leitar í auknum mæli út fyrir landsteinana til að versla. „Vörugjaldakerfið stórskaðar innlenda verslun,“ segir Margrét og bætir við: „Á þessum erfiðu tímum kemur ákall frá versluninni um að þessari atvinnugrein verði gert kleift að vera samkeppnishæf við nágrannalöndin. Það er að verslun flytjist heim og skapi störf og tekjur.“ Þá vandaði Margrét Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki kveðjurnar og sagði hann brjóta alþjóðasamninga með því að leyfa ekki meiri innflutning á alifuglakjöti á lægri tollum. „Við Íslendingar erum oft eins og barbarar þegar kemur að alþjóðaviðskiptum,“ sagði Margrét. „Sjálf teljum við sjálfsagt að flytja út landbúnaðarvörur, en lokum á sama tíma öllum dyrum fyrir innflutningi.“ Margrét vísaði einnig til þess að verð á kjúklinga- og svínakjöti hér á landi hafi hækkað um tuttugu til fjörutíu prósent og kallaði eftir því að á meðan standa ætti vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins ætti ekki að setja „iðnaðarframleitt kjúklinga- og svínakjöt“ undir sama hatt. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. Yfirskrift fundarins var „Ryðjum hindrunum úr vegi“ og voru allir frummælendur gagnrýnir á stefnu stjórnvalda, sem þeir sögðu að stæði fjárfestingu og framþróun fyrir þrifum. Meðal annars sagði Grímur Sæmundsson, varaformaður SA, í erindi sínu að hægt væri að bæta þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að vinna bug á atvinnuleysi, en nú eru um ellefu þúsund Íslendingar á atvinnuleysisbótum. Þá sagði Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, að aðstæður hér á landi væru síst til þess fallnar að laða að erlenda fjárfestingu. Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, átaldi einnig stjórnina fyrir vinnubrögð í málefnum sjávarútvegsins, sem stæði fjárfestingum i stéttinni fyrir þrifum. Inntakið í framsögu Margrétar var að stefna stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum og núverandi landbúnaðarkerfi skaðaði alla. Tækifærin væru þó til staðar, fyrst af öllu í ferðamannaiðnaði. „Í öðru lagi viljum við flytja inn verslun Íslendinga sem hið opinbera flytur úr landi með skattlagningu,“ sagði Margrét og vísaði þar til vörugjalda sem lögð eru á ýmis raftæki, byggingarvörur og föt, sem leiði til þess að almenningur hér á landi leitar í auknum mæli út fyrir landsteinana til að versla. „Vörugjaldakerfið stórskaðar innlenda verslun,“ segir Margrét og bætir við: „Á þessum erfiðu tímum kemur ákall frá versluninni um að þessari atvinnugrein verði gert kleift að vera samkeppnishæf við nágrannalöndin. Það er að verslun flytjist heim og skapi störf og tekjur.“ Þá vandaði Margrét Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki kveðjurnar og sagði hann brjóta alþjóðasamninga með því að leyfa ekki meiri innflutning á alifuglakjöti á lægri tollum. „Við Íslendingar erum oft eins og barbarar þegar kemur að alþjóðaviðskiptum,“ sagði Margrét. „Sjálf teljum við sjálfsagt að flytja út landbúnaðarvörur, en lokum á sama tíma öllum dyrum fyrir innflutningi.“ Margrét vísaði einnig til þess að verð á kjúklinga- og svínakjöti hér á landi hafi hækkað um tuttugu til fjörutíu prósent og kallaði eftir því að á meðan standa ætti vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins ætti ekki að setja „iðnaðarframleitt kjúklinga- og svínakjöt“ undir sama hatt. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent