SVÞ gagnrýna tolla- og innflutningsstefnu 27. september 2011 05:00 Vill auka vöruinnflutning Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, segir mikil tækifæri felast í lækkun tolla og vörugjalda sem gæti örvað verslun og atvinnulíf hér á landi. Fréttablaðið/Vilhelm Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. Yfirskrift fundarins var „Ryðjum hindrunum úr vegi“ og voru allir frummælendur gagnrýnir á stefnu stjórnvalda, sem þeir sögðu að stæði fjárfestingu og framþróun fyrir þrifum. Meðal annars sagði Grímur Sæmundsson, varaformaður SA, í erindi sínu að hægt væri að bæta þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að vinna bug á atvinnuleysi, en nú eru um ellefu þúsund Íslendingar á atvinnuleysisbótum. Þá sagði Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, að aðstæður hér á landi væru síst til þess fallnar að laða að erlenda fjárfestingu. Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, átaldi einnig stjórnina fyrir vinnubrögð í málefnum sjávarútvegsins, sem stæði fjárfestingum i stéttinni fyrir þrifum. Inntakið í framsögu Margrétar var að stefna stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum og núverandi landbúnaðarkerfi skaðaði alla. Tækifærin væru þó til staðar, fyrst af öllu í ferðamannaiðnaði. „Í öðru lagi viljum við flytja inn verslun Íslendinga sem hið opinbera flytur úr landi með skattlagningu,“ sagði Margrét og vísaði þar til vörugjalda sem lögð eru á ýmis raftæki, byggingarvörur og föt, sem leiði til þess að almenningur hér á landi leitar í auknum mæli út fyrir landsteinana til að versla. „Vörugjaldakerfið stórskaðar innlenda verslun,“ segir Margrét og bætir við: „Á þessum erfiðu tímum kemur ákall frá versluninni um að þessari atvinnugrein verði gert kleift að vera samkeppnishæf við nágrannalöndin. Það er að verslun flytjist heim og skapi störf og tekjur.“ Þá vandaði Margrét Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki kveðjurnar og sagði hann brjóta alþjóðasamninga með því að leyfa ekki meiri innflutning á alifuglakjöti á lægri tollum. „Við Íslendingar erum oft eins og barbarar þegar kemur að alþjóðaviðskiptum,“ sagði Margrét. „Sjálf teljum við sjálfsagt að flytja út landbúnaðarvörur, en lokum á sama tíma öllum dyrum fyrir innflutningi.“ Margrét vísaði einnig til þess að verð á kjúklinga- og svínakjöti hér á landi hafi hækkað um tuttugu til fjörutíu prósent og kallaði eftir því að á meðan standa ætti vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins ætti ekki að setja „iðnaðarframleitt kjúklinga- og svínakjöt“ undir sama hatt. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), deildi hart á stefnu stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum á opnum fundi sem Samtök atvinnulífsins (SA) stóðu fyrir í gær. Yfirskrift fundarins var „Ryðjum hindrunum úr vegi“ og voru allir frummælendur gagnrýnir á stefnu stjórnvalda, sem þeir sögðu að stæði fjárfestingu og framþróun fyrir þrifum. Meðal annars sagði Grímur Sæmundsson, varaformaður SA, í erindi sínu að hægt væri að bæta þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að vinna bug á atvinnuleysi, en nú eru um ellefu þúsund Íslendingar á atvinnuleysisbótum. Þá sagði Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, að aðstæður hér á landi væru síst til þess fallnar að laða að erlenda fjárfestingu. Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, átaldi einnig stjórnina fyrir vinnubrögð í málefnum sjávarútvegsins, sem stæði fjárfestingum i stéttinni fyrir þrifum. Inntakið í framsögu Margrétar var að stefna stjórnvalda í tolla- og innflutningsmálum og núverandi landbúnaðarkerfi skaðaði alla. Tækifærin væru þó til staðar, fyrst af öllu í ferðamannaiðnaði. „Í öðru lagi viljum við flytja inn verslun Íslendinga sem hið opinbera flytur úr landi með skattlagningu,“ sagði Margrét og vísaði þar til vörugjalda sem lögð eru á ýmis raftæki, byggingarvörur og föt, sem leiði til þess að almenningur hér á landi leitar í auknum mæli út fyrir landsteinana til að versla. „Vörugjaldakerfið stórskaðar innlenda verslun,“ segir Margrét og bætir við: „Á þessum erfiðu tímum kemur ákall frá versluninni um að þessari atvinnugrein verði gert kleift að vera samkeppnishæf við nágrannalöndin. Það er að verslun flytjist heim og skapi störf og tekjur.“ Þá vandaði Margrét Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki kveðjurnar og sagði hann brjóta alþjóðasamninga með því að leyfa ekki meiri innflutning á alifuglakjöti á lægri tollum. „Við Íslendingar erum oft eins og barbarar þegar kemur að alþjóðaviðskiptum,“ sagði Margrét. „Sjálf teljum við sjálfsagt að flytja út landbúnaðarvörur, en lokum á sama tíma öllum dyrum fyrir innflutningi.“ Margrét vísaði einnig til þess að verð á kjúklinga- og svínakjöti hér á landi hafi hækkað um tuttugu til fjörutíu prósent og kallaði eftir því að á meðan standa ætti vörð um hefðbundinn landbúnað í sveitum landsins ætti ekki að setja „iðnaðarframleitt kjúklinga- og svínakjöt“ undir sama hatt. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent