Eftirsótt erlend fjárfesting Aðalsteinn Leifsson skrifar 19. september 2011 10:15 Ríki um allan heim keppast við að laða til sín erlenda fjárfestingu með markvissum hætti, þar sem ríkur skilningur er á því að slík fjárfesting bætir lífskjör. Þörfin fyrir samstarf við erlenda aðila er sérstaklega mikil í smáum hagkerfum, eins og á Íslandi þar sem atvinnulíf er fremur einhæft og vægi utanríkisviðskipta mikið. Ástæðan er sú að erlend fjárfesting skapar ekki einungis störf heldur getur hún einnig aukið fjölbreytni í atvinnulífi og utanríkisverslun, bætt markaðsaðgang, ýtt undir samkeppni og fært nýja þekkingu inn í atvinnulífið. Erlend fjárfesting hefur líklega aldrei verið mikilvægari fyrir Ísland en einmitt nú eftir efnahagshrun þegar fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og þörf er á að auka fjölbreytni í atvinnulífi og draga úr ófyrirsjáanlegum sveiflum í verðmæti útflutnings. Nýsköpunargildi fjárfestingarErlendri fjárfestingu er skipt í tvo flokka. Annars vegar er fjárfesting, yfirtaka eða samruni þar sem erlendur fjárfestir kemur inn í eigendahóp íslensks fyrirtækis án þess að breytingar verði á rekstri þess. Hins vegar er stofnun eða uppbygging nýs fyrirtækis frá grunni, stækkun á starfandi fyrirtæki eða samruni við erlent fyrirtæki þar sem til verður aukin framleiðsla, ný þekking, ný aðstaða, ný störf og ný verðmæti til lengri tíma. Fyrri tegundin er jákvæð þar sem hún felur í sér færslu fjármuna til landsins. Seinni tegundin er þó mun eftirsóknarverðari þar sem hún felur í sér nýsköpun, ný atvinnutækifæri og verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Önnur aðgreining á erlendri fjárfestingu er á milli takmarkaðra fjárfestinga t.a.m. í hlutabréfum annars vegar og hins vegar svokallaðrar beinnar erlendrar fjárfestingar þegar erlendur aðili á a.m.k. 10% í innlendu félagi og hefur því verulega hagsmuni af rekstri fyrirtækisins. ForgangsröðunRíki sækjast eftir erlendri fjárfestingu á mismunandi sviðum, eftir styrkleikum og forgangsröðun. Ísland getur ekki – og vill ekki – keppa við önnur ríki í verði á vinnuafli eða með afslætti af umhverfisvernd. Í atvinnu-, orku- og menntamálum hefur verið ágætur samhljómur um að leggja sérstaka áherslu á hreina orku, óspillta náttúru og störf sem krefjast sérþekkingar. Þessar áherslur falla að þeirri ímynd sem Ísland hefur leitast við að byggja upp sem ferðamannaland, matvælaframleiðandi og þekkingarsamfélag. Þess vegna kann að vera eðlilegt að Ísland sækist eftir beinni erlendri fjárfestingu sem fellur að þessari stefnumótun og e.t.v. sérstaklega á svæðum þar sem atvinnulífið er mjög einhæft og skortur á atvinnutækifærum, eins og víða á landsbyggðinni. Dæmi um umhverfisvænar fjárfestingar sem hafa mikið nýsköpunargildi og jákvæð samfélagsleg áhrif má m.a. finna í ferðamennsku, rekstri gagnavera, vatnsútflutningi, fiskeldi og ýmiss konar orkuháðum iðnaði. Ísland áhættusamtBein erlend fjárfesting er lítil á Íslandi í samanburði við önnur lönd og nær eingöngu bundin við áliðnað. Ein af ástæðunum er sú skynjun að það sé áhættusamt að fjárfesta á Íslandi. Þetta kemur t.a.m. fram í nýlegri mælingu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) á hömlum á beinni erlendri fjárfestingu (FDI Restrictiveness Index). Hvergi í OECD eru viðlíkar hindranir í vegi beinnar erlendrar fjárfestingar eins og á Íslandi að mati stofnunarinnar og raunar setur hún Ísland skör lægra en t.d. Tyrkland, Sádi-Arabíu og Rússland. Ástæður þessa mats eru ekki einungis sögulegur óstöðugleiki gengis og núverandi gjaldeyrishöft heldur einnig ýmiss konar tæknilegar og lagalegar hindranir og sú skynjun að ekki liggi fyrir skýr viðmið og reglur fyrir ákvarðanatöku stjórnvalda í málum sem tengjast erlendri fjárfestingu. Nýlegt áhættumat tryggingarfyrirtækisins Aon styður þetta en Ísland er í neðsta sæti vestrænna ríkja í mati fyrirtækisins. Flest ríki takmarka einnig erlenda fjárfestingu með sérlögum eins við Íslendingar gerum í sjávarútvegi og orkugeiranum. Strangar reglur um umhverfisvernd eða skatta þurfa ekki heldur að fæla frá. Erlendir fjárfestar óttast öðru fremur geðþóttaákvarðanir stjórnvalda og ófyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi. Áform Huang NuboAf þeim upplýsingum sem fram koma í fjölmiðlum má ætla að áform Huangs Nubo feli í sér stofnun nýs fyrirtækis sem skapar ný störf og gjaldeyristekjur. Virði fjárfestingarinnar felst ekki aðeins í landakaupum og áformuðum byggingarframkvæmdum heldur einnig í þekkingu og aðstöðu á nýjum markaðssvæðum fyrir ferðamenn og fellur því í flokk nýsköpunarfjárfestingar. Fjárfestingin er í atvinnugrein sem fellur vel að ímynd Íslands og sem stjórnvöld hafa lagt sérstaka áherslu á að byggja upp. Ennfremur er hún á svæði þar sem atvinnutækifæri eru takmörkuð. Af fréttum má auk þess ráða að Nubo hyggist fjárfesta til lengri tíma og standa að fullu að fjárfestingunni, sem þýðir að um er að ræða beina erlenda fjárfestingu. Nubo mun ekki geta fært fjárfestingu í landi og byggingum frá Íslandi og áhættan af verkefninu liggur að stórum hluta hjá honum. Áhætta Íslands virðist takmarkast við þær framkvæmdir sem kann að þurfa til að þjónusta fyrirtækið. Ef Huang Nubo verður neitað um heimild til að fjárfesta á Íslandi er nauðsynlegt að rökstyðja þá ákvörðun með hlutlægum og málefnalegum rökum. Að öðrum kosti mun orðspor Íslands tengt beinni erlendri fjárfestingu bera enn frekari hnekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ríki um allan heim keppast við að laða til sín erlenda fjárfestingu með markvissum hætti, þar sem ríkur skilningur er á því að slík fjárfesting bætir lífskjör. Þörfin fyrir samstarf við erlenda aðila er sérstaklega mikil í smáum hagkerfum, eins og á Íslandi þar sem atvinnulíf er fremur einhæft og vægi utanríkisviðskipta mikið. Ástæðan er sú að erlend fjárfesting skapar ekki einungis störf heldur getur hún einnig aukið fjölbreytni í atvinnulífi og utanríkisverslun, bætt markaðsaðgang, ýtt undir samkeppni og fært nýja þekkingu inn í atvinnulífið. Erlend fjárfesting hefur líklega aldrei verið mikilvægari fyrir Ísland en einmitt nú eftir efnahagshrun þegar fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og þörf er á að auka fjölbreytni í atvinnulífi og draga úr ófyrirsjáanlegum sveiflum í verðmæti útflutnings. Nýsköpunargildi fjárfestingarErlendri fjárfestingu er skipt í tvo flokka. Annars vegar er fjárfesting, yfirtaka eða samruni þar sem erlendur fjárfestir kemur inn í eigendahóp íslensks fyrirtækis án þess að breytingar verði á rekstri þess. Hins vegar er stofnun eða uppbygging nýs fyrirtækis frá grunni, stækkun á starfandi fyrirtæki eða samruni við erlent fyrirtæki þar sem til verður aukin framleiðsla, ný þekking, ný aðstaða, ný störf og ný verðmæti til lengri tíma. Fyrri tegundin er jákvæð þar sem hún felur í sér færslu fjármuna til landsins. Seinni tegundin er þó mun eftirsóknarverðari þar sem hún felur í sér nýsköpun, ný atvinnutækifæri og verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Önnur aðgreining á erlendri fjárfestingu er á milli takmarkaðra fjárfestinga t.a.m. í hlutabréfum annars vegar og hins vegar svokallaðrar beinnar erlendrar fjárfestingar þegar erlendur aðili á a.m.k. 10% í innlendu félagi og hefur því verulega hagsmuni af rekstri fyrirtækisins. ForgangsröðunRíki sækjast eftir erlendri fjárfestingu á mismunandi sviðum, eftir styrkleikum og forgangsröðun. Ísland getur ekki – og vill ekki – keppa við önnur ríki í verði á vinnuafli eða með afslætti af umhverfisvernd. Í atvinnu-, orku- og menntamálum hefur verið ágætur samhljómur um að leggja sérstaka áherslu á hreina orku, óspillta náttúru og störf sem krefjast sérþekkingar. Þessar áherslur falla að þeirri ímynd sem Ísland hefur leitast við að byggja upp sem ferðamannaland, matvælaframleiðandi og þekkingarsamfélag. Þess vegna kann að vera eðlilegt að Ísland sækist eftir beinni erlendri fjárfestingu sem fellur að þessari stefnumótun og e.t.v. sérstaklega á svæðum þar sem atvinnulífið er mjög einhæft og skortur á atvinnutækifærum, eins og víða á landsbyggðinni. Dæmi um umhverfisvænar fjárfestingar sem hafa mikið nýsköpunargildi og jákvæð samfélagsleg áhrif má m.a. finna í ferðamennsku, rekstri gagnavera, vatnsútflutningi, fiskeldi og ýmiss konar orkuháðum iðnaði. Ísland áhættusamtBein erlend fjárfesting er lítil á Íslandi í samanburði við önnur lönd og nær eingöngu bundin við áliðnað. Ein af ástæðunum er sú skynjun að það sé áhættusamt að fjárfesta á Íslandi. Þetta kemur t.a.m. fram í nýlegri mælingu Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD) á hömlum á beinni erlendri fjárfestingu (FDI Restrictiveness Index). Hvergi í OECD eru viðlíkar hindranir í vegi beinnar erlendrar fjárfestingar eins og á Íslandi að mati stofnunarinnar og raunar setur hún Ísland skör lægra en t.d. Tyrkland, Sádi-Arabíu og Rússland. Ástæður þessa mats eru ekki einungis sögulegur óstöðugleiki gengis og núverandi gjaldeyrishöft heldur einnig ýmiss konar tæknilegar og lagalegar hindranir og sú skynjun að ekki liggi fyrir skýr viðmið og reglur fyrir ákvarðanatöku stjórnvalda í málum sem tengjast erlendri fjárfestingu. Nýlegt áhættumat tryggingarfyrirtækisins Aon styður þetta en Ísland er í neðsta sæti vestrænna ríkja í mati fyrirtækisins. Flest ríki takmarka einnig erlenda fjárfestingu með sérlögum eins við Íslendingar gerum í sjávarútvegi og orkugeiranum. Strangar reglur um umhverfisvernd eða skatta þurfa ekki heldur að fæla frá. Erlendir fjárfestar óttast öðru fremur geðþóttaákvarðanir stjórnvalda og ófyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi. Áform Huang NuboAf þeim upplýsingum sem fram koma í fjölmiðlum má ætla að áform Huangs Nubo feli í sér stofnun nýs fyrirtækis sem skapar ný störf og gjaldeyristekjur. Virði fjárfestingarinnar felst ekki aðeins í landakaupum og áformuðum byggingarframkvæmdum heldur einnig í þekkingu og aðstöðu á nýjum markaðssvæðum fyrir ferðamenn og fellur því í flokk nýsköpunarfjárfestingar. Fjárfestingin er í atvinnugrein sem fellur vel að ímynd Íslands og sem stjórnvöld hafa lagt sérstaka áherslu á að byggja upp. Ennfremur er hún á svæði þar sem atvinnutækifæri eru takmörkuð. Af fréttum má auk þess ráða að Nubo hyggist fjárfesta til lengri tíma og standa að fullu að fjárfestingunni, sem þýðir að um er að ræða beina erlenda fjárfestingu. Nubo mun ekki geta fært fjárfestingu í landi og byggingum frá Íslandi og áhættan af verkefninu liggur að stórum hluta hjá honum. Áhætta Íslands virðist takmarkast við þær framkvæmdir sem kann að þurfa til að þjónusta fyrirtækið. Ef Huang Nubo verður neitað um heimild til að fjárfesta á Íslandi er nauðsynlegt að rökstyðja þá ákvörðun með hlutlægum og málefnalegum rökum. Að öðrum kosti mun orðspor Íslands tengt beinni erlendri fjárfestingu bera enn frekari hnekki.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun