Brostinn strengur frá Lay Low 16. september 2011 09:00 ný plata Næsta plata Lay Low nefnist Brostinn strengur og er væntanleg í búðir um miðjan október. fréttablaðið/stefán Þriðja sólóplata Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur fengið nafnið Brostinn strengur. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá syngur hún eigin lög við ljóð íslenskra kvenskálda, meðal annars Vilborgar Dagbjartsdóttur, Margrétar Jónsdóttur, Huldu og Hugrúnu. Eitt ljóðið heitir einmitt Brostinn strengur og er eftir þá síðastnefndu. Aðspurð segir hún að upptökurnar á plötunni hafi gengið mjög vel en aðeins frágangurinn er eftir. „Það var alveg hellingur af fallegum ljóðum sem ég rakst á. Ég er með fullt af lögum sem náðu ekki að komast á þessa plötu og ég er ekki frá því að ég þurfi að gera fleiri plötur í þessu flæði til að ná yfir þetta allt,“ segir Lovísa. „Lögin eru mjög ólík, frá því að vera algjör rólegheit yfir í þokkalega mikinn æsing. Ég vona að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég er allavega mjög ánægð með útkomuna.“ Mestöll platan var tekin upp á segulband til að halda í gamla stílinn. „Þetta var svolítið öðruvísi ferli en maður er búinn að venja sig á þegar allt er unnið í tölvum. Magnús Öder sem vann plötuna með mér er mikill hljóð- og analog-grúskari, þannig að hann fékk nóg að gera í þeim efnum. Ég stóð til hliðar og klóraði mér í hausnum,“ segir hún. Lay Low stefnir á útgáfutónleika á Akureyri 21. október og í Reykjavík 3. nóvember. „Ég hlakka mikið til. Ég held að þetta verði skemmtilegt tónleikaprógram.“ - fb Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þriðja sólóplata Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur fengið nafnið Brostinn strengur. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá syngur hún eigin lög við ljóð íslenskra kvenskálda, meðal annars Vilborgar Dagbjartsdóttur, Margrétar Jónsdóttur, Huldu og Hugrúnu. Eitt ljóðið heitir einmitt Brostinn strengur og er eftir þá síðastnefndu. Aðspurð segir hún að upptökurnar á plötunni hafi gengið mjög vel en aðeins frágangurinn er eftir. „Það var alveg hellingur af fallegum ljóðum sem ég rakst á. Ég er með fullt af lögum sem náðu ekki að komast á þessa plötu og ég er ekki frá því að ég þurfi að gera fleiri plötur í þessu flæði til að ná yfir þetta allt,“ segir Lovísa. „Lögin eru mjög ólík, frá því að vera algjör rólegheit yfir í þokkalega mikinn æsing. Ég vona að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Ég er allavega mjög ánægð með útkomuna.“ Mestöll platan var tekin upp á segulband til að halda í gamla stílinn. „Þetta var svolítið öðruvísi ferli en maður er búinn að venja sig á þegar allt er unnið í tölvum. Magnús Öder sem vann plötuna með mér er mikill hljóð- og analog-grúskari, þannig að hann fékk nóg að gera í þeim efnum. Ég stóð til hliðar og klóraði mér í hausnum,“ segir hún. Lay Low stefnir á útgáfutónleika á Akureyri 21. október og í Reykjavík 3. nóvember. „Ég hlakka mikið til. Ég held að þetta verði skemmtilegt tónleikaprógram.“ - fb
Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp