Litríkt og sportlegt í New York 15. september 2011 11:00 Oscar De La Renta Tískuvikan í New York fer fram þessa dagana og beinast augu tískuunnenda að borginni þar sem straumar og stefnur vors og sumars 2012 eru kynntar. Sportlegra áhrifa gætti víða á tískuvikunni í New York og kom til dæmis tískudrottningin og kryddpían fyrrverandi, Victoria Beckham, á óvart með sportlega línu í einföldum stíl. Marc Jacobs tók í sama streng og sýndi sportlega jakka og strigaskó með hæl, eitthvað sem á eftir að sjást mikið næsta sumar. Sumarlína Alexanders Wang var í íþróttalegum stíl að vanda þar sem hann kynnti netaefnið til leiks á ný og þótti óvenju litaglaður í þetta sinn. Litadýrðin verður enn ríkjandi næsta sumar sem og gullitað, silfur og brons í buxum, kjólum og peysum. Flestir hönnuðir voru líka sammála um að víðar buxnaskálmar og hnésíð pils og buxur verði tískubylgja sumarsins 2012. Smellið á myndina hér til hliðar til að fletta myndasafninu. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Tískuvikan í New York fer fram þessa dagana og beinast augu tískuunnenda að borginni þar sem straumar og stefnur vors og sumars 2012 eru kynntar. Sportlegra áhrifa gætti víða á tískuvikunni í New York og kom til dæmis tískudrottningin og kryddpían fyrrverandi, Victoria Beckham, á óvart með sportlega línu í einföldum stíl. Marc Jacobs tók í sama streng og sýndi sportlega jakka og strigaskó með hæl, eitthvað sem á eftir að sjást mikið næsta sumar. Sumarlína Alexanders Wang var í íþróttalegum stíl að vanda þar sem hann kynnti netaefnið til leiks á ný og þótti óvenju litaglaður í þetta sinn. Litadýrðin verður enn ríkjandi næsta sumar sem og gullitað, silfur og brons í buxum, kjólum og peysum. Flestir hönnuðir voru líka sammála um að víðar buxnaskálmar og hnésíð pils og buxur verði tískubylgja sumarsins 2012. Smellið á myndina hér til hliðar til að fletta myndasafninu. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira