Svo virðist sem söngkonan vinsæla Jennifer Lopez skemmti sér vel á lausu en hún sat á fremsta bekk á tískusýningu Tommy Hilfiger (sjá myndir hér) ásamt leikaranum Bradley Cooper. Vel fór á með þeim tveimur og höfðu ljósmyndarar sýningarinnar meira áhuga á parinu en fatnaðinum.
Lopez og Cooper fóru síðan út að borða saman og ýttu þar með undir orðróm þess efnis að eitthvað meira sé á milli þeirra en vinskapur. Talsmaður Lopez segir hins vegar að þau tvö hafi hist til að ræða sameiginlegt verkefni. Lopez skildi við söngvarann Marc Anthony fyrr í sumar og skemmti sér vel á tískuvikunni í New York.
