Fær faðmlög frá viðskiptavinum 20. september 2011 17:00 Fyrirtæki Sesselju hefur blómstrað undanfarið ár og nú hefur hún bætt við sig starfsmanni. Vöruhönnuðurinn Sesselja Thorberg rekur ráðgjafarfyrirtækið Fröken Fix, sem sérhæfir sig í innanhúss- og skipulagsráðgjöf fyrir heimilið. Fyrirtækið stofnaði hún í fyrra og síðan þá hefur hún haft í nægu að snúast. Sesselja Thorberg hafði verið að gefa fólki ráð í nokkurn tíma en eftir að henni var sagt upp hjá arkitektastofu í kjölfar kreppunnar nýtti hún tækifærið og lét gamlan draum rætast og stofnaði Fröken Fix. Fyrirtækið hefur blómstrað síðan þá og nú hefur Sesselja ráðið til sín annan starfsmann og flutt sig í nýtt húsnæði. „Það kom mér á óvart hvað þetta hefur gengið rosalega vel, ég hef enn ekki getað tekið mér sumarfrí og það er fullbókað hjá mér næstu tvo mánuðina. Ég hef samt svo ofboðslega gaman af þessu að ég lít varla á þetta sem vinnu, þetta er mitt áhugamál og mín ástríða og fólk virðist ánægt, ég hef fengið þakkarbréf og faðmlög frá viðskiptavinum," segir Sesselja, sem hyggst þó taka sér gott og langþráð jólafrí. Hún segir viðskiptavini sína vera úr öllum stéttum þjóðfélagsins og verkefnin ólík. „Ég hef aðstoðað námsmann við að taka salernið sitt í gegn á ódýran og hagkvæman hátt og einnig endurhannað heilu herbergin fyrir efnameira fólk, þannig að verkefnin eru mörg og ólík," segir hún og bætir við að kreppan hafi ekki komið að sök, fólk vilji enn hafa fallegt í kringum sig. „Konur fara enn og kaupa sér hælaskó eða fara í strípur og ég held að þetta sé bara spurning um hvort þú viljir eyða í heimilið eða eitthvað annað," segir hún að lokum. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér starf Sesselju betur er bent á heimasíðuna frokenfix.is. sara@frettabladid.is Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Vöruhönnuðurinn Sesselja Thorberg rekur ráðgjafarfyrirtækið Fröken Fix, sem sérhæfir sig í innanhúss- og skipulagsráðgjöf fyrir heimilið. Fyrirtækið stofnaði hún í fyrra og síðan þá hefur hún haft í nægu að snúast. Sesselja Thorberg hafði verið að gefa fólki ráð í nokkurn tíma en eftir að henni var sagt upp hjá arkitektastofu í kjölfar kreppunnar nýtti hún tækifærið og lét gamlan draum rætast og stofnaði Fröken Fix. Fyrirtækið hefur blómstrað síðan þá og nú hefur Sesselja ráðið til sín annan starfsmann og flutt sig í nýtt húsnæði. „Það kom mér á óvart hvað þetta hefur gengið rosalega vel, ég hef enn ekki getað tekið mér sumarfrí og það er fullbókað hjá mér næstu tvo mánuðina. Ég hef samt svo ofboðslega gaman af þessu að ég lít varla á þetta sem vinnu, þetta er mitt áhugamál og mín ástríða og fólk virðist ánægt, ég hef fengið þakkarbréf og faðmlög frá viðskiptavinum," segir Sesselja, sem hyggst þó taka sér gott og langþráð jólafrí. Hún segir viðskiptavini sína vera úr öllum stéttum þjóðfélagsins og verkefnin ólík. „Ég hef aðstoðað námsmann við að taka salernið sitt í gegn á ódýran og hagkvæman hátt og einnig endurhannað heilu herbergin fyrir efnameira fólk, þannig að verkefnin eru mörg og ólík," segir hún og bætir við að kreppan hafi ekki komið að sök, fólk vilji enn hafa fallegt í kringum sig. „Konur fara enn og kaupa sér hælaskó eða fara í strípur og ég held að þetta sé bara spurning um hvort þú viljir eyða í heimilið eða eitthvað annað," segir hún að lokum. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér starf Sesselju betur er bent á heimasíðuna frokenfix.is. sara@frettabladid.is
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira