Svekktur að spila ekki á Íslandi 3. september 2011 10:00 Árni Hjörvar Árnason og félagar í The Vaccines eru komnir í tæplega tveggja mánaða hlé frá tónleikahaldi.fréttablaðið/valli Árni Hjörvar Árnason er svekktur yfir því að spila ekki á Airwaves með The Vaccines. Hljómsveitin getur kennt sjálfri sér um veikindi söngvarans. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég var farinn að hlakka mikið til að koma,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku rokksveitarinnar The Vaccines. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hljómsveitin hætt við að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni í október vegna hálsaðgerðar sem söngvarinn Justin Young þarf að gangast undir. „Ég átti að vera í Bandaríkjunum núna. Þetta eru alveg fjörutíu tónleikar sem við erum að aflýsa,“ segir Árni Hjörvar, sem er staddur í London. „Við ætlum að nota tækifærið og reyna að semja fyrir næstu plötu fyrst við erum bara fastir heima.“ Bassaleikarinn býst einnig við því að kíkja í heimsókn til Íslands í pásunni og reiknar með því að mæta á Airwaves-hátíðina þrátt fyrir að vera ekki að spila sjálfur. Árni Hjörvar er aðdáandi enska fótboltaliðsins Tottenham og reiknar með því að fara eitthvað á völlinn líka, enda er heimavöllur liðsins í London. The Vaccines hefur verið á stífu tónleikaferðalagi á þessu ári og spilað á fjölmörgum tónlistarhátíðum í sumar við góðar undirtektir. „Við spiluðum á Reading- og Leeds-hátíðunum og það gekk rosalega vel. Það var hápunkturinn á sumrinu,“ segir hann. „Það má segja að við höfum verið uppteknasta bandið í bransanum. Við erum búnir að spila á örugglega 150 tónleikum á árinu.“ Álagið hefur tekið sinn toll því aðgerðin sem söngvarinn Young þarf að gangast undir er sú þriðja á þessu ári. „Við getum sjálfum okkur um kennt. Við gáfum honum ekki tíma til að slappa af. Um leið og hann var farinn að geta talað eftir síðustu aðgerð vorum við farnir að spila sex sinnum í viku. Núna ætlum við að gefa honum tíma til að jafna sig.“ Tónleikaferðalag The Vaccines hefst á nýjan leik í París 26. október og eftir það hitar hljómsveitin upp fyrir Arctic Monkeys á Bretlandseyjum. Á næsta ári hafa tónleikar verið bókaðir bæði í Japan og Suður-Ameríku. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Árni Hjörvar Árnason er svekktur yfir því að spila ekki á Airwaves með The Vaccines. Hljómsveitin getur kennt sjálfri sér um veikindi söngvarans. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég var farinn að hlakka mikið til að koma,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku rokksveitarinnar The Vaccines. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hljómsveitin hætt við að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni í október vegna hálsaðgerðar sem söngvarinn Justin Young þarf að gangast undir. „Ég átti að vera í Bandaríkjunum núna. Þetta eru alveg fjörutíu tónleikar sem við erum að aflýsa,“ segir Árni Hjörvar, sem er staddur í London. „Við ætlum að nota tækifærið og reyna að semja fyrir næstu plötu fyrst við erum bara fastir heima.“ Bassaleikarinn býst einnig við því að kíkja í heimsókn til Íslands í pásunni og reiknar með því að mæta á Airwaves-hátíðina þrátt fyrir að vera ekki að spila sjálfur. Árni Hjörvar er aðdáandi enska fótboltaliðsins Tottenham og reiknar með því að fara eitthvað á völlinn líka, enda er heimavöllur liðsins í London. The Vaccines hefur verið á stífu tónleikaferðalagi á þessu ári og spilað á fjölmörgum tónlistarhátíðum í sumar við góðar undirtektir. „Við spiluðum á Reading- og Leeds-hátíðunum og það gekk rosalega vel. Það var hápunkturinn á sumrinu,“ segir hann. „Það má segja að við höfum verið uppteknasta bandið í bransanum. Við erum búnir að spila á örugglega 150 tónleikum á árinu.“ Álagið hefur tekið sinn toll því aðgerðin sem söngvarinn Young þarf að gangast undir er sú þriðja á þessu ári. „Við getum sjálfum okkur um kennt. Við gáfum honum ekki tíma til að slappa af. Um leið og hann var farinn að geta talað eftir síðustu aðgerð vorum við farnir að spila sex sinnum í viku. Núna ætlum við að gefa honum tíma til að jafna sig.“ Tónleikaferðalag The Vaccines hefst á nýjan leik í París 26. október og eftir það hitar hljómsveitin upp fyrir Arctic Monkeys á Bretlandseyjum. Á næsta ári hafa tónleikar verið bókaðir bæði í Japan og Suður-Ameríku. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira