Uppreisnarmenn sækja fram 3. september 2011 04:00 Ónefndur listamaður hefur málað mynd af Gaddafí á húsvegg í Trípólí. Á myndinni má sjá einræðisherrann fyrrverandi forða sér á hlaupum með peninga í poka.nordicphotos/AFP Uppreisnarhreyfingin í Líbíu, sem nú hefur að mestu náð völdum í landinu, bjó sig í gær undir innrás í Sirte, heimabæ Múammars Gaddafí. Uppreisnarmenn höfðu gefið stuðningsmönnum Gaddafís í Sirte frest þangað til í dag til að semja um uppgjöf en lítil sem engin viðbrögð fengið önnur en fullyrðingar Gaddafís um að hart yrði tekið á móti. Leiðtogar bráðabirgðastjórnar uppreisnarmanna í Líbíu hafa ekki kynnt opinberlega neinar skýrar hugmyndir um framtíð landsins en ræddu þó áform sín við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana á lokuðum fundi í París í gær, daginn eftir að þeir ræddu við leiðtoga sextíu ríkja um stuðning við uppbyggingu í landinu. Þeir hafa lofað lýðræðislegum kosningum, sumir segja innan tuttugu mánaða, og fulltrúi þeirra í Bretlandi lofar að engin fyrirtæki fái sérmeðferð þegar kemur að því að semja um olíuvinnslu í nýrri Líbíu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa síðustu daga snúið aftur til höfuðborgarinnar Trípolí, þar sem matvælum, vatni og lyfjum verður dreift til íbúa. Aðstoð Sameinuðu þjóðanna verður þó aðeins tímabundin, segir Panos Moumtzis, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Líbíu. „Þetta land á mikið af auðlindum og við teljum þörfina á mannúðaraðstoð vera til skamms tíma,“ segir hann og vísar til olíuauðsins sem þessi sex milljón manna þjóð hefur yfir að ráða. „Ég sé ekki fram á að mannúðaraðstoð verði haldið áfram lengur en til áramóta, í mesta lagi.“ Gaddafí hefur verið í felum frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí 20. ágúst og náðu borginni á vald sitt á fáeinum dögum. Ýmsar getgátur hafa verið um hvar hann kunni að vera niðurkominn, en í útvarpsviðtali á fimmtudagskvöld sakaði hann NATO-ríkin um að vilja hernema Líbíu til að komast yfir olíuauðlindirnar. „Búið ykkur undir langt stríð,“ sagði hann. „Búið ykkur undir skæruhernað.“ Auk borgarinnar Sirte búa uppreisnarmenn sig undir innrás í tvær aðrar borgir, Bani Walid og Sabha, sem stuðningsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Uppreisnarhreyfingin í Líbíu, sem nú hefur að mestu náð völdum í landinu, bjó sig í gær undir innrás í Sirte, heimabæ Múammars Gaddafí. Uppreisnarmenn höfðu gefið stuðningsmönnum Gaddafís í Sirte frest þangað til í dag til að semja um uppgjöf en lítil sem engin viðbrögð fengið önnur en fullyrðingar Gaddafís um að hart yrði tekið á móti. Leiðtogar bráðabirgðastjórnar uppreisnarmanna í Líbíu hafa ekki kynnt opinberlega neinar skýrar hugmyndir um framtíð landsins en ræddu þó áform sín við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana á lokuðum fundi í París í gær, daginn eftir að þeir ræddu við leiðtoga sextíu ríkja um stuðning við uppbyggingu í landinu. Þeir hafa lofað lýðræðislegum kosningum, sumir segja innan tuttugu mánaða, og fulltrúi þeirra í Bretlandi lofar að engin fyrirtæki fái sérmeðferð þegar kemur að því að semja um olíuvinnslu í nýrri Líbíu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa síðustu daga snúið aftur til höfuðborgarinnar Trípolí, þar sem matvælum, vatni og lyfjum verður dreift til íbúa. Aðstoð Sameinuðu þjóðanna verður þó aðeins tímabundin, segir Panos Moumtzis, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Líbíu. „Þetta land á mikið af auðlindum og við teljum þörfina á mannúðaraðstoð vera til skamms tíma,“ segir hann og vísar til olíuauðsins sem þessi sex milljón manna þjóð hefur yfir að ráða. „Ég sé ekki fram á að mannúðaraðstoð verði haldið áfram lengur en til áramóta, í mesta lagi.“ Gaddafí hefur verið í felum frá því uppreisnarmenn réðust inn í Trípolí 20. ágúst og náðu borginni á vald sitt á fáeinum dögum. Ýmsar getgátur hafa verið um hvar hann kunni að vera niðurkominn, en í útvarpsviðtali á fimmtudagskvöld sakaði hann NATO-ríkin um að vilja hernema Líbíu til að komast yfir olíuauðlindirnar. „Búið ykkur undir langt stríð,“ sagði hann. „Búið ykkur undir skæruhernað.“ Auk borgarinnar Sirte búa uppreisnarmenn sig undir innrás í tvær aðrar borgir, Bani Walid og Sabha, sem stuðningsmenn Gaddafís hafa enn á valdi sínu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira