Ný stjórnarskrá – ný grundvallarlög Tryggvi Gíslason skrifar 2. september 2011 06:00 Stjórnlagaráð Alþingis lagði í fyrra mánuði fram frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga sem hlýtur að vekja athygli allra sem áhuga hafa á þróun lýðræðis og mannréttindum. Stjórnlagaráð Alþingis vann á stuttum tíma gott starf og náði samstöðu um erfið ágreiningsmál. Skiptar skoðanir eru um frumvarpið. Það er eðlilegt í lýðræðislandi þar sem ekki er amast við ólíkum skoðunum og ekki krafist pólitísks rétttrúnaðar. Vonandi kemst Alþingi að farsælli niðurstöðu á grundvelli frumvarpsins sem byggt er á gildandi stjórnarskrá og tekur mið af afstöðu þjóðfundar sem þúsund manns af öllu landinu og á öllum aldri sátu í lok síðasta árs, enda benda líkur til að meirihluti alþingismanna sé hlynntur grundvallaratriðum frumvarpsins. Hafa ber í huga að Alþingi Íslendinga þiggur vald sitt frá þjóðinni, enda er slíkt tekið fram í stjórnarskrám margra lýðræðisríkja og í frumvarpi stjórnlagaráðs Alþingis segir: „Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar“. Öll stórmál ber í framtíðinni að leggja í dóm þjóðarinnar eins og „hið nýja lýðræði“ gerir ráð fyrir. Þetta er grundvöllur lýðræðis nýrrar aldar og það er m.a. þetta sem stefnt er að með nýrri stjórnarskrá: að efla lýðræði í landinu, auðvelda aðkomu almennings að stjórn landsins og koma í veg fyrir óheft flokksræði sem ríkt hefur á Íslandi um áratuga skeið. Hins vegar er æskilegt að víðtæk samstaða náist um nýja stjórnarskrá – ný grundvallarlög lýðveldisins Íslands – með málefnalegri umræðu þar sem skipst er á skoðunum um mikilsverðasta mál íslenskrar stjórnskipunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tryggvi Gíslason Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Stjórnlagaráð Alþingis lagði í fyrra mánuði fram frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga sem hlýtur að vekja athygli allra sem áhuga hafa á þróun lýðræðis og mannréttindum. Stjórnlagaráð Alþingis vann á stuttum tíma gott starf og náði samstöðu um erfið ágreiningsmál. Skiptar skoðanir eru um frumvarpið. Það er eðlilegt í lýðræðislandi þar sem ekki er amast við ólíkum skoðunum og ekki krafist pólitísks rétttrúnaðar. Vonandi kemst Alþingi að farsælli niðurstöðu á grundvelli frumvarpsins sem byggt er á gildandi stjórnarskrá og tekur mið af afstöðu þjóðfundar sem þúsund manns af öllu landinu og á öllum aldri sátu í lok síðasta árs, enda benda líkur til að meirihluti alþingismanna sé hlynntur grundvallaratriðum frumvarpsins. Hafa ber í huga að Alþingi Íslendinga þiggur vald sitt frá þjóðinni, enda er slíkt tekið fram í stjórnarskrám margra lýðræðisríkja og í frumvarpi stjórnlagaráðs Alþingis segir: „Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar“. Öll stórmál ber í framtíðinni að leggja í dóm þjóðarinnar eins og „hið nýja lýðræði“ gerir ráð fyrir. Þetta er grundvöllur lýðræðis nýrrar aldar og það er m.a. þetta sem stefnt er að með nýrri stjórnarskrá: að efla lýðræði í landinu, auðvelda aðkomu almennings að stjórn landsins og koma í veg fyrir óheft flokksræði sem ríkt hefur á Íslandi um áratuga skeið. Hins vegar er æskilegt að víðtæk samstaða náist um nýja stjórnarskrá – ný grundvallarlög lýðveldisins Íslands – með málefnalegri umræðu þar sem skipst er á skoðunum um mikilsverðasta mál íslenskrar stjórnskipunar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar