Sama bókin, sitthvor skatturinn Kristján B. Jónasson skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Í öllum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, með tveimur undantekningum, eru prentaðar bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi eða undanþegnar virðisaukaskatti. Sömu sögu er að segja utan Evrópu. Bækur eru ýmist undanþegnar virðisaukaskatti eða skatturinn hafður í lægsta þrepi, jafnvel í sérstöku undanþáguþrepi. Á Íslandi er lagður 7% virðisaukaskattur á prentaðar bækur, sem er nálægt meðaltalsprósentu EES-landanna. Röksemdirnar fyrir því að bækur séu seldar með lágri vsk-prósentu eru alls staðar þær sömu: Lág skattlagning á bækur og útgáfu stuðlar að upplýstri umræðu, fjölbreyttri og frjálsri tjáningu og styrkir málsamfélagið. Jafnvel þeir sem tala hundraðmilljónatungur á borð við spænsku og arabísku telja að móðurmáli sínu þrengt og því þurfi að greiða fyrir því að bækur á þessum málum séu ekki of dýrar. Í flestum löndum heims er sama bókin þó skattlögð með tvennum hætti eftir því hvort hún er stafræn eða gefin út á pappír. Svo er einnig hér. Íslenskir rafbókalesendur geta keypt bækur frá bandarískum netsölum án þess að greiða af þeim virðisaukaskatt. Kaupi þeir íslenskar bækur af íslenskum netsölum þurfa þeir hins vegar að greiða 25,5% virðisaukatt, hæstu virðisaukaskattprósentu í heimi. Það er ekki aðeins sanngjarnt í sjálfu sér að sama bókin beri sama skatt eftir því hvort hún er rafræn eða prentuð. Það er einnig í þágu þeirra markmiða sem lágur skattur á bækur á að ýta undir að náist: að tryggja að út komi sem flestar bækur og um sem flest efni þar sem eins margar skoðanir og hugsast getur eru viðraðar á móðurmálinu. Í tvígang hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt þar sem kveðið er á um það réttlætismál að prentaðar bækur og rafbækur skuli allar bera 7% virðisaukaskatt. Væri slíkt frumvarp samþykkt myndi Ísland skipa sér í röð þeirra fáu landa þar sem þetta sanngirnismál hefur náð fram að ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í öllum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, með tveimur undantekningum, eru prentaðar bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi eða undanþegnar virðisaukaskatti. Sömu sögu er að segja utan Evrópu. Bækur eru ýmist undanþegnar virðisaukaskatti eða skatturinn hafður í lægsta þrepi, jafnvel í sérstöku undanþáguþrepi. Á Íslandi er lagður 7% virðisaukaskattur á prentaðar bækur, sem er nálægt meðaltalsprósentu EES-landanna. Röksemdirnar fyrir því að bækur séu seldar með lágri vsk-prósentu eru alls staðar þær sömu: Lág skattlagning á bækur og útgáfu stuðlar að upplýstri umræðu, fjölbreyttri og frjálsri tjáningu og styrkir málsamfélagið. Jafnvel þeir sem tala hundraðmilljónatungur á borð við spænsku og arabísku telja að móðurmáli sínu þrengt og því þurfi að greiða fyrir því að bækur á þessum málum séu ekki of dýrar. Í flestum löndum heims er sama bókin þó skattlögð með tvennum hætti eftir því hvort hún er stafræn eða gefin út á pappír. Svo er einnig hér. Íslenskir rafbókalesendur geta keypt bækur frá bandarískum netsölum án þess að greiða af þeim virðisaukaskatt. Kaupi þeir íslenskar bækur af íslenskum netsölum þurfa þeir hins vegar að greiða 25,5% virðisaukatt, hæstu virðisaukaskattprósentu í heimi. Það er ekki aðeins sanngjarnt í sjálfu sér að sama bókin beri sama skatt eftir því hvort hún er rafræn eða prentuð. Það er einnig í þágu þeirra markmiða sem lágur skattur á bækur á að ýta undir að náist: að tryggja að út komi sem flestar bækur og um sem flest efni þar sem eins margar skoðanir og hugsast getur eru viðraðar á móðurmálinu. Í tvígang hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt þar sem kveðið er á um það réttlætismál að prentaðar bækur og rafbækur skuli allar bera 7% virðisaukaskatt. Væri slíkt frumvarp samþykkt myndi Ísland skipa sér í röð þeirra fáu landa þar sem þetta sanngirnismál hefur náð fram að ganga.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar