Valinn maður í hverju rúmi 31. ágúst 2011 08:00 Sálgæslan - Dauði og djöfull - plötukápa Sigurður Flosason saxófónleikari hefur verið afkastamikill í plötuútgáfu undanfarin ár og hefur ráðist í mjög ólík verkefni, m.a. spunakonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands, stórsveitartónlist og margs konar annan djass. Sigurður semur öll lögin og nokkra texta á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Sálgæslan, Dauði og djöfull, en Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson á aðra texta. Nafn hljómsveitarinnar vísar í sálartónlist, en á Dauða og djöfli mætast sálartónlist, blús og djass. Hljómsveitin er sérvalin fyrir þetta verkefni. Um sönginn sjá Andrea Gylfadóttir, ókrýnd blúsdrottning Íslands, og sálarkóngurinn Stefán Hilmarsson. Hljóðfæraleikurinn er í höndum trommuleikarans Einars Scheving, Þóris Baldurssonar sem leikur á Hammond, og Sigurðar sjálfs sem spilar á saxófóna. Auk þeirra koma nokkrir aðstoðarmenn við sögu, m.a. Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Ari Bragi Kárason trompetleikari og Bergur Þórisson básúnuleikari. Eins og áður segir er tónlistin á Dauða og djöfli sambland af sálar-tónlist, blús og djassi. Titillagið sem platan hefst á er t.d. hraður sálarsmellur, lag númer tvö er hreinræktaður blús, þriðja lagið er poppskotin ballaða með hóflegri strengjaútsetningu og það fjórða er léttleikandi sveifla. Og þannig dansar platan á mörkum fyrrnefndra tónlistarstefna, sem eru auðvitað náskyldar. Flest laganna fjórtán gætu hafa verið samin í Bandaríkjunum fyrir hálfri öld eða svo. Það er klárlega ekki verið að brjóta blað tónlistarlega með Dauða og djöfli, en þetta er gæðatónlist flutt af tilfinningu og með tilþrifum. Fínar lagasmíðar og góður flutningur, bæði söngvara og hljóðfæraleikara gefa henni gildi. Aðdáendur Andreu og Stefáns ættu ekki að láta þessa plötu fram hjá sér fara. Lífið Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira
Sigurður Flosason saxófónleikari hefur verið afkastamikill í plötuútgáfu undanfarin ár og hefur ráðist í mjög ólík verkefni, m.a. spunakonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands, stórsveitartónlist og margs konar annan djass. Sigurður semur öll lögin og nokkra texta á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Sálgæslan, Dauði og djöfull, en Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson á aðra texta. Nafn hljómsveitarinnar vísar í sálartónlist, en á Dauða og djöfli mætast sálartónlist, blús og djass. Hljómsveitin er sérvalin fyrir þetta verkefni. Um sönginn sjá Andrea Gylfadóttir, ókrýnd blúsdrottning Íslands, og sálarkóngurinn Stefán Hilmarsson. Hljóðfæraleikurinn er í höndum trommuleikarans Einars Scheving, Þóris Baldurssonar sem leikur á Hammond, og Sigurðar sjálfs sem spilar á saxófóna. Auk þeirra koma nokkrir aðstoðarmenn við sögu, m.a. Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Ari Bragi Kárason trompetleikari og Bergur Þórisson básúnuleikari. Eins og áður segir er tónlistin á Dauða og djöfli sambland af sálar-tónlist, blús og djassi. Titillagið sem platan hefst á er t.d. hraður sálarsmellur, lag númer tvö er hreinræktaður blús, þriðja lagið er poppskotin ballaða með hóflegri strengjaútsetningu og það fjórða er léttleikandi sveifla. Og þannig dansar platan á mörkum fyrrnefndra tónlistarstefna, sem eru auðvitað náskyldar. Flest laganna fjórtán gætu hafa verið samin í Bandaríkjunum fyrir hálfri öld eða svo. Það er klárlega ekki verið að brjóta blað tónlistarlega með Dauða og djöfli, en þetta er gæðatónlist flutt af tilfinningu og með tilþrifum. Fínar lagasmíðar og góður flutningur, bæði söngvara og hljóðfæraleikara gefa henni gildi. Aðdáendur Andreu og Stefáns ættu ekki að láta þessa plötu fram hjá sér fara.
Lífið Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Sjá meira