Íslenska hagkerfið útskrifað af meðferðarheimilinu 27. ágúst 2011 05:30 Forsvarsmenn stjórnvalda sögðu útskrift Íslands frá AGS staðfesta að traust hefði verið endurreist á íslensku efnahagslífi. Fréttablaðið/stefán Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu. „Við stöndum á mikilvægum tímamótum í uppbyggingar- og endurreisnarferlinu frá hruni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Hún sagði öll helstu markmið áætlunarinnar hafa náðst og taldi upp efnahagslegan stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda að breyttum aðstæðum, endurreisn fjármálakerfisins og endurreisn á trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS var samþykkt 19. nóvember 2008, en þáverandi ríkisstjórn samþykkti að falast eftir aðstoð sjóðsins hinn 24. október sama ár. Samþykkt stjórnarinnar í gær opnar á síðasta hluta lánafyrirgreiðslu íslenska ríkisins hjá sjóðnum, sem jafngildir 51 milljarði króna. Áður hefur Ísland fengið lánafyrirgreiðslu að jafngildi 200 milljarða króna. Auk þess fengust lán upp á samtals um 150 milljarða króna frá Norðurlandaþjóðunum og Póllandi sem voru skilyrt í samhengi við samstarf Ísland og AGS. „Í hnotskurn snerist þessi efnahagsáætlun um að byggja upp traust. Til að gera það þarf í fyrsta lagi að reka efnahagsstefnu sem er traustsins verð en í öðru lagi skiptir miklu máli að vera með þennan hlutlæga aðila sem getur vottað það að stefnan sé á réttu róli," sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri um samstarfið við sjóðinn. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að endurreisnaráætlunin hefði gengið betur en nokkurn óraði fyrir og bætti við að Ísland hefði útskrifast frá AGS með láði. Síðar sagði hún það ekkert annað en kraftaverk að ná ríkisfjármálunum úr því að vera neikvæð um 200 milljarða niður í að vera sennilega jákvæð árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir með Jóhönnu og sagði samstarfið við hið ágæta fólk hjá AGS hafa á flestan hátt verið árangursríkt og uppbyggilegt. Loks lagði hann áherslu á að lok samstarfsins þýddu ekki að nú kæmist los á glímuna við ríkisfjármálin. Spurður sagðist Steingrímur gera ráð fyrir að frumjöfnuður, jöfnuður tekna og gjalda að fjármagnstekjum og -gjöldum undanskildum, myndi nást þó að það gæti orðið tæpt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að ekki hefði verið sjálfgefið að íslensku stjórnkerfi tækist að ná tökum á þeirri stöðu sem komið hefði upp haustið 2008 en það hefði tekist. Þá sagði hann áætlunina hafa gert stjórnvöldum kleift að milda höggið sem af kreppunni hefði hlotist. Loks sagði Árni Páll verkefnið nú vera að auka samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og tryggja sjálfbær ríkisfjármál til lengri tíma.magnusl@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu. „Við stöndum á mikilvægum tímamótum í uppbyggingar- og endurreisnarferlinu frá hruni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Hún sagði öll helstu markmið áætlunarinnar hafa náðst og taldi upp efnahagslegan stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda að breyttum aðstæðum, endurreisn fjármálakerfisins og endurreisn á trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS var samþykkt 19. nóvember 2008, en þáverandi ríkisstjórn samþykkti að falast eftir aðstoð sjóðsins hinn 24. október sama ár. Samþykkt stjórnarinnar í gær opnar á síðasta hluta lánafyrirgreiðslu íslenska ríkisins hjá sjóðnum, sem jafngildir 51 milljarði króna. Áður hefur Ísland fengið lánafyrirgreiðslu að jafngildi 200 milljarða króna. Auk þess fengust lán upp á samtals um 150 milljarða króna frá Norðurlandaþjóðunum og Póllandi sem voru skilyrt í samhengi við samstarf Ísland og AGS. „Í hnotskurn snerist þessi efnahagsáætlun um að byggja upp traust. Til að gera það þarf í fyrsta lagi að reka efnahagsstefnu sem er traustsins verð en í öðru lagi skiptir miklu máli að vera með þennan hlutlæga aðila sem getur vottað það að stefnan sé á réttu róli," sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri um samstarfið við sjóðinn. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að endurreisnaráætlunin hefði gengið betur en nokkurn óraði fyrir og bætti við að Ísland hefði útskrifast frá AGS með láði. Síðar sagði hún það ekkert annað en kraftaverk að ná ríkisfjármálunum úr því að vera neikvæð um 200 milljarða niður í að vera sennilega jákvæð árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir með Jóhönnu og sagði samstarfið við hið ágæta fólk hjá AGS hafa á flestan hátt verið árangursríkt og uppbyggilegt. Loks lagði hann áherslu á að lok samstarfsins þýddu ekki að nú kæmist los á glímuna við ríkisfjármálin. Spurður sagðist Steingrímur gera ráð fyrir að frumjöfnuður, jöfnuður tekna og gjalda að fjármagnstekjum og -gjöldum undanskildum, myndi nást þó að það gæti orðið tæpt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að ekki hefði verið sjálfgefið að íslensku stjórnkerfi tækist að ná tökum á þeirri stöðu sem komið hefði upp haustið 2008 en það hefði tekist. Þá sagði hann áætlunina hafa gert stjórnvöldum kleift að milda höggið sem af kreppunni hefði hlotist. Loks sagði Árni Páll verkefnið nú vera að auka samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og tryggja sjálfbær ríkisfjármál til lengri tíma.magnusl@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira