Fimm íslensk merki á tískuvikuna í París 24. ágúst 2011 08:15 Rebekka Jónsdóttir hannar undir merkinu REY og er á leiðinni á tískuvikuna í París í fyrsta sinn ásamt íslensku merkjunum Kalda, Eygló, Helicopter og Shadow Creatures. Fréttablaðið/vilhelm „Ég fer út með bjartsýnina að vopni og vonast til að næla mér í nokkra viðskiptavini," segir Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður en hún fer nú í fyrsta sinn á tískuvikuna í París. Rebekka hannar undir merkinu REY og hefur farið einu sinni á tískuvikuna í New York. „Þar fékk ég margoft að heyra að fatnaðurinn ætti frekar heima í París. Mér hefur verið sagt að kaupendur á tískuvikunni í París séu opnari fyrir nýjum merkjum og þori frekar að taka áhættu, þar sem þeir eru yfirleitt með meira á milli handanna," segir Rebekka, en leggur áherslu á hún sé með báða fætur á jörðinni í þessum efnum og veit að það tekur tíma að festa sig í sessi í alþjóðlega tískuheiminum. Tískuvikan í París stendur frá 27. september til 5. október og er einn af stærstu tískuviðburðum í heiminum. Stærstu hönnuðir heims sýna þar sumarlínur sínar fyrir árið 2012. Auk Rey frá Rebekku eru það Kalda, Helicopter, Shadow Creatures og Eygló en flestar eru þær að freista gæfunnar í höfuðborg tískunnar í fyrsta sinn. Það er í mörg horn að líta áður farið er á tískuviku og auk þess er Rebekka að taka á móti vetrarlínu sinni og koma henni upp í versluninni Kiosk. Þegar Fréttablaðið náði tali af Rebekku var hún stressuð þar sem einn framleiðenda hennar í Ítalíu var með eitthvert vesen. „Þetta er eins og sinfónía. Ef einn strengur slitnar fer allt að hljóma illa. En maður lærir af þessu og í þetta sinn ætla ég að vera með öll smáatriði á hreinu. Til dæmis ekki gleyma pöntunareyðublöðum eins og ég gerði í New York," segir Rebekka hlæjandi áður en hún heldur áfram að hnýta saman alla lausa enda fyrir ferðina. -áp Lífið Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Ég fer út með bjartsýnina að vopni og vonast til að næla mér í nokkra viðskiptavini," segir Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður en hún fer nú í fyrsta sinn á tískuvikuna í París. Rebekka hannar undir merkinu REY og hefur farið einu sinni á tískuvikuna í New York. „Þar fékk ég margoft að heyra að fatnaðurinn ætti frekar heima í París. Mér hefur verið sagt að kaupendur á tískuvikunni í París séu opnari fyrir nýjum merkjum og þori frekar að taka áhættu, þar sem þeir eru yfirleitt með meira á milli handanna," segir Rebekka, en leggur áherslu á hún sé með báða fætur á jörðinni í þessum efnum og veit að það tekur tíma að festa sig í sessi í alþjóðlega tískuheiminum. Tískuvikan í París stendur frá 27. september til 5. október og er einn af stærstu tískuviðburðum í heiminum. Stærstu hönnuðir heims sýna þar sumarlínur sínar fyrir árið 2012. Auk Rey frá Rebekku eru það Kalda, Helicopter, Shadow Creatures og Eygló en flestar eru þær að freista gæfunnar í höfuðborg tískunnar í fyrsta sinn. Það er í mörg horn að líta áður farið er á tískuviku og auk þess er Rebekka að taka á móti vetrarlínu sinni og koma henni upp í versluninni Kiosk. Þegar Fréttablaðið náði tali af Rebekku var hún stressuð þar sem einn framleiðenda hennar í Ítalíu var með eitthvert vesen. „Þetta er eins og sinfónía. Ef einn strengur slitnar fer allt að hljóma illa. En maður lærir af þessu og í þetta sinn ætla ég að vera með öll smáatriði á hreinu. Til dæmis ekki gleyma pöntunareyðublöðum eins og ég gerði í New York," segir Rebekka hlæjandi áður en hún heldur áfram að hnýta saman alla lausa enda fyrir ferðina. -áp
Lífið Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira