Valdatími Gaddafís er á enda runninn 23. ágúst 2011 00:30 Uppreisnarliðið í Líbíu hafði í gærkvöld náð höfuðborginni Trípolí að mestu á vald sitt en barðist áfram við dygga stuðningsmenn Múammars Gaddafí á ýmsum stöðum í borginni. Hvergi sást til Gaddafís sjálfs en augljóst mátti vera að valdatíð hans væri á enda. Uppreisnarliðið handtók í gær tvo af sonum Gaddafís, Saif al-Islam og Mohammed. Óstaðfestar fregnir bárust af því að þriðji sonurinn, Al-Saadi, hefði annað hvort verið handtekinn líka eða felldur. Innrásin í Trípolí hefur gengið mjög hratt fyrir sig. Hún hófst á laugardaginn með sprengjuárásum og skotbardögum í úthverfum borgarinnar, hélt áfram af fullum krafti á sunnudag og sigur var nánast í höfn í gær, aðeins þremur dögum eftir að átökin um höfuðborgina hófust. Í gær náðu uppreisnarmennirnir meðal annars ríkisútvarpi landsins á sitt vald og voru útsendingar þegar í stað stöðvaðar. Þar með missti stjórn Gaddafís mikilvægasta vettvang sinn til að hvetja stuðningsmenn sína til að verjast uppreisnarmönnum. Íbúar í borginni virtust almennt fagna tímamótunum en óttuðust jafnframt að erfið átök gætu haldið áfram. „Við trúum því ekki að þetta sé að gerast í raun og veru,“ sagði þrítugur maður, Ashraf Haliti, sem vinnur á kaffihúsi nálægt Græna torginu, sem uppreisnarmenn nefna nú á ný Píslarvottatorgið eins og það hét fyrir valdatíð Gaddafís. Uppreisnarmenn stofnuðu strax í febrúar, þegar átökin höfðu aðeins staðið yfir í fáeinar vikur, bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí í austurhluta landsins. Æ fleiri ríki hafa nú viðurkennt þessa bráðabirgðastjórn sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Fátt eitt er vitað um það hvernig hún hyggst stjórna landinu eða hvort hún nýtur stuðnings landsmanna þegar á reynir. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Uppreisnarliðið í Líbíu hafði í gærkvöld náð höfuðborginni Trípolí að mestu á vald sitt en barðist áfram við dygga stuðningsmenn Múammars Gaddafí á ýmsum stöðum í borginni. Hvergi sást til Gaddafís sjálfs en augljóst mátti vera að valdatíð hans væri á enda. Uppreisnarliðið handtók í gær tvo af sonum Gaddafís, Saif al-Islam og Mohammed. Óstaðfestar fregnir bárust af því að þriðji sonurinn, Al-Saadi, hefði annað hvort verið handtekinn líka eða felldur. Innrásin í Trípolí hefur gengið mjög hratt fyrir sig. Hún hófst á laugardaginn með sprengjuárásum og skotbardögum í úthverfum borgarinnar, hélt áfram af fullum krafti á sunnudag og sigur var nánast í höfn í gær, aðeins þremur dögum eftir að átökin um höfuðborgina hófust. Í gær náðu uppreisnarmennirnir meðal annars ríkisútvarpi landsins á sitt vald og voru útsendingar þegar í stað stöðvaðar. Þar með missti stjórn Gaddafís mikilvægasta vettvang sinn til að hvetja stuðningsmenn sína til að verjast uppreisnarmönnum. Íbúar í borginni virtust almennt fagna tímamótunum en óttuðust jafnframt að erfið átök gætu haldið áfram. „Við trúum því ekki að þetta sé að gerast í raun og veru,“ sagði þrítugur maður, Ashraf Haliti, sem vinnur á kaffihúsi nálægt Græna torginu, sem uppreisnarmenn nefna nú á ný Píslarvottatorgið eins og það hét fyrir valdatíð Gaddafís. Uppreisnarmenn stofnuðu strax í febrúar, þegar átökin höfðu aðeins staðið yfir í fáeinar vikur, bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí í austurhluta landsins. Æ fleiri ríki hafa nú viðurkennt þessa bráðabirgðastjórn sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Fátt eitt er vitað um það hvernig hún hyggst stjórna landinu eða hvort hún nýtur stuðnings landsmanna þegar á reynir. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira