Plötusnúðurinn og tískufyrirmyndin Leigh Lezark er nýjasti samstarfsaðili sænsku verslanakeðjunnar Hennes&Mauritz. Lezark ætlar að aðstoða verslunina að velja inn föt í fyrstu deild H&M í Selfridges í London.
Lezark þykir mjög smart til fara og fastagestur á fremstu röð tískusýninga. „Ég elska að versla í H&M. Fegurð og gott útlit snýst um að vera maður sjálfur og finna sinn eigin stíl. Ég ætla því að velja föt inn í deildina sem allir verða að eiga í fataskápnum.“
